Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 44
Frágangur á farmi vörubíla hefur
verið viðvarandi vandamál hér á
landi og þó nokkuð mörg slys hafa
orðið vegna þess í gegnum tíðina.
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá
Félagi íslenskra bifreiðaeigenda,
FÍB, segir almennt kæruleysi
ríkja í þessum málum. „Það fýkur
möl og grjót á fólk og farartæki
sem eru í kringum þessa flutn
ingabíla oft og tíðum. Það hefur
verið þannig í gegnum tíðina og
er áreiðanlega þannig enn þá. Fé
lagsmenn okkar eru að koma hing
að til okkar og kvarta yfir þessu.
Tryggingafélögin þekkja þetta líka
vel, þangað kemur reitt fólk með
skemmd farartæki sín vegna þessa
og út úr því kemur ekkert. Ef til
vill er vandinn sá að þessu er ekki
sinnt nógu vel, lögreglunni er ekki
beitt sérstaklega í þessu og það er
lítið aðhald,“ telur Stefán.
Ýmsar reglur eru hins vegar til
sem lúta að frágangi farms og er
reglur um lestun vörubíla, fest
ingu á farmi og umfang farms að
finna í eftirtöldum reglugerðum:
Reglugerð um hleðslu, frágang
og merkingu farms, nr. 671/2008,
Reglugerð um flutning á hættu
legum farmi á landi, nr. 1077/2010.
Reglugerð um stærð og þyngd öku
tækja, nr. 155/2007. Í reglugerð nr.
100/2006 er fjallað um leyfi til að
stunda farmflutninga á landi og
er sú reglugerð sett með tilvísun
í lög nr. 73/2001 um fólksflutninga
og farmflutninga á landi. „Í stuttu
máli fjalla reglurnar um hvern
ig hlaða skal ökutæki og hvern
ig farmur er festur og tryggður
þannig að gætt sé að umferðar
öryggi, heilsu manna og umhverfi.
Innanríkisráðherra setur reglu
gerðir um þessi mál með heimild
umferðarlaga,“ útskýrir Þórhildur
Elínardóttir, samskiptastjóri Sam
göngustofu.
Eftirlitsaðilar eru á vegum
lögreglu í umferðareftirliti og
hafa þeir eftirlit með að reglum
sé framfylgt. Stefán segist hins
vegar finna fyrir því að eftirlitið
sé minna í dag en áður fyrr. „Áður
var almennt verið að stöðva fólk
sem þótti skera sig úr í umferð
inni og því gefið tiltal, þeir skiptu
sér af fólki og það var aðhald fólg
ið í því sem ég finn ekki fyrir í
dag.“
Að sögn Þórhildar sinna lang
flestir atvinnubílstjórar frágangi
farms vel en stöku undantekning
ar séu þó þar á. „Það er ótrúlegt ef
vörubílstjórar þekkja ekki þessar
reglur eftir að hafa komist í gegn
um prófin. Það er farið vel yfir
allar þessar reglur á námskeið
um til meiraprófs, það voru og
eru enn gerðar heilmiklar kröfur
þar,“ segir Stefán. Ástæður fyrir
því að þessar reglur eru brotnar
séu því aðrar. Auk þess þurfi at
vinnubílstjórar að sækja endur
menntunarnámskeið á fimm ára
fresti þar sem meðal annars er
farið yfir reglur um hleðslu og frá
gang farms hjá vöruflutningabíl
stjórum.
Slys sem rekja má til slælegs
frágangs farms hafa orðið en Þór
hildur segir að slys á fólki þess
vegna séu ekki algeng og að þeim
virðist fara fækkandi. „Farmur
ökutækis er ein möguleg orsök
slyss í skráningu Samgöngustofu
og í flestum tilvikum, þó ekki
öllum, er þá frágangur hans ekki
réttur.“ Tölfræði yfir slys af þeim
toga má sjá hér fyrir ofan.
Frágangur
farms mætti
vera betri
Slæmur frágangur farms vörubíla hefur lengi
verið vandamál. Kæruleysi er sagt ríkja í þeim
málum og eftirliti lítið sinnt. Slysum á fólki
vegna þessa fer þó fækkandi.
Það fýkur möl og
grjót á fólk og farartæki
sem er í kringum þessa
flutningabíla oft og
tíðum.
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Félagi
íslenskra bifreiðaeigenda
Í stuttu máli fjalla
reglurnar um hvernig
hlaða skal ökutæki og
hvernig farmur er
festur.
Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri
Samgöngustofu
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Farmur féll af flutningabíl við Rauðavatn fyrir nokkrum árum. Talið er að farmurinn hafi fallið af bílnum vegna þess að hann
var illa festur. MYND/GVA
✿ Slys og óhöpp vegna farms ökutækis
Alvarleg Slys með litlum Óhöpp án Slys og
Banaslys slys meiðslum meiðsla óhöpp alls
2002 3 6 133 142
2003 1 1 92 94
2004 1 5 105 111
2005 2 3 159 164
2006 1 4 155 160
2007 1 13 196 210
2008 2 21 135 158
2009 8 91 99
2010 1 4 51 56
2011 2 62 64
2012 28 28
2013 1 2 32 35
2014 2 46 48
2015 1 3 36 40
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi.
Þeir sem gera kröfur
velja Héðins hurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinn.is og við sendum
þér tilboð um hæl. Rafstilling ehf.
Dugguvogi 23, s: 581-4991
rafstilling@rafstilling.is
Vörubílar, vinnuvélar & bátar
• Viðgerðir
• Sala
• Perur
• O.m.fl.
• Startarar
• Alternatorar
HeiTi á séRBLAði Kynningarblað
27. september 201626
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-D
D
5
4
1
A
B
2
-D
C
1
8
1
A
B
2
-D
A
D
C
1
A
B
2
-D
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K