Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 15
fólk kynningarblað 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r Auður Inga gerir fallega, einfalda fugla úr keramik. Hún segist horfa mikið á form hluta og að formið á fuglunum hennar sé aðeins einföldun á raunverulegu fuglsformi. MYND/GVA Veggverk eftir Auði. Það samanstendur af kubbum sem eru um 15 sinnum 15 sentimetrar að stærð. Fuglarnir sem Auður gerir eru fallegir. Þegar Auður Inga Ingvarsdótt- ir keramiker var unglingur fór hún á leirnámskeið með vinkonu sinni og eftir það varð ekki aftur snúið. Hún ákvað þá að hún ætl- aði að læra leirlist en sá draum- ur rættist samt ekki strax. „Ég var alltaf með þetta nám í hug- anum. Ég var búin að vinna í leir í mörg ár og fara á öll þau nám- skeið sem ég gat fundið áður en ég tók þá ákvörðun að uppfylla þenn- an gamla draum og klára nám. Ég Í heimi leirsins Auður Inga Ingvarsdóttir keramiker segir ákveðna hugleiðslu felast í því að vinna með leir. Hún gerir meðal annars fallega fugla og veggverk úr leirnum. var búin að vera nokkur ár í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og fara í gegnum myndlistardeildina í FB og eftir það sótti ég um í Glasgow School of Art. Það voru heil fjög- ur ár sem var frábær tími og ég naut í botn. Þar hafði ég kennara frá öllum heimshornum og kynnt- ist leirnum frá öðru sjónarhorni.“ Hún segir leirinn vera frábært efni, bæði til að skapa úr og svo sé vinna við leir ákveðin hugleiðsla. „Maður fer bara í annan heim. Ég finn í leirnum farveg fyrir allar hugmyndirnar sem hrúgast upp í hausnum á mér og ef ég hef ekki komist á vinnustofuna í nokkra daga er ég alveg orðin viðþolslaus, þar til ég hef stungið fingr- unum í leirinn í smá tíma,“ segir Auður Inga og brosir. Hú n ger i r bæði nytjahluti og skúlptúr- verk úr leirn- um og eigin- lega allt sem henni dettur í hug að gera og er framkvæman- legt úr efninu. „Ég hef gert í mörg ár, eða frá hruni, bolla sem ég nefni „Hamingjubolla“. Mig langaði til að nota leirinn til að reyna að gleðja fólk því margir áttu erfitt á þeim tíma. Bollarnir eru allir hand- renndir og ég set hjarta í botninn á þeim, því hjörtu vekja góða tilfinn- ingu hjá fólki. Ég nota ýmsa liti á glerunginn þannig að hver bolli er einstakur,“ lýsir hún. Auður Inga gerir líka fallega, einfalda fugla úr keramik. Hún segist horfa mikið á form hluta og að form- ið á fuglunum hennar sé aðeins einföldun á raunverulegu fugls- formi. „Ég byggi bara upp búk og set gogg á. Mér finnst það duga. Ég brenni þá síðan í gasofni úti og að- ferðin sem ég nota nefnist „naked raku“ þar sem glerungurinn flagn- ar af hlutnum í brennslunni og skilur leirinn eftir nakinn.“ Spurð að því hvort hún eigi eitt- hvert uppáhaldsverk sem hún hefur gert nefnir Auður Inga vegg- verk sem hún byrjaði að gera árið 2014. „Þau samanstanda af fer- köntuðum kubbum sem má raða saman á vegg á ýmsan hátt. Ég nota rakubrennsluna og suma kubbana lita ég undir brennsluna. Þannig hafa sumir grænan blæ, aðrir hvítan eða bláan þannig að áferðin kemur skemmti- lega út,“ segir Auður Inga sem er með vinnu- stofu á Korpúlfsstöð- um og er einn níu rekstrar aðila Kaolin Ker- amik galler- ís við Skóla- vörðustíg. Skútuvogur 1H | 104 Reykjavík | S: 5858900 | www.jarngler.is Sjálfvirkur hurðaropnunarbúnaður fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hentar vel fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D C -4 E C 8 1 A D C -4 D 8 C 1 A D C -4 C 5 0 1 A D C -4 B 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.