Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 13
Það er hryllilegt að horfa á fréttir af blóðugum börnum á flótta og vanmáttartilfinn­ ingin og reiðin togast á innra með manni. Skyndilausnin er að loka augunum, „það er hvort eð er ekk­ ert sem ég get gert“ eða hvað? Á fyrstu dögum 71. allsherjar­ þings Sameinuðu þjóðanna í New York í september funduðu leið­ togar heims til að ræða um vanda flóttamanna og farandfólks en sam­ kvæmt upplýsingaskrifstofu Sam­ einuðu þjóðanna voru flóttamenn í heiminum 21,3 milljónir talsins árið 2015 og farandfólk 243,7 millj­ ónir alls. Í lok fundar hétu leiðtog­ arnir fyrir hönd þjóða sinna að taka á móti fleiri flóttamönnum og setja meiri pening í málaflokkinn en niðurstaðan var þó ekki bindandi. Fyrir ári samþykktu leiðtogarnir ný heimsmarkið um sjálfbæra þróun til þess að eyða fátækt, tryggja velmegun, mannrétt­ indi og jafnrétti um allan heim með hliðsjón af umhverfi okkar. Í áætluninni sem er til 15 ára er sér­ stök áhersla lögð á aðgerðir til að bæta stöðu þeirra allra fátækustu. Í desember komu svo veraldarleið­ togar saman í París og samþykktu rammasamning um að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsíus á þessari öld og taka á afleiðingum loftslagsbreytinga. Orð eru til alls fyrst og það er grundvallaratriði að þjóðir heims komi sér saman um hvernig takast skuli á við þær miklu áskoranir sem við jarðarbúar stöndum frammi fyrir allir sem einn. Við lifum í flóknum heimi en áskoranirnar hanga saman þar sem uppskeru­ brestur verður vegna öfga í veðri. Hungur og fólksflutningar er afleið­ ing uppskerubrests, áttök verða vegna skorts á gæðum og loks flýr fólk frá átakasvæðum til að halda lífi. En það er ekki nóg að álykta og komast að samkomulagi um mark­ mið. Það þarf að grípa til aðgerða til þess að ná þeim. Og þá vandast málið því hagsmunir okkar jarðar­ búa eiga það til að stangast á. Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka aug­ unum, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Við getum unnið á okkar eigin fordómum, lagt á okkur að kynnast þeim sem eru okkur framandi og þrýst á stjórnvöld hér á Íslandi sem svo beita sínum þrýstingi hér heima og á alþjóðavettvangi um að fólk og samfélög sem eru aflögufær láti af græðgi því eins og Gandhi sagði þá fullnægir jörðin þörfum okkar allra en ekki græðgi allra. Við getum og eigum að hafa áhrif. Margt smátt gerir eitt stórt! Frá orðum til athafna – Í okkar valdi Og hvað getum við þá gert, ég og þú, hér og nú, til að binda enda á ófrið, fátækt og misrétti? Við getum byrjað á því að hætta að loka augun- um, hlusta, vera gagnrýnin og virk í samfélaginu. Kristín Ólafsdóttir, upplýsingafull- trúi Hjálparstarfs kirkjunnar Bíll sem ég hef ekið um á tók upp á þeim furðulega fjanda um daginn að gefa bara stefnuljós til vinstri. Hvort sem maður fer með stefnuljósa­ stöngina til vinstri eða hægri – þá blikkar einungis stefnuljósið til vinstri. Þetta er bíll blairismans. Hann þykist ætla til vinstri þegar hann stefnir til hægri. Græni kallinn eða rauði? Sem sé bilað stefnuljós. Er ekki póli­ tíkin einmitt þannig þegar stéttastjórn­ málin hafa enn ekki fundið sér farveg á ný? Og kannski er bíllinn sá arna ágæt myndhverfing fyrir stjórnmála­ flokkana yfirleitt; þeir segjast ætla í einhverja stefnu, en svo er undir hælinn lagt hvort þeir fara þangað eða eitthvað allt annað, í einhverja leiðangra sem verkefni dagsins eða bara stjórnsýslan sendir þá í. Kannski er ekki sá regin­ munur á stefnu flokkanna sem okkur finnst stundum vera, og hugsanlega er að verða tímabært að breyta kosninga­ fyrirkomulaginu þannig að okkur gefist meiri kostur á því að kjósa einstaklinga sem við teljum vænlega fulltrúa okkar, fremur en þessa flokka með sín biluðu stefnuljós. Eftir hverju eigum við annars að fara þar sem við stöndum þarna alein í klefanum með gulan blýant í höndum og leysum af hendi þetta mikilsverða verkefni? Það er nú það. Sumt fólk gerir eins og þegar maður gengur út úr bankanum og hægt er að ýta á nokkrar fígúrur og gefa þannig til kynna hvort maður sé