Fréttablaðið - 05.09.2016, Side 6

Fréttablaðið - 05.09.2016, Side 6
Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Arion banka fá Leikhúskort Þjóðleikhússins á sérstökum kjörum. Kynntu þér málið á arionbanki.is Dýrmæt upplifun á góðu verði Móðir Teresa dýrlingur Frans páfi heilsar safnaðarbörnum sínum undir mynd af Móður Teresu en hún var í gær tekin í dýrlingatölu við hátíðlega athöfn í Páfagarði. Tug- þúsundir voru viðstaddir athöfnina. Móðir Teresa var albönsk, fædd Agnes Gonxha Bojaxhiu, og stofnaði nunnuregluna Trúboðar kærleikans í indversku borginni Kalkútta þar sem hún starfaði til dauðadags árið 1997. Fyrir starf sitt fékk hún friðarverðlaun Nóbels 1979. Nordicphotos/AFp ✿ Kjósendur í þing- kosningaprófkjörum Ár Atkvæði greidd 28. september 1970 9.271 1974 Ekki prófkjör 21. nóvember 1977 9.877 29. október 1979 11.637 29. nóvember 1982 8.155 18. október1986 6.546 26. október 1990 8.480 30. október 1994 7.297 1999 Uppstilling 23. nóvember 2002 7.499 29. október 2006 10.846 14. mars 2009 7.492 25. nóvember 2012 7.546 3.september 2016 3.430 ÞýsKAlAnd Alternative für Deutsc- hland, flokkur þjóðernissinna í Þýska- landi, fékk betri kosningu en Kristi- legir demókratar, flokkur kanslarans Angelu Merkel, í kosningum sam- bandsríkisins Mecklenburg-Vorpom- mern í gær, ef marka má útgönguspár. Búist er við því að AfD hafi fengið um 22 prósent atkvæða, flokkur jafn- aðarmanna um þrjátíu prósent en Kristilegir demókratar tæp tuttugu prósent. Kristilegir demókratar hafa aldrei fengið jafnslæma kosningu í ríkinu. Ríkið er heimaríki Merkel og velta þýskir fjölmiðlar fyrir sér hvort þetta bendi til kosningasigurs AfD í þing- kosningum sem fara fram á næsta ári. Kristilegir demókratar hafa með Jafnaðarmannaflokknum farið með stjórntaumana í Mecklenburg-Vor- pommern síðasta kjörtímabil og því ekki búist við að breyting yrði þar á. Leif-Erik Holm, oddviti AfD í ríkinu, var kátur í samtali við þýska fjölmiðla í gær. „Kannski er þetta upphafið að endalokum kanslaratíðar Angelu Merkel,“ sagði hann. Holm byggði kosningabaráttu sína á andstöðu við flóttamannastefnu ríkisstjórnarinnar og telur hann að Þjóðverjar taki á móti of mörgum flóttamönnum. – þea Þjóðernissinnar stærri en Kristilegir demókratar Angela Merkel kanslari Þýska- lands stjórnmÁl Það er viðbúið að kosn- ingaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sæt- unum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benedikts- son sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykja- vík kusu 3.430. Þetta er versta kjör- sókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríf- lega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012. „Það sem af er undirbúningi þess- ara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjör- sókn sambærileg í prófkjörum ann- arra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórn- málaáhugi fólks í bland við minnk- andi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósenni- legt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu sam- hengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nor- dal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu pró- sentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunn- arsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afger- andi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. johannoli@frettabladid.is Líklega dræm kjörsókn í haust Fáir hafa tekið þátt í þeim prófkjörum sem lokið er. Vísbending um það sem koma skal, að mati prófessors. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram. Grétar Þór Eysteins- son, prófessor við HA 3.430 tóku þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í borginni. 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á n U d A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 0 5 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 7 5 -9 E 4 C 1 A 7 5 -9 D 1 0 1 A 7 5 -9 B D 4 1 A 7 5 -9 A 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.