Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 52
Vörubílar og VinnuVélar Kynningarblað 27. september 201634 Guðlaug Vala, eða Gulla Vala, eins og hún er ávallt kölluð, á fyrir­ tækið Landsverk ehf. á Seyðis­ firði ásamt eiginmanni sínum, Vilhjálmi Konráðssyni. Þau hjón­ in fást við ýmis verkefni. „Við sjáum um löndunina í bræðsluna á Seyðis firði fyrir Síldarvinnsluna, erum í efniskeyrslu, erum með birgðastöðina fyrir Olíudreifing­ una á Seyðisfirði og sjáum um að mala efni til dæmis fyrir Fjarða­ byggð og Eskju á Eskifirði þar sem verið er að byggja frystihús.“ Í efnismölunina er notaður for­ láta Baioni brjótur af árgerðinni 1987. Brjóturinn og Gulla Vala eru jafn gömul og það ásamt fleiri at­ riðum er ástæðan fyrir því að hann er í miklu uppáhaldi hjá henni. „Við eigum brjótnum ýmis legt að þakka og hann er í raun grunnurinn að velgengni okkar,“ segir Gulla Vala og viðurkennir að henni þyki reglu­ lega vænt um tækið. „Maðurinn minn keypti brjót­ inn árið 2010 af Loftorku í Borgar­ firði. Hann fór með tveimur sonum sínum að sækja hann og þeir fóru síðan beint með hann upp í Kára­ hnjúka þar sem þeir möluðu upp í kaupverðið. Bankinn er nefnilega ekkert fyrir að lána fyrir svona gömlum dreng,“ segir hún glettin. Gulla Vala hefur unnið í kring­ um og á brjótnum síðan 2011. „Það er svo magnað að sjá hvað hann getur gert. Hann brýtur grjóthart efni niður í örsmáa möl. Þá geng­ ur hann alltaf. Auðvitað bilar hann stundum en það er alltaf hægt að koma honum aftur í gang.“ En er mikið verk að stjórna svona brjóti? „Það er rosaleg þol­ inmæðisvinna. Þess vegna er ég líklega alltaf sett í þetta. Maður þarf að fylgjast vel með allan tím­ ann og er ekkert á Facebook á meðan.“ Innt eftir því hvernig hún leidd­ ist út í þessi vinnuvélastörf svar­ ar Gulla Vala: „Ég var alltaf að vinna í bræðslunni á Seyðisfirði en þegar ég fór að búa með mann­ inum mínum var mér bara hent út í þetta, það var ekki annað í boði,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maðurinn er svona mikið í burtu þá meikar alveg sens að vera bara með honum í þessu.“ En kann hún vel við þessi störf? „Já, ég passa best í þetta. Ég er ekki með bestu samskiptahæfi­ leikana og það fer því vel á að hafa mig bara í vörubíl eða á vinnuvél,“ segir hún glettin. Gulla Vala hefur gaman af því að taka myndir og gerir það reglu­ lega. Baioni brjóturinn hefur í ófá skipti verið fyrirsæta á myndum hennar enda falleg vél í augum eigandans. Jafnaldri brjótsins Forláta Baioni brjótur af árgerðinni 1987 er í uppáhaldi hjá guðlaugu Völu Smáradóttur hjá Landverki á Seyðisfirði. Hún hefur gaman af að taka myndir og segir brjótinn góða hið fínasta myndefni. Sólveig gísladóttir solveig@365.is gulla Vala og Vilhjálmur, þreytt eftir vel heppnaðan vinnudag. gulla Vala hefur gaman af ljósmyndun og vinnuvélarnar verða henni oft innblástur. Komdu í hópinn og fáðu að kynnast frábærri þjónustu. Auðveld innleiðing og fastur rekstrarkostnaður. Aðgengilegt hvar og hvenær sem er. Við gerum þetta með þér. Haltu forskotinu með Flota. Trackwell • Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • 5100 600 Er bílafloti í þínu fyrirtæki? Floti.is 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -9 D 2 4 1 A B 2 -9 B E 8 1 A B 2 -9 A A C 1 A B 2 -9 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.