Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 10
viðskipti Staðan á fasteignamark- aði á Suðurnesjum hefur gjörbreyst á stuttum tíma en eftirspurn er nú meiri en framboð. Frágengnir kaup- samningar á fyrstu níu mánuðum ársins eru helmingi fleiri en allt árið 2013. Á sama tíma er fordæma- lausri fjölgun starfa spáð á svæðinu á næstu árum og áratugum, með fyrirsjáanlegum þrýstingi á fast- eignamarkaðinn. Eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir helgi er því spáð að fjölgun starfa á Keflavíkurflugvelli næstu tvo áratugina jafngildi að meðal- tali einu álveri árlega – eða rúmlega 400 manns. Rætist þessi spá verður það gríðarlega flókið verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, og landsmenn alla, að mæta þeirri fólksfjölgun sem um ræðir og er án fordæma, eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, benti á. Í greiningu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sem kynnt var á mánudag, er bent á ýmsar ástæður og skýringar sem þessu tengjast. Fyrir það fyrsta hefur fólksfjölgun hvergi verið meiri en á Suðurnesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. „Þessi mikla fólksfjölg- un síðastliðin tíu ár á Suðurnesjum skýrist einna helst af uppbyggingu í Innri-Njarðvík og nýrri íbúðabyggð á Varnarstöðinni, erlendu vinnu- afli og auknum fólksflutningum af höfuðborgarsvæðinu vegna ódýrara íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum,“ segir þar. Þar segir einnig að laun hafi hækkað á bilinu tíu til 22 prósent eftir landshlutum frá 2010 og hefur mesta launahækkunin átt sér stað á Suðurnesjum, eða 22 prósent, en þar á eftir kemur höfuðborgar- svæðið með sautján prósent. Sé launaþróun á Suðurnesjum skoðuð í samhengi við þróun á íbúðaverði sést að laun hafa hækkað 29 pró- sentustigum umfram íbúðaverð, segir í greiningunni. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir þróunina á Suðurnesjum sérstak- lega áhugaverða í því ljósi að svæð- ið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á nokkurra ára tímabili – frá mesta atvinnuleysi á lands- vísu eftir hrun, yfir í blómstrandi ferðaþjónustu dagsins í dag með til- heyrandi uppbyggingu. „Nú bregður svo við að hverfandi atvinnuleysi er á svæðinu og innflutningur á vinnuafli töluvert mikill. Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp og ljóst að fasteigna- markaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði,“ segir Ingólfur og bætir við að sérstaðan sé ekki síst sú að þrýst- ingur á fasteignamarkaðinn kemur frá auknu vinnuafli á svæðinu, en minna frá ferðamanninum beint sjálfum eins og í Reykjavík þar sem rúmlega þrjú þúsund eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst.  svavar@frettabladid.is Fordæmalausri fjölgun er spáð Eftirspurn á fasteignamarkaði á Suðurnesjum er meiri en framboð. Helmingi fleiri kaupsamningar hafa verið gerðir það sem af er þessu ári en allt árið 2013. Launin hækkað 29 prósentustigum umfram íbúðaverð. samfélag Alþjóðlegu fyrirtækin Amel Group og Gallani Consultans vilja hefja viðræður við Ísafjarðarbæ um að kaupa af bænum vatn. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að fyrirtækin vilji setja vatnið á skip. „Við setjum þann fyrirvara á þess- ar viðræður að það þurfi að tryggja sjálfbærni fyrir sveitarfélagið og að magnið sé ekki of mikið, þannig að íbúar og fyrirtæki finni ekki fyrir því,“ segir Gísli. Amel Group er kanadískt en Gall- ani Consultans er ráðgjafarfyrirtæki í London. Segir Gísli að bærinn hafi skoðað fyrirtækin og þau séu traustsins verð. „Við erum ekki að gera okkur neinar grillur með þetta en erum opin fyrir viðræðum. Í fyrsta bréfi þeirra töluðu fyrir- tækin um að setja vatnið á stór tankskip en hvort það sé endanlegt markmið veit ég ekki. Þau vilja alla- vega fá vatnsforða til útflutnings,“ segir bæjarstjór- inn. Bærinn þurfi þó að passa að eiga nægt vant fyrir sig. – bbh Erlenda þyrstir í vatn frá Ísafirði Evrópusambandið Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fékk aðeins fimm mínútur til að gera leiðtogum annarra Evrópusam- bandsríkja grein fyrir áformum sínum um útgöngu Bretlands. Á tveggja daga leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel, sem hófst á fimmtudag og lauk í gær, vildu hinir leiðtogarnir lítið ræða við hana um þetta mál. May hafði gert ráð fyrir því að ræða útgöngu Bretlands yfir hádegisverði á fimmtudag, en að sögn breska dagblaðsins The Independent var hún látin bíða þangað til klukkan var orðin eitt. Það var „löngu eftir að þjónarnir voru farnir að bíða eftir því að fá að taka diskana af borðunum“ er haft eftir sjónarvotti á fréttavef The Independent. Þegar hún lauk svo máli sínu eftir fimm mínútur, þá bað enginn hinna leiðtoganna um orðið til að svara henni. Skýringin er sögð sú að form- legar viðræður um útgöngu Breta megi ekki hefjast fyrr en Bretar hafa virkjað 50. grein stofnsáttmála Evr- ópusambandsins með því að óska formlega eftir útgöngu. Það hefur Theresa May sagt að muni gerast í mars á næsta ári. Eftir það tekur við tveggja ára samnings- ferli, þar sem samið verður um skil- mála útgöngunnar. – gb May fékk fimm mínútur til að ræða útgöngu Breta Eftirspurn meiri en framboð l Þinglýstir kaupsamningar íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum voru 361 árið 2013, sýna tölur Þjóðskrár Íslands. l Árið eftir voru þeir 522 og 733 í fyrra. Í lok september í ár voru þeir 723 og útlit fyrir að þeir verði jafnvel yfir þúsund.  l Slá verður þó þann varnagla að Íbúðalánasjóður seldi 106 íbúðir á Suðurnesjum á árinu. Næstu fjögur árin verða til 876 ný störf á ári á Keflavíkurflugvelli – eftirspurn er þegar meiri en framboð á húsnæði á Suðurnesjum. Fréttablaðið/SteFáN theresa May kemur til fundar við aðra leiðtoga eSb í brussel. NordicphotoS/aFp Nú þegar er skortur á húsnæði sem þrýstir verðinu upp, og ljóst að fasteignamarkaðurinn mun ekki halda í við vöxtinn nema talsvert verði byggt af húsnæði. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslands- banka Fólksfjölgun hefur hvergi verið meiri en á Suður- nesjum síðasta áratug, eða 25,6 prósent. Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Max1_BleikaSlaufan_3x19_20150914_END.indd 1 19.9.2016 13:34:36 Við setjum þann fyrirvara á þessar viðræður að það þurfi að tryggja sjálfbærni fyrir sveitarfélagið og að magnið sé ekki of mikið. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Theresa May hefur sagt að Bretar ætli að virkja 50. grein stofnsáttmála Evrópu- sambandsins í mars á næsta ári. Þá fyrst geta formlegar viðræður um útgöngu Breta úr ESB hafist. 2 2 . o k t ó b E r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -3 0 1 4 1 B 0 7 -2 E D 8 1 B 0 7 -2 D 9 C 1 B 0 7 -2 C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.