Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 2

Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 2
Veður Suðaustlæg átt í dag, um 5-13 m/s. Rigning sunnan og vestan til á landinu, en skýjað með köflum og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Milt í veðri. sjá síðu 40 ER SKÍÐAFRÍIÐ KLÁRT? Allt að seljast upp! Örfá sæti laus á nokkrum dagsetningum. Nánar á www.vita.is/skidi fólk „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpavík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Holly- wood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar í Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar á Djúpavík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heima- mönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur. – gar Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum sínum við kvikmynda- gerðarfólk á Djúpavík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi. Ég var í fullum rétti Mikil umræða varð í athugasemda- kerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðs- ins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslend- ingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lög- birtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“ Jón Halldórsson í athugsemdakerfi Vísis Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í gær, í síðasta sinn fyrir alþingiskosningar. Fundurinn var fyrsti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannes- sonar sem tók við embætti forseta 1. ágúst. Kosið verður eftir viku og samkvæmt niðurstöðum kannana er stjórnin kolfallin. Fréttablaðið/Eyþór Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Jón Halldórsson, landpóstur Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpavík. Fyrsti ríkisráðsfundur Guðna umhverfismál Á síðasta aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var undirrituð viljayfirlýsing um fimm ára stuðning ríkisins við Kötlu jarðvang (Katla UNESCO Glo- bal Geopark). Forsætisráðuneytið, í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar, mun beita sér fyrir 20 milljóna króna fjárframlagi úr ríkissjóði á ári í fimm ár. Með slíku fjármagni má ráða tvo starfsmenn og styrkja þannig rekstur og starfsemi jarð- vangsins. Í dag er um eitt stöðugildi sem sinnir starfseminni á kostnað sveitarfélaganna. Katla jarðvangur (Katla Geo- park) var stofnaður sem sjálfs- eignarstofnun 2010 að frum- kvæði Háskólafélags Suðurlands og sveitar félaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftár- hrepps. Jarðvangar eru svæði sem hafa að geyma jarðminjar á heims- mælikvarða og er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. – shá Jarðvangur styrktur Fjölmargar náttúruperlur eru innan jarðvangsins. Fréttablaðið/PJEtur reykjavík Reykjavíkurborg hefur keypt tvær eignarlóðir, aðra með sumarhúsi og geymsluskúr, við Ell- iðavatn. Samkvæmt svari frá Reykjavíkur- borg er stefnt að því að í framtíðinni geti orðið þarna útivistarsvæði. Líklegt er að húsin verði rifin eftir afhendingu. Lóðirnar sem eru við Suðurlandsveg eru 4.045 fermetrar að stærð. Þær eru þaktar miklum gróðri og eru á fögrum útsýnisstað. Kaupverð er 17,7 milljónir króna fyrir eignarlóðina með sumar- húsinu og geymsluskúrnum og 6,5 milljónir fyrir hina eignar lóðina. – sg Borgin kaupir sumarhús 24,2 milljónir er samanlagt kaupverð lóðanna. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 6 -F 9 C 4 1 B 0 6 -F 8 8 8 1 B 0 6 -F 7 4 C 1 B 0 6 -F 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.