Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 14
Undankeppni HM 2018: I-riðill Ísland - Tyrkland 2-0 Finnland - Króatía 0-1 0-1 Mario Mandzukic (18.). Úkraína - Kósovó 3-0 1-0 Amir Rrahmani, sjálfsm. (31.), 2-0 Andriy Yarmolenko (81.), 3-0 Ruslan Rotan (87.). Nýjast Undankeppni HM 2018: C-riðill Þýskaland - Tékkland 3-0 Aserbaídsjan - Noregur 1-0 N-Írland - San Marinó 4-0 Efri Króatía 7 Ísland 7 Úkraína 5 Neðri Tyrkland 2 Finnland 1 Kósovó 1 Í dag 18.45 Holland - Frakkland Sport 18.45 Svíþjóð - Búlgaría Sport 2 18.45 Færeyjar - Portúgal Sport 3 20.45 HM markasyrpa Sport Undankeppni HM 2018: D-riðill Serbía - Austurríki 3-2 Wales - Georgía 1-1 Moldóva - Írland 1-3 Undankeppni HM 2018: E-riðill Pólland - Danmörk 3-2 Svartfj.land - Kasakstan 5-0 Armenía - Rúmenía 0-5 Undankeppni HM 2018: F-riðill England - Malta 2-0 Skotland - Litháen 1-1 Slóvenía - Slóvakía 1-0 Undankeppni HM 2018: G-riðill Albanía - Spánn 0-2 Makedónía - Ítalía 2-3 Ísrael - Liechtenstein 2-1 Olís-deild karla Stjarnan - Afturelding 22-27 Markahæstir: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Garðar B. Sigurjónsson 5 - Birkir Benedikts- son 7, Elvar Ásgeirsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 4. Domino’s-deild kvenna Stjarnan - Skallagrím. 86-75 Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez 23/7 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/9 fráköst - Tavelyn Tillman 28, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 26/10 fráköst. Grindavík - Keflavík 65-89 Stigahæstar: Ashley Grimes 19/9 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14 - Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/8 fráköst, Dominique Hudson 22, Birna V. Benónýsdóttir 14. Haukar - Valur 67-60 Stigahæstar: Michelle Mitchell 30/16 frá- köst, Sólrún Inga Gísladóttir 13 - Mia Loyd 27/18 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/8 fráköst. Snæfell - Njarðvík 84-59 Stigahæstar: Taylor Brown 27/8 stoðsend- ingar, Berglind Gunnarsdóttir 14 - Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst. ÍSL 2 – 0 TYR 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42.), 2-0 Alfreð Finnbogason (44.). Skot (á mark): 16 (10) – 7 (2) Horn: 8 – 3 Rangstöður: 3 – 0 Frammistaða Íslands (4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Birkir Már Sævarsson 7 Kári Árnason 9 Ragnar Sigurðsson 8 Ari Freyr Skúlason 7 Jóhann Berg Guðmundsson 9 Birkir Bjarnason 8 Gylfi Þór Sigurðsson 9 Theodór Elmar Bjarnason 8 (86. Hörður B. Magnússon -) Jón Daði Böðvarsson 7 (62. Björn B. Sigurðarson 6) Alfreð Finnbogason 8 (68. Viðar Örn Kjartansson 6) Maður leiksins Kári Árnason var frábær í vörn, stór- hættulegur í loftinu og hann virðist koma sér í færi í hverjum leik. Hann átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0 og er hann nú búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. visir.is Umsögn um alla leik- menn, umfjöllun og viðtöl má finna á íþróttavef Vísis. Alfreð eftir leik „Það gleður mig mikið sem framherja að skora í hverjum leik og líka þegar við vinnum alla leiki. Það er tvö- faldur bónus. Allt sem við töluð- um um gekk upp. Við náðum að setja pressu á þá snemma. Vorum í andlitinu á þeim allan tímann og við vissum að það er eitthvað sem þeir þola illa. Þeir voru byrjaðir að kvarta undan veðrinu fyrir leik. Það er ekki oft í fótbolta að leik- skipulagið heppnist 100% en það var svoleiðis í dag.“ Heimir eftir leik „Ég veit ekki hvort Ísland hefur nokkru sinni skapað sér jafn mörg færi og við gerðum í þessum leik,“ sagði brosmildur Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í leikslok. „En það sem stóð samt sem áður upp úr er karakterinn í strákunum. Þeir voru margir mjög þreyttir en gáfu meira en allt í þennan leik, ef ég get orðað það svo. Karakt- erinn yfirvann þreytuna og við spiluðum fullkominn leik gegn Tyrkjunum í dag.“ Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. FótbOltI Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakk- landi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærsl- ur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag. Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fal- legar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundar- fjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum. Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stór- glæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði bolt- ann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslend- ingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan. Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verð- ur sennilega sá erfiðasti, gegn Króa- tíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að ótt- ast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. eirikur@365.is Alfreð Finnbogason hleður í skot. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. Hann er nú kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. FRéTTABLAðið/ERNiR 1 0 . O k t ó b E r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r14 s p O r t ∙ F r É t t A b l A ð I ð sport 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -5 8 A 8 1 A D C -5 7 6 C 1 A D C -5 6 3 0 1 A D C -5 4 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.