Fréttablaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 8
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Logi Bergmann
Ég stóð sjálfan mig að því um daginn að velta því fyrir mér hvort Gay Pride hefði ekki runnið sitt skeið. Hvort við værum ekki komin þangað að
það skipti ekki nokkru máli hver kynhneigð manns
væri. Er ekki öllum sama?
Það er sennilega erfitt að bera það saman að koma
út úr skápnum árið 2016 eða 1966, svo maður fari
ekki lengra. Á hálfri öld höfum við þó lært að það
sem kallað var á þeim tíma „kynvilla“ er ekki geðsjúk
dómur. Það er ekki skeið sem gengur yfir og það er
ekki hægt að lækna fólk af samkynhneigð. Við höfum
líka lært það að hommar og lesbíur eru bara venju
legt fólk. Hvorki betra né verra en annað. Þannig að
stundum finnst manni eins og þetta sé bara komið
í lag og Gay Pride sé nánast óþarfi. (Eða Reykjavík
Pride eins og þetta heitir víst núna – enda snýst þetta
um alls konar, ekki bara homma eða lesbíur.)
Svo var ég svo „heppinn“ að heyra í guðfræðingi
á útvarpsstöð hella úr sér fordómum og ógeði um
samkynhneigða. Hann opnaði á því hversu mikil
frekja það væri að hommar fengju að gefa blóð. En
verst fannst honum hvernig þeir væru að reyna að
troða sér inn í kirkjurnar og í raun bjóða sér þangað
sem þeir væru ekki velkomnir. Ég man ekki hvort
hann orðaði það þannig en það var klárlega inni
haldið. Haldið ykkur frá kirkjunum – þið eruð ekki
velkomnir.
Þessum guðsmanni var mikið niðri fyrir og sá sem
talaði við hann gerði enga tilraun til að stoppa hann
eða mótmæla. Það var eins og honum fyndist alveg
eðlilegt að þarna væri bara mættur sérfræðingur í
þessum málum sem gæti alveg talað svona um annað
fólk. Að það væri ekki velkomið í okkar samfélag.
„ekki að ég hafi neitt á móti þeim“
Þessum ræðum, sem maður, ótrúlegt en satt, heyrir
stundum enn, fylgir oft línan: „Ekki að ég hafi neitt
á móti þeim.“ Sem er ekki bara órökrétt í ljósi þess
sem viðkomandi er þá nýbúinn að láta út úr sér,
heldur líka ótrúleg hræsni. Ef þú vilt til dæmis ekki
að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju, þá hefurðu
eitthvað á móti þeim. Það bara segir sig sjálft.
Það er reyndar til annar frasi sem er jafnvel verri
en þessi: „Margir af vinum mínum eru hommar.“ Hér
eru menn eitthvað að misskilja hugtakið vinátta.
Maður talar ekki svona um vini sína og fer alls ekki
í stríð við þá út af óljósum sögusögnum um typpa
sleikjóa.
Svo er það hitt, að upplifa að það sé allt í lagi að
hafa þessa skoðun. Þú þurfir ekki að hafa neitt „á
móti“ hommum og lesbíum þó að þú viljir hafa
kirkjuna þína í friði fyrir þeim. Það bergmálar það
viðhorf liðins tíma að hafa ekkert á móti blökku
mönnum; þeir geti bara ferðast með sínum strætis
vögnum og notað sérmerkt almenningssalerni. Á
sama hátt finnst mér það algjörlega ótrúlegt að til
séu prestar sem enn eru þeirrar skoðunar að þeir geti
bara, svona í ljósi fordóma sinna, komið fram við
samkynhneigða eins og þeir séu óhreinir og annars
flokks.
hatur í nafni kærleika
Við sjáum stundum fréttir, til dæmis frá Rússlandi og
Afríku, þar sem hommahatur er landlægt. Hommar
eru barðir, stungið í fangelsi og jafnvel dæmdir til
dauða. Fáfræði og fordómar stjórna gjörðum þessa
fólks en það kaldhæðnislega við þetta er, að þetta er
oft gert í nafni trúar sem boðar fyrst og fremst kær
leika.
Það sló mig í orðum þessa guðfræðings að hann
sagði að þetta væri ekki samkvæmt Biblíunni og ekki
Jesú að skapi. Og mig langar, svona á þessum fína
degi, að segja við þennan guðfræðing: Ef Guð er til,
og jafn algóður og almennt er haldið fram, held ég að
það sé alveg útilokað að hann sé þeirrar skoðunar að
við eigum að útiloka bræður okkar og systur vegna
kynhneigðar. Ef þinn guð er þannig, þá vil ég í það
minnsta ekkert með hann hafa.
