Fréttablaðið - 10.10.2016, Page 16

Fréttablaðið - 10.10.2016, Page 16
Sannkallað ekta íSlenSkt hauStmeðlæti Íslenskt grænmeti er bragðgóð gæðavara sem endalaust er hægt að leika sér með á grillinu og inni í eldhúsinu. Hafliði Halldórsson matreiðslumaður gefur hér lesendum nokkrar einfaldar uppskriftir. Hafliði Halldórsson matreiðslu- maður stendur í ströngu þessa dagana. Nýlega tók hann við starfi hjá fyrirtækinu Matfangi sem selur matvörur á veitinga- markaði og í verslanir en auk þess er hann framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins sem undir- býr sig á fullu þessar vikurn- ar fyrir Ólympíuleikana í mat- reiðslu sem verða síðar í þess- um mánuði. Hann gaf sér þó tíma til að gefa lesendum Fréttablaðsins nokkrar uppskriftir, byggðar að mestu á íslensku grænmeti. „Íslenskt grænmeti er afburða bragðgóð gæðavara og það er endalaust hægt að leika sér með það á grillinu. Þótt það sé komið haust er upplagt að grilla sem oftast og ekki láta vindinn eða kuldann stoppa sig. Grænmeti býður upp á fullt af möguleik- um og það er um að gera að hafa gaman af tilraunum með ólíkar tegundir og eldunaraðferðir.“ Hafliði er duglegur að prófa nýjar tegundir, bæði á grill- inu og einnig inni í eldhúsi. „Í augnablikinu er í mestu uppá- haldi hjá mér nýtt hvítkál, tóm- atar og sveppir. Ég mun pottþétt nota hvítkálið mikið í haust og í vetur þar sem ég mun búa til t.d. sýrð salöt úr kálinu og gufu- steikja það sem meðlæti. Sann- kallað ekta íslenskt haustmeð- læti.“ Heima fyrir kýs Hafliði ein- faldan mat þar sem hráefn- ið fær að njóta sín. „Þar er ís- lenskt hráefni í öndvegi og þá helst lambið, fiskurinn og græn- metið.“ Hér gefur Hafliði lesendum Fréttablaðsins afar einfaldar, en um leið ljúffengar uppskrift- ir, að meðlæti sem passar með ýmsum mat. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 starri freyr jónsson starri@365.is Sunnudjass alla sunnudaga kl 20.00 Heimsklassa Djass með frábærum tónlistarmönnum í bruggsalnum okkar. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir Hraðréttur dagsins í hádeginu alla virka daga 1.690.- kr Íslenskt grænmeti er í miklu uppáhaldi hjá Hafliða Halldórs- syni, fram- kvæmda- stjóra Kokka- landsliðs- ins. myndir/ KristjÁn maacK grillaðir tómatar 2 stk. stórir tómatar Ólífuolía Sjávarsalt og pipar úr kvörn Pestó Parmesan-ostur Skerið tómatana í tvennt, penslið með ólífuolíu og stráið sjávarsalti og pipar yfir. Grillið sárin í 1 mín- útu. Snúið við og penslið með pestói, rífið parmes- an-ost yfir og grillið í ca. 2 mínútur eða þar til ostur- inn er bráðnaður. Skemmtilegar grillaðar róFur Nokkrar rófur Timjan Smjör Salt og pipar Skerið rófur í jafna bita. Setjið í eldfast mót ásamt timjani og smjöri. Krydd- ið með salti og pipar. Setj- ið mótið á grillið í 20 mín- útur á um 200°C hita. Hrærið af og til í. góðar grillaðar kartöFlur 200 g kartöflur Ferskt rósmarín Rautt chili Lime-safi 3 msk. ólífuolía Skerið kartöflurnar í munnbita og setj- ið í eldfast mót. Krydd- ið þær með fersku rós- marín, chili og lime-safa ásamt 3  msk. af ólífuolíu. Kryddið með sjávarsalti og pipar. Eldið í 20 mín- útur á grillinu á 200°C hita. Hrærið af og til. gómSætt grænkál 4 grænkálsstilkar Rasp Safi úr ½ sítrónu 2 msk. ólífuolía Salt og pipar Blandið saman raspi og safa úr 1/2 sítrónu við 2 msk. ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar. Hell- ið yfir grænkálsstilkana. Látið standa í 5 mínútur og grillið svo á meðalhita. Snúið reglulega. Grænkál- ið er tilbúið þegar það er byrjað að verða stökkt. 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r2 F ó l k ∙ k y N N i N G A r b l A ð ∙ H e i M i l i 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -5 3 B 8 1 A D C -5 2 7 C 1 A D C -5 1 4 0 1 A D C -5 0 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.