Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 2
Veður
Suðaustlæg átt í dag, um 5-13 m/s.
Rigning sunnan og vestan til á landinu,
en skýjað með köflum og úrkomulítið
um landið norðaustanvert. Milt í veðri.
sjá síðu 40
ER SKÍÐAFRÍIÐ KLÁRT?
Allt að seljast upp! Örfá sæti laus á
nokkrum dagsetningum.
Nánar á www.vita.is/skidi
fólk „Þessi skrif eru komin út um
allan heim og ég hef varla fengið
frið síðan,“ segir Jón Halldórsson,
landpóstur og ljósmyndari, sem
birti myndir úr Djúpavík á meðan
kvikmyndagerðarfólk við Holly-
wood-myndina Justice League var
þar á svæðinu.
Eins og fram hefur komið í Frétta-
blaðinu fékk Jón harða gagnrýni,
meðal annars frá aðalvarðstjóra
lögreglunnar í Hólmavík, fyrir að
hafa tekið myndirnar á Djúpavík
og birt á bloggsíðu sinni. Jón var
sagður vera að skemma fyrir heima-
mönnum sem vildu gjarnan geta
fengið fleiri slík verkefni á Strandir.
Hann segir þessa gagnrýni ekki eins
útbreidda og sumir vilji vera láta.
„Þetta kvikmyndafólk sagði út
um allan heim að allir í Árneshreppi
hefðu haft samband við mig og beðið
mig að taka út þessar myndir. Það er
ekki rétt. Það hafði enginn sem á
heima þarna fyrir norðan samband
við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón.
Eini maðurinn sem hafi beðið um
slíkt hafi verið maður sem fór fyrir
öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu.
„Löggan hefur ekki haft samband
við mig en ég sá hvað varðstjórinn
sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta
væri óheppilegt. En á sama tíma og
ég var þarna voru tugir manna að
taka myndir út um bílgluggana. Ég
er einhver meiri ógn en allir hinir.
Það skil ég ekki. Í mínum huga er
þetta bara stormur í vatnsglasi,“
segir Jón landpóstur. – gar
Jón fær varla frið eftir
samstuðið við Batman
Jón Halldórsson landpóstur segir fréttir af samskiptum sínum við kvikmynda-
gerðarfólk á Djúpavík komnar út um allan heim. Jón var gagnrýndur fyrir að
virða ekki myndabann á tökustað en segir þá gagnrýni vera storm í vatnsglasi.
Ég var í fullum rétti
Mikil umræða varð í athugasemda-
kerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðs-
ins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn
við Batmanmynd. Jón bar þar hönd
fyrir höfuð sér.
„Ég sem heimamaður hér á
Ströndum og 100 prósent Íslend-
ingur og áhugamaður um að taka
skammlausar myndir hátt í 40 ár tel
mig vita hvað má og hvað ekki má.
Ef á að banna myndatökur svo sem
þessum í Reykjarfirði þá er það ekki
hægt nema með lögregluvaldi og
reglugerð sem hefur verið birt í Lög-
birtingarblaðinu. Það var ekki gert
og það er bara ekki hægt að rakka
mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra
mistaka. Ég var í fullum rétti sem
fullvalda íslenskur þegn þarna að
taka myndir af fallegri sveit sem ég
og örugglega allir í heiminum elska
alveg í tætlur.“
Jón Halldórsson
í athugsemdakerfi Vísis
Ríkisráðsfundur var haldinn á Bessastöðum í gær, í síðasta sinn fyrir alþingiskosningar. Fundurinn var fyrsti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannes-
sonar sem tók við embætti forseta 1. ágúst. Kosið verður eftir viku og samkvæmt niðurstöðum kannana er stjórnin kolfallin. Fréttablaðið/Eyþór
Ég er einhver meiri
ógn en allir hinir.
Það skil ég ekki.
Jón Halldórsson, landpóstur
Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpavík.
Fyrsti ríkisráðsfundur Guðna
umhverfismál Á síðasta aðalfundi
Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
(SASS) var undirrituð viljayfirlýsing
um fimm ára stuðning ríkisins við
Kötlu jarðvang (Katla UNESCO Glo-
bal Geopark).
Forsætisráðuneytið, í samræmi
við samþykkt ríkisstjórnar, mun
beita sér fyrir 20 milljóna króna
fjárframlagi úr ríkissjóði á ári í
fimm ár. Með slíku fjármagni má
ráða tvo starfsmenn og styrkja
þannig rekstur og starfsemi jarð-
vangsins. Í dag er um eitt stöðugildi
sem sinnir starfseminni á kostnað
sveitarfélaganna.
Katla jarðvangur (Katla Geo-
park) var stofnaður sem sjálfs-
eignarstofnun 2010 að frum-
kvæði Háskólafélags Suðurlands
og sveitar félaganna Rangárþings
eystra, Mýrdalshrepps og Skaftár-
hrepps. Jarðvangar eru svæði sem
hafa að geyma jarðminjar á heims-
mælikvarða og er ætlað að stuðla að
sjálfbærri nýtingu þeirra. – shá
Jarðvangur styrktur
Fjölmargar náttúruperlur eru innan jarðvangsins. Fréttablaðið/PJEtur
reykjavík Reykjavíkurborg hefur
keypt tvær eignarlóðir, aðra með
sumarhúsi og geymsluskúr, við Ell-
iðavatn.
Samkvæmt svari frá Reykjavíkur-
borg er stefnt að því að í framtíðinni
geti orðið þarna útivistarsvæði.
Líklegt er að húsin verði rifin
eftir afhendingu. Lóðirnar sem
eru við Suðurlandsveg eru 4.045
fermetrar að stærð. Þær eru þaktar
miklum gróðri og eru á fögrum
útsýnisstað.
Kaupverð er 17,7 milljónir króna
fyrir eignarlóðina með sumar-
húsinu og geymsluskúrnum og 6,5
milljónir fyrir hina eignar lóðina. – sg
Borgin kaupir
sumarhús
24,2
milljónir er samanlagt
kaupverð lóðanna.
2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
0
6
-F
9
C
4
1
B
0
6
-F
8
8
8
1
B
0
6
-F
7
4
C
1
B
0
6
-F
6
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
0
4
s
_
2
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K