Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 12

Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 12
Þriðjudaginn 25. október 2016 klukkan 15–17 stendur Umhverfisstofnun fyrir málþingi um mikilvægi samvinnu í málefnum náttúruverndar. Ef þú vilt fara hratt, ferðu einn, ef þú vilt ná árangri, förum við saman. DAGSKRÁ 15:05–15:15 Samtal og samvinna í héraði, störf Önnu Kristínar. Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. 15:20–15:35 Umhverfissamskipti. Brita Berglund umhverfissam- skiptafræðingur. 15:40–15:50 Samvinna um friðlýsingu „í