Til hamingju með daginn
BÖRNIN FLJÚGA
FRÍTT Í ÁGÚST
Börn á aldrinum 2–12 ára fljúga frítt í valdar brottfarir
í ágúst til Mallorca, Kanarí, Almería, Benidorm,
Albír, Alicante og Tenerife. Eitt barn með hverjum
fullorðnum (tvö börn á tvo fullorðna).
VERÐDÆMI OG FJÖLSKYLDUSTÆRÐIR Á UU.IS
BÓKANL
EGT TIL
8. ÁGÚS
T
EÐA ME
ÐAN BIR
GÐIR
ENDAST
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Það er almennt viðurkennt í samfélaginu af læknum, vísindamönnum og næringarfræðingum að hvítur sykur sé skaðlegur heilsu manna og einn helsti orsakavaldur vaxandi offitu og áunninnar sykursýki á Vesturlöndum.
Bandaríski læknirinn Robert Lustig sem er sérfræð
ingur í offitu barna hefur líkt hvíta sykrinum við eitur.
Í niðurstöðum rannsóknar sem teymi hans birti í fyrra
kemur fram ótvíræð sönnun þess að sykurinn er beinn
orsakavaldur í insúlínviðnámi, sem er forstig áunn
innar sykursýki. Insúlínviðnámið getur verið lúmskt og
grafið um sig án þess að sjúklingurinn verði þess var.
Innan fárra ára er svo viðkomandi með áunna sykur
sýki með tilheyrandi lífsgæðaskerðingu og kostnaði
fyrir kerfið.
Í raun má segja að foreldri sem nærir barn óhóflega
á sykri eða temur því ekki heilbrigðar neysluvenjur sé
að vanrækja barnið. Börn sem borða of mikinn hvítan
sykur eru fórnarlömb vanrækslu foreldra sinna. Rétt
eins og börn sem er neitað um svefn eða hreyfingu.
Foreldri sem veit betur en lætur sér fátt um finnast
er komið að efri mörkum gáleysis eða neðri mörkum
ásetnings um að valda barni sínu skaða. Með réttu
mætti spyrja fólk í slíkri stöðu, elskar þú ekki barnið
þitt? Fólk getur ekki borið fyrir sig þekkingarleysi
þegar skaðsemi viðbætts sykurs er annars vegar.
Er æskilegt að ríkisvaldið reyni að hafa áhrif á eftir
spurn eftir vörum með hvítum sykri með lýðheilsu
að markmiði? Er það hlutverk ríkisins að stjórna því
hvað menn borða? Skiptir máli að eiginlegt tjón vegna
heilsubrestsins sem leiðir af sykurneyslunni er hjá
skattgreiðendum því kerfið er fjármagnað með skattfé?
Við þessum spurningum eru ekki einföld svör. Þau
hljóta jafnframt að taka mið af gildismati hvers og eins.
Niðurstöður rannsóknar sem birtust í New England
Journal of Medicine árið 2009 sýndu að verðstýring
með sköttum á sykraðar drykkjarvörur geti haft áhrif
til að minnka neyslu. Hinn 1. janúar 2015 voru vöru
gjöld á sykruðum mat felld niður hér á landi en á sama
tíma var virðisaukaskattur á mat og þar með sælgæti
hækkaður úr sjö prósentum í ellefu. Sértæk skatt
lagning er ekki af hinu góða og einfalt og fyrirsjáanlegt
skattkerfi er eftirsóknarvert. Hins vegar má velta fyrir
sér hvort rétt sé að beita skattlagningarheimildum til
að skapa hvata fyrir fólk til að draga úr sykurneyslu
sérstaklega í ljósi þess hversu ódýr hann er. Til dæmis
með hækkun sykraðrar matvöru í efsta þrep virðis
aukaskatts. Eða með lækkun virðisaukaskatts á mat
sem inniheldur engan sykur. Grænmeti og ávextir
eru nógu dýrir á Íslandi. Það er stundum ódýrara
fyrir neytendur að kaupa Kit Kat og Snickers heldur
en banana og perur. Ávextir og grænmeti bera sömu
skatta og sælgæti. Með þessu sendir ríkisvaldið röng
skilaboð. Þetta er óeðlilegt og þessu þarf að breyta.
Eitrað fyrir
börnum
Börn sem
borða of
mikinn
hvítan sykur
eru fórnar-
lömb van-
rækslu
foreldra
sinna.
6 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R8 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
0
6
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
9
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
0
-C
C
1
0
1
A
3
0
-C
A
D
4
1
A
3
0
-C
9
9
8
1
A
3
0
-C
8
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
9
6
s
_
5
_
8
_
2
0
1
6
_
C
M
Y
K