Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 39

Fréttablaðið - 27.09.2016, Side 39
Sérhæfðar vélar til byggingar- og jarðvegsframkvæmda Atvinnutæki ehf. sérhæfir sig í útleigu á vinnuvélum og tækjum til ýmissa byggingar- og jarðvegsframkvæmda. Fyrirtækið býður upp á gott úrval véla og tækja auk þess eru ýmsir leigu- og kaupmöguleikar í boði, allt eftir hentugleika hvers og eins að sögn Sigurðar E Þorsteinssonar, sölustjóra fyrirtækisins. „Það má því segja að við bjóðum upp á mjög hentugar lausnir fyrir stóra sem smáa verktaka sem starfa á þessu sviði. Bæði er um að ræða fjölbreytt úrval véla og tækja sem henta á mismunandi stigum auk þess er hægt er að velja um skammtíma- eða langtímaleigu sem hægt er að breyta í það sem við köllum Leiga til kaups. Þegar kemur að byggingar- og jarðvegsframkvæmdum gertur leiga verið heppilegur kostur fyrir verktaka sérstaklega þar sem þörf er á auknum tækjaflota til skamms tíma. að sögn Sigurðar. Leigunni fylgir líka lægri fjármagns- og viðhaldskostnaður sem skiptir miklu máli fyrir verktaka. Ef viðskiptavinir vilja skipta um skoðun á leigutímabilinu gefst þeim einnig kostur að kaupa vélina eða tækið með svokallaðri Leigu til kaups en þá gengur hluti leigugjaldsins 50-100% upp í kaupverðið. Verkefnastaðan í byggingar- og jarðvegsframkvæmdum hefur batnað mikið síðustu tvö árin að sögn Sigurðar og góðar horfur eru framundan. „Við sjáum fram á miklar framkvæmdir á næstunni og vaxandi þörf á stórum sem smáum vélum og tækjum. Við hjá Atvinnutækjum° erum vel í stakk búin til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuvélum og tækjum og hvetjum verktaka til að kíkja til okkar. Véla & Tækjakostur hjá Atvinnutækjum er eftirfarandi • Betlagröfur 2,5 til 70 tonn • Hjólagröfur 14-17 tonn annars eins • Skotbómulyftarar 7-14 metra • Jarðýtur • Valtarar • Jarðvegsþjöppur • Liðstýrðir námutrukkar / Búkollur • Beltavagnar Einnig bjóðum við uppá vinnuvélar með GPS Trimble búnaði & Rototilt Rauðhella 11 | set@velafl.is | sími 575-2400 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -B 0 E 4 1 A B 2 -A F A 8 1 A B 2 -A E 6 C 1 A B 2 -A D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.