Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 14
Undankeppni HM 2018: I-riðill Ísland - Tyrkland 2-0 Finnland - Króatía 0-1 0-1 Mario Mandzukic (18.). Úkraína - Kósovó 3-0 1-0 Amir Rrahmani, sjálfsm. (31.), 2-0 Andriy Yarmolenko (81.), 3-0 Ruslan Rotan (87.). Nýjast Undankeppni HM 2018: C-riðill Þýskaland - Tékkland 3-0 Aserbaídsjan - Noregur 1-0 N-Írland - San Marinó 4-0 Efri Króatía 7 Ísland 7 Úkraína 5 Neðri Tyrkland 2 Finnland 1 Kósovó 1 Í dag 18.45 Holland - Frakkland Sport 18.45 Svíþjóð - Búlgaría Sport 2 18.45 Færeyjar - Portúgal Sport 3 20.45 HM markasyrpa Sport Undankeppni HM 2018: D-riðill Serbía - Austurríki 3-2 Wales - Georgía 1-1 Moldóva - Írland 1-3 Undankeppni HM 2018: E-riðill Pólland - Danmörk 3-2 Svartfj.land - Kasakstan 5-0 Armenía - Rúmenía 0-5 Undankeppni HM 2018: F-riðill England - Malta 2-0 Skotland - Litháen 1-1 Slóvenía - Slóvakía 1-0 Undankeppni HM 2018: G-riðill Albanía - Spánn 0-2 Makedónía - Ítalía 2-3 Ísrael - Liechtenstein 2-1 Olís-deild karla Stjarnan - Afturelding 22-27 Markahæstir: Ari Magnús Þorgeirsson 7, Garðar B. Sigurjónsson 5 - Birkir Benedikts- son 7, Elvar Ásgeirsson 4, Kristinn Hrannar Bjarkason 4. Domino’s-deild kvenna Stjarnan - Skallagrím. 86-75 Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez 23/7 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 19/9 fráköst - Tavelyn Tillman 28, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 26/10 fráköst. Grindavík - Keflavík 65-89 Stigahæstar: Ashley Grimes 19/9 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14 - Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/8 fráköst, Dominique Hudson 22, Birna V. Benónýsdóttir 14. Haukar - Valur 67-60 Stigahæstar: Michelle Mitchell 30/16 frá- köst, Sólrún Inga Gísladóttir 13 - Mia Loyd 27/18 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 15/8 fráköst. Snæfell - Njarðvík 84-59 Stigahæstar: Taylor Brown 27/8 stoðsend- ingar, Berglind Gunnarsdóttir 14 - Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst. ÍSL 2 – 0 TYR 1-0 Ömer Toprak, sjálfsmark (42.), 2-0 Alfreð Finnbogason (44.). Skot (á mark): 16 (10) – 7 (2) Horn: 8 – 3 Rangstöður: 3 – 0 Frammistaða Íslands (4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 6 Birkir Már Sævarsson 7 Kári Árnason 9 Ragnar Sigurðsson 8 Ari Freyr Skúlason 7 Jóhann Berg Guðmundsson 9 Birkir Bjarnason 8 Gylfi Þór Sigurðsson 9 Theodór Elmar Bjarnason 8 (86. Hörður B. Magnússon -) Jón Daði Böðvarsson 7 (62. Björn B. Sigurðarson 6) Alfreð Finnbogason 8 (68. Viðar Örn Kjartansson 6) Maður leiksins Kári Árnason var frábær í vörn, stór- hættulegur í loftinu og hann virðist koma sér í færi í hverjum leik. Hann átti frábæra stoðsendingu þegar Ísland komst í 2-0 og er hann nú búinn að koma með beinum hætti að þremur mörkum í undankeppninni. visir.is Umsögn um alla leik- menn, umfjöllun og viðtöl má finna á íþróttavef Vísis. Alfreð eftir leik „Það gleður mig mikið sem framherja að skora í hverjum leik og líka þegar við vinnum alla leiki. Það er tvö- faldur bónus. Allt sem við töluð- um um gekk upp. Við náðum að setja pressu á þá snemma. Vorum í andlitinu á þeim allan tímann og við vissum að það er eitthvað sem þeir þola illa. Þeir voru byrjaðir að kvarta undan veðrinu fyrir leik. Það er ekki oft í fótbolta að leik- skipulagið heppnist 100% en það var svoleiðis í dag.“ Heimir eftir leik „Ég veit ekki hvort Ísland hefur nokkru sinni skapað sér jafn mörg færi og við gerðum í þessum leik,“ sagði brosmildur Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari í leikslok. „En það sem stóð samt sem áður upp úr er karakterinn í strákunum. Þeir voru margir mjög þreyttir en gáfu meira en allt í þennan leik, ef ég get orðað það svo. Karakt- erinn yfirvann þreytuna og við spiluðum fullkominn leik gegn Tyrkjunum í dag.“ Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Öflugt tyrkneskt lið reyndist engin fyrirstaða fyrir það íslenska í frábærum landsleik á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Ísland hélt hreinu í fyrsta sinn í mótsleik í ár og spilaði frábærlega, frá aftasta manni til þess fremsta. FótbOltI Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakk- landi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærsl- ur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag. Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fal- legar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundar- fjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum. Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stór- glæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði bolt- ann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslend- ingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan. Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verð- ur sennilega sá erfiðasti, gegn Króa- tíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að ótt- ast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. eirikur@365.is Alfreð Finnbogason hleður í skot. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. Hann er nú kominn með þrjú mörk í jafn mörgum leikjum í undankeppninni. FRéTTABLAðið/ERNiR 1 0 . O k t ó b E r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r14 s p O r t ∙ F r É t t A b l A ð I ð sport 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -5 8 A 8 1 A D C -5 7 6 C 1 A D C -5 6 3 0 1 A D C -5 4 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.