Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 26. nóvember kl. 20.00 Jólatónleikar í Grafarvogskirkju Miðala á miði. Það er grundvallarréttur fólks í lýðræðisríki að geta gengið til kosninga og að allir geti með atkvæði sínu haft jafnan rétt til að hafa áhrif á hverjir og hvers konar stjórnvöld komast til valda. Allt frá því þéttbýli fór að myndast á Íslandi hefur því verið mismunað með hlutfallslega minna atkvæðavægi en í dreifbýli. Fjöldi þingmanna á hvern íbúa hefur því lengi verið mismikill milli kjördæma og þess vegna hafa áhrif kjósenda í kosningum verið mismikil eftir því hvar þeir búa. Nú má þessi munur því vera allt að tvöfaldur; íbúar í Norðvesturkjördæmi geta haft um tvöfalt fleiri þingmenn á hvern íbúa heldur en íbúar í Suðvestur­ kjördæmi og hefur hver íbúi því um tvöfalt meiri áhrif á úthlutun þingsæta á Alþingi. Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnar­ skránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðisréttur allra landsmanna verði jafn, óháð búsetu þeirra. Fötluð kona í Hafnarfirði á að hafa sama rétt og trillukarl fyrir austan, fyrirtækjaeigandi fyrir vestan á að hafa sama atkvæðisrétt og kennari í Kópavoginum. Jafnréttið er ósköp einfalt. Andstæðingum þessa brýna lýðræðismáls hefur oft og tíðum tekist að gera þetta að baráttu höfuðborgarsvæðis gegn landsbyggðinni. Sú barátta á að vera óþörf. Þingmenn Alþingis eiga að bera hag landsins alls fyrir brjósti og öllum ætti að vera ljóst að sterkt höfuð­ borgarsvæði þarf á sterkri landsbyggð að halda. Skipting og forgangsröðun verkefna ríkisins þarf að vera tekin á jafnræðisgrundvelli, með þarfir allra kjördæma að leiðarljósi og sífelldum áminningum um að ekkert þeirra megi sitja eftir við útdeilingu sameiginlegra gæða. Við megum ekki vera hrædd við kerfisbreytingar. Íhaldssemin hefur ávallt passað og mun áfram passa upp á sig og sína. Því kerfisbreytingar eru ógnun við valdhafa er sækja völd sín til slíks ójafnræðis sem felst í misvægi atkvæðisréttar. Viðreisn er ekki þannig flokkur og því munum við einhenda okkur í kerfisbreytingar sem auka réttlæti og jafnrétti á Íslandi, öllum til hagsbóta. Atkvæðið mitt og atkvæðið þitt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipar 1. sæti Viðreisnar í Suð- vesturkjördæmi Við í Viðreisn teljum það forgangsatriði að stjórnar- skránni verði breytt til þess að tryggja að atkvæðis- réttur allra landsmanna verði jafn. Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi og geislar hennar brutu sér leið í gegnum rigningarsuddann í Reykjavík. Hún var fyrst tendruð þann 9. október árið 2007 og þó ekki sé lengra um liðið þá er hún fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af borgarmyndinni á þessum árstíma. Þetta kyrrláta en mikilfenglega listaverk sem biðlar til fólks um að ímynda sér heim þar sem friður ríkir. Einfalt og fallegt verk sem fangar kjarnann í einfaldri og fallegri hugsun. Hvað gæti verið mikilvægara? Á föstudaginn skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgar­ stjóri og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undir stofnsamning að Höfða, friðarsetri. Þessu ágæta setri er ætlað að verða vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf og stuðla að friði, friðarmenningu og fræðslu, svo örfátt sé nefnt. Allt er þetta mikilvægt. Við sem þjóð þekkjum það blessunarlega betur að búa við frið en að lifa og deyja í stríði. Það þýðir þó ekki að styrjaldir heimsins og hörmungar séu okkur óvið­ komandi, þvert á móti. Við erum hluti af alþjóðasam­ félaginu, aðilar að hernaðarbandalagi og allt frá síðari heimsstyrjöld hefur leitað til