Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 15
fólk kynningarblað 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r Auður Inga gerir fallega, einfalda fugla úr keramik. Hún segist horfa mikið á form hluta og að formið á fuglunum hennar sé aðeins einföldun á raunverulegu fuglsformi. MYND/GVA Veggverk eftir Auði. Það samanstendur af kubbum sem eru um 15 sinnum 15 sentimetrar að stærð. Fuglarnir sem Auður gerir eru fallegir. Þegar Auður Inga Ingvarsdótt- ir keramiker var unglingur fór hún á leirnámskeið með vinkonu sinni og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún ákvað þá að hún ætl- aði að læra leirlist en sá draum- ur rættist samt ekki strax. „Ég var alltaf með þetta nám í hug- anum. Ég var búin að vinna í leir í mörg ár og fara á öll þau nám- skeið sem ég gat fundið áður en ég tók þá ákvörðun að uppfylla þenn- an gamla draum og klára nám. Ég Í heimi leirsins Auður Inga Ingvarsdóttir keramiker segir ákveðna hugleiðslu felast í því að vinna með leir. Hún gerir meðal annars fallega fugla og veggverk úr leirnum. var búin að vera nokkur ár í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og fara í gegnum myndlistardeildina í FB og eftir það sótti ég um í Glasgow School of Art. Það voru heil fjög- ur ár sem var frábær tími og ég naut í botn. Þar hafði ég kennara frá öllum heimshornum og kynnt- ist leirnum frá öðru sjónarhorni.“ Hún segir leirinn vera frábært efni, bæði til að skapa úr og svo sé vinna við leir ákveðin hugleiðsla. „Maður fer bara í annan heim. Ég finn í leirnum farveg fyrir allar hugmyndirnar sem hrúgast upp í hausnum á mér og ef ég hef ekki komist á vinnustofuna í nokkra daga er ég alveg orðin viðþolslaus, þar til ég hef stungið fingr- unum í leirinn í smá tíma,“ segir Auður Inga og brosir. Hú n ger i r bæði nytjahluti og skúlptúr- verk úr leirn- um og eigin- lega allt sem henni dettur í hug að gera og er framkvæman- legt úr efninu. „Ég hef gert í mörg ár, eða frá hruni, bolla sem ég nefni „Hamingjubolla“. Mig langaði til að nota leirinn til að reyna að gleðja fólk því margir áttu erfitt á þeim tíma. Bollarnir eru allir hand- renndir og ég set hjarta í botninn á þeim, því hjörtu vekja góða tilfinn- ingu hjá fólki. Ég nota ýmsa liti á glerunginn þannig að hver bolli er einstakur,“ lýsir hún. Auður Inga gerir líka fallega, einfalda fugla úr keramik. Hún segist horfa mikið á form hluta og að form- ið á fuglunum hennar sé aðeins einföldun á raunverulegu fugls- formi. „Ég byggi bara upp búk og set gogg á. Mér finnst það duga. Ég brenni þá síðan í gasofni úti og að- ferðin sem ég nota nefnist „naked raku“ þar sem glerungurinn flagn- ar af hlutnum í brennslunni og skilur leirinn eftir nakinn.“ Spurð að því hvort hún eigi eitt- hvert uppáhaldsverk sem hún hefur gert nefnir Auður Inga vegg- verk sem hún byrjaði að gera árið 2014. „Þau samanstanda af fer- köntuðum kubbum sem má raða saman á vegg á ýmsan hátt. Ég nota rakubrennsluna og suma kubbana lita ég undir brennsluna. Þannig hafa sumir grænan blæ, aðrir hvítan eða bláan þannig að áferðin kemur skemmti- lega út,“ segir Auður Inga sem er með vinnu- stofu á Korpúlfsstöð- um og er einn níu rekstrar aðila Kaolin Ker- amik galler- ís við Skóla- vörðustíg. Skútuvogur 1H | 104 Reykjavík | S: 5858900 | www.jarngler.is Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D C -4 E C 8 1 A D C -4 D 8 C 1 A D C -4 C 5 0 1 A D C -4 B 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.