Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 16
Sannkallað ekta íSlenSkt hauStmeðlæti Íslenskt grænmeti er bragðgóð gæðavara sem endalaust er hægt að leika sér með á grillinu og inni í eldhúsinu. Hafliði Halldórsson matreiðslumaður gefur hér lesendum nokkrar einfaldar uppskriftir. Hafliði Halldórsson matreiðslu- maður stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega tók hann við starfi hjá fyrirtækinu Matfangi sem selur matvörur á veitinga- markaði og í verslanir en auk þess er hann framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins sem undir- býr sig á fullu þessar vikurn- ar fyrir Ólympíuleikana í mat- reiðslu sem verða síðar í þess- um mánuði. Hann gaf sér þó tíma til að gefa lesendum Fréttablaðsins nokkrar uppskriftir, byggðar að mestu á íslensku grænmeti. „Íslenskt grænmeti er afburða bragðgóð gæðavara og það er endalaust hægt að leika sér með það á grillinu. Þótt það sé komið haust er upplagt að grilla sem oftast og ekki láta vindinn eða kuldann stoppa sig. Grænmeti býður upp á fullt af möguleik- um og það er um að gera að hafa gaman af tilraunum með ólíkar tegundir og eldunaraðferðir.“ Hafliði er duglegur að prófa nýjar tegundir, bæði á grill- inu og einnig inni í eldhúsi. „Í augnablikinu er í mestu uppá- haldi hjá mér nýtt hvítkál, tóm- atar og sveppir. Ég mun pottþétt nota hvítkálið mikið í haust og í vetur þar sem ég mun búa til t.d. sýrð salöt úr kálinu og gufu- steikja það sem meðlæti. Sann- kallað ekta íslenskt haustmeð- læti.“ Heima fyrir kýs Hafliði ein- faldan mat þar sem hráefn- ið fær að njóta sín. „Þar er ís- lenskt hráefni í öndvegi og þá helst lambið, fiskurinn og græn- metið.“ Hér gefur Hafliði lesendum Fréttablaðsins afar einfaldar, en um leið ljúffengar uppskrift- ir, að meðlæti sem passar með ýmsum mat. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 starri freyr jónsson starri@365.is Sunnudjass alla sunnudaga kl 20.00 Heimsklassa Djass með frábærum tónlistarmönnum í bruggsalnum okkar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir Hraðréttur dagsins í hádeginu alla virka daga 1.690.- kr Íslenskt grænmeti er í miklu uppáhaldi hjá Hafliða Halldórs- syni, fram- kvæmda- stjóra Kokka- landsliðs- ins. myndir/ KristjÁn maacK grillaðir tómatar 2 stk. stórir tómatar Ólífuolía Sjávarsalt og pipar úr kvörn Pestó Parmesan-ostur Skerið tómatana í tvennt, penslið með ólífuolíu og stráið sjávarsalti og pipar yfir. Grillið sárin í 1 mín- útu. Snúið við og penslið með pestói, rífið parmes- an-ost yfir og grillið í ca. 2 mínútur eða þar til ostur- inn er bráðnaður. Skemmtilegar grillaðar róFur Nokkrar rófur Timjan Smjör Salt og pipar Skerið rófur í jafna bita. Setjið í eldfast mót ásamt timjani og smjöri. Krydd- ið með salti og pipar. Setj- ið mótið á grillið í 20 mín- útur á um 200°C hita. Hrærið af og til í. góðar grillaðar kartöFlur 200 g kartöflur Ferskt rósmarín Rautt chili Lime-safi 3 msk. ólífuolía Skerið kartöflurnar í munnbita og setj- ið í eldfast mót. Krydd- ið þær með fersku rós- marín, chili og lime-safa ásamt 3  msk. af ólífuolíu. Kryddið með sjávarsalti og pipar. Eldið í 20 mín- útur á grillinu á 200°C hita. Hrærið af og til. gómSætt grænkál 4 grænkálsstilkar Rasp Safi úr ½ sítrónu 2 msk. ólífuolía Salt og pipar Blandið saman raspi og safa úr 1/2 sítrónu við 2 msk. ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar. Hell- ið yfir grænkálsstilkana. Látið standa í 5 mínútur og grillið svo á meðalhita. Snúið reglulega. Grænkál- ið er tilbúið þegar það er byrjað að verða stökkt. 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G A r b l A ð ∙ H e i M i l i 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -5 3 B 8 1 A D C -5 2 7 C 1 A D C -5 1 4 0 1 A D C -5 0 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.