ánægður eða óánægður með þjónustuna: frá grænni brosfígúru að rauðum fýlupésa. Fólk er þá að leggja dóm á kjör sín síðustu fjögur árin og hvort því finnst að það hafi fengið nægilega góða „þjónustu“ hjá flokk­ unum. Nátengt því viðhorfi er þegar stjórn­ málaflokkar fara að lofa því að skaffa hitt og þetta. Þá skoða kjósendur loforðalista flokkanna fyrir kosningar eins og neytendur: hvað er handa mér hérna? Það er gott og blessað. En getur verið hættuspil, því að þá getur farið forgörðum heildarsýn, heildarstefna viðkomandi flokks – sem sé stefnu­ ljósið: vísar það til hægri eða vinstri? Vinstrisinnuð manneskja sem vill ekki sjá meiri einkarekstur í heilbrigðis­ kerfinu eða skólakerfinu, vill ekki stóriðju, styður ekki hernaðarbrölt, vill að mannúð sé höfð að leiðarljósi í meðferð flóttamanna – slík manneskja gæti álpast til að kjósa stóriðjusinn­ aðan hernaðarhyggjuflokk sem stefnir að einkarekstri hvar sem honum verður viðkomið og vill reka burt með harðri hendi alla nauðleitarmenn, eingöngu af því að téð manneskja hefur fallið fyrir loforðum flokksins um stórfenglegar úrlausnir í húsnæðismálum. Affarasælast er að fylgja lífsvið­ horfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Aðhyllist maður einka­ framtak, sem stýrt sé í réttar skorður, kýs maður Sjálfstæðisflokkinn. Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa tilveru sína; það er að kjósa bílinn sinn, húsið og garðinn sinn; það er að kjósa sólskin og sunnanvind. Því líst illa á kollsteypur, á borð við stjórnarskrár­ breytingar, evrur og kvótakerfisupp­ skurð. Það sér ekkert athugavert við misskiptingu gæða og tækifæra; telur að sumir séu réttbornir til auðs en aðrir ekki. Sé maður á svipaðri línu en vill samt opna landið meira fyrir erlendri samkeppni og jafnvel taka upp evru – þá kýs maður Viðreisn. Sé maður hins vegar aðdáandi Mjólkursamsölunnar og áhugamaður um gott gengi afurða­ stöðva og Kaupfélags Skagfirðinga kýs maður Framsóknarflokkinn. Frá frá Fylking! Kjósendur virðast treysta öllum til að framfylgja stefnu Samfylkingarinnar – nema Samfylkingunni. Flokkurinn notaði ekki tækifærið í prófkjörunum nú til þeirrar gagngeru endurnýjunar sem hann þurfti svo sárlega á að halda og sýpur nú seyðið af því. Engu að síður: fólk sem lítur á sig sem jafnaðarmenn og telur að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi unnið gott hreins­ unarstarf við hryllilegar aðstæður, þegar ríkissjóður var gjaldþrota og fjárráðin höfðu verið tekin af lands­ mönnum – það fólk hlýtur að minnsta kosti að íhuga það að greiða þessum forna sameiningarvettvangi íslenskra vinstri manna atkvæði sitt. VG siglir lygnan sjó; laus við síðasta villiköttinn þegar Ögmundur fór (og mikill sjónarsviptir er nú að honum). Með vinsælan og óumdeildan formann. Þau eru pragmatískir sósíalistar án þess að hafa lagt fyrir róða gömul gildi, og myndu eflaust enn í dag greiða atkvæði gegn bjór og litasjónvarpi, með öllum réttu rökunum … og bera höfuðið hátt, í trausti þess að aðrir sjái til þess að þetta verði samþykkt. Píratar eru valkostur vinstri manna sem myndu samþykkja bjórfrumvarpið. Og líður ekki á netinu eins og þeir séu að svíkjast um að lesa bókina sem þeir fengu í jólagjöf í fyrra – og rykfellur á náttborðinu. Þeim hefur auðnast að láta andann sem lék um stjórnlaga­ þingið streyma til sín: Ísland er ónýtt! Stofnum nýtt! Og þeim tókst að halda prófkjörin sín, laus við rútuhneyksli gömlu flokkanna, þó vissulega væri þar augsýnilega höfð misjafnlega ósýnileg hönd í bagga. Eru Píratar vinstri flokkur eða hægri flokkur? Skiptir kannski ekki máli. Eru ekki allir hættir að gefa stefnuljós hvort sem er? Bilað stefnuljós Affarasælast er að fylgja lífs- viðhorfum sínum í grófum dráttum þegar maður kýs. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Í dag s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13M Á n u d a g u R 1 0 . o k T ó B e R 2 0 1 6 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D C -5 D 9 8 1 A D C -5 C 5 C 1 A D C -5 B 2 0 1 A D C -5 9 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.