Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 52
Vörubílar og VinnuVélar Kynningarblað
27. september 201634
Guðlaug Vala, eða Gulla Vala, eins
og hún er ávallt kölluð, á fyrir
tækið Landsverk ehf. á Seyðis
firði ásamt eiginmanni sínum,
Vilhjálmi Konráðssyni. Þau hjón
in fást við ýmis verkefni. „Við
sjáum um löndunina í bræðsluna á
Seyðis firði fyrir Síldarvinnsluna,
erum í efniskeyrslu, erum með
birgðastöðina fyrir Olíudreifing
una á Seyðisfirði og sjáum um að
mala efni til dæmis fyrir Fjarða
byggð og Eskju á Eskifirði þar sem
verið er að byggja frystihús.“
Í efnismölunina er notaður for
láta Baioni brjótur af árgerðinni
1987. Brjóturinn og Gulla Vala eru
jafn gömul og það ásamt fleiri at
riðum er ástæðan fyrir því að hann
er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Við
eigum brjótnum ýmis legt að þakka
og hann er í raun grunnurinn að
velgengni okkar,“ segir Gulla Vala
og viðurkennir að henni þyki reglu
lega vænt um tækið.
„Maðurinn minn keypti brjót
inn árið 2010 af Loftorku í Borgar
firði. Hann fór með tveimur sonum
sínum að sækja hann og þeir fóru
síðan beint með hann upp í Kára
hnjúka þar sem þeir möluðu upp í
kaupverðið. Bankinn er nefnilega
ekkert fyrir að lána fyrir svona
gömlum dreng,“ segir hún glettin.
Gulla Vala hefur unnið í kring
um og á brjótnum síðan 2011. „Það
er svo magnað að sjá hvað hann
getur gert. Hann brýtur grjóthart
efni niður í örsmáa möl. Þá geng
ur hann alltaf. Auðvitað bilar hann
stundum en það er alltaf hægt að
koma honum aftur í gang.“
En er mikið verk að stjórna
svona brjóti? „Það er rosaleg þol
inmæðisvinna. Þess vegna er ég
líklega alltaf sett í þetta. Maður
þarf að fylgjast vel með allan tím
ann og er ekkert á Facebook á
meðan.“
Innt eftir því hvernig hún leidd
ist út í þessi vinnuvélastörf svar
ar Gulla Vala: „Ég var alltaf að
vinna í bræðslunni á Seyðisfirði
en þegar ég fór að búa með mann
inum mínum var mér bara hent út
í þetta, það var ekki annað í boði,“
segir hún hlæjandi. „En þegar
maðurinn er svona mikið í burtu
þá meikar alveg sens að vera bara
með honum í þessu.“
En kann hún vel við þessi störf?
„Já, ég passa best í þetta. Ég er
ekki með bestu samskiptahæfi
leikana og það fer því vel á að hafa
mig bara í vörubíl eða á vinnuvél,“
segir hún glettin.
Gulla Vala hefur gaman af því
að taka myndir og gerir það reglu
lega. Baioni brjóturinn hefur í ófá
skipti verið fyrirsæta á myndum
hennar enda falleg vél í augum
eigandans.
Jafnaldri brjótsins
Forláta Baioni brjótur af árgerðinni 1987 er í uppáhaldi hjá guðlaugu
Völu Smáradóttur hjá Landverki á Seyðisfirði. Hún hefur gaman af
að taka myndir og segir brjótinn góða hið fínasta myndefni.
Sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
gulla Vala og Vilhjálmur, þreytt eftir
vel heppnaðan vinnudag.
gulla Vala
hefur gaman af
ljósmyndun og
vinnuvélarnar
verða henni oft
innblástur.
Komdu í hópinn og fáðu að kynnast frábærri þjónustu. Auðveld innleiðing og fastur
rekstrarkostnaður. Aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Við gerum þetta með þér.
Haltu forskotinu með Flota.
Trackwell • Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • 5100 600
Er bílafloti í þínu fyrirtæki?
Floti.is
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
7
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-9
D
2
4
1
A
B
2
-9
B
E
8
1
A
B
2
-9
A
A
C
1
A
B
2
-9
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K