okkar fólk á flótta undan styrjöldum í misfjarlægum löndum. Sumum höfum við tekið vel en öðrum ekki. Friðurinn á Íslandi er ekki handa öllum og stundum er ekki laust við að maður skammist sín fyrir það þegar maður horfir á Friðar­ súluna lýsa upp kvöldhimininn yfir Kollafirði. Tökum dæmi, eins ómanneskjulegt og það kann að hljóma að taka líf fólks og framtíð sem dæmi, en það kannski hjálpar okkur að meta stöðu þeirra sem reyna að finna frið á Íslandi. Í dag eiga þau Regina Osamr­ umaese og Eugene Imotu að mæta til fundar hjá ríkis­ lögreglustjóra og þar verður þeim að öllum líkindum sagt að friðurinn á Íslandi sé ekki fyrir þau og börnin þeirra. Ekki fyrir drenginn sem kom hingað með móður sinni og hefur búið hér stóran hluta ævi sinnar. Ekki fyrir bróður hans sem er fæddur hérna á Íslandi. Og ekki fyrir ófætt systkini þeirra sem er væntanlegt í heiminn. Nei, þessi fjölskylda á að fara til Nígeríu þaðan sem Regina flúði í leit að friði þegar hún var sex ára gömul. Þau geta bara farið á svæði innan Nígeríu þar sem ekki geisar styrjöld einmitt núna og á sama tíma getum við haldið áfram að horfa á Friðarsúluna og kannski sendum við þeim góða strauma, svona ef við munum eftir því. En auðvitað vonum við að ekki komi til þess. Auðvitað vonum við að þessi fjölskylda fái að njóta friðarins á Íslandi og horfa á Friðarsúluna lýsa upp kvöldhimininn. En til þess þarf eflaust ýmislegt að breytast á Íslandi, svo sem viðhorf og vilji ráðamanna, starfsaðferðir stofnana og jafnvel sitthvað fleira, en við hljótum þó að minnsta kosti að geta ímyndað okkur að Ísland sé land friðarins. Við skulum því ímynda okkur að Dagur B. Eggertsson byrji daginn á því að láta verkin tala og hringi í Ólöfu Nordal og þau fari saman í að bjarga þessari fjölskyldu. Síðan sigli þau saman út í Viðey, án alls fræga fólksins, breyti ímyndun í sköpun og draumum í veruleika og geri Ísland að sönnu friðar­ setri um ókomin ár. Í leit að friði Friðurinn á Íslandi er ekki handa öllum og stundum er ekki laust við að maður skammist sín fyrir það þegar maður horfir á Friðar- súluna lýsa upp kvöld- himininn yfir Kollafirði. Engin framtíð? Heiða Kristín Helgadóttir, stofn- andi Besta flokksins og Bjartrar framtíðar, lýsti því yfir í gær að hún styddi Viðreisn í kosning- unum þann 29. október næst- komandi. Á sama tíma vonaðist hún eftir því að Björt framtíð fengi nú nægilega mikið fylgi til þess að þurrkast ekki út. Ljóst er að Björt framtíð rær lífróður næstu vikurnar og er við ramman reip að draga. Því gæti stuðnings- leysi Heiðu Kristínar við Bjarta framtíð verið síðasti naglinn í kistu flokksins. Ef flokkurinn getur ekki virkjað stofnendur sína til þess að kjósa sig eru enda- lokin nær. Sósíalískar breytingar Ríkisstjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að setja milljarða á milljarða ofan í almannatrygg- ingakerfið, hækka þakið á fæð- ingarorlofi og tryggja hópum fólks 300 þúsund króna framfærslu. Höldum því til haga að þetta er sama ríkisstjórn og taldi allt fara í bál og brand síðasta vor ef öllum yrðu tryggð 300.000 króna lág- markslaun. Einnig verðum við að hafa í huga að fjárveitingarvaldið er Alþingis, en ekki ríkisstjórnar- innar, og kosti þessar útfærslur ríkisstjórnarinnar fjármagn úr ríkissjóði er þetta annaðhvort lýð- skrum eða valdarán. Svo virðist litlu skipta hvar fólk er í pólitík fyrir kosningar. Þegar nær dregur kjördegi verða allir sósíalistar. sveinn@frettabladid.is 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -6 C 6 8 1 A D C -6 B 2 C 1 A D C -6 9 F 0 1 A D C -6 8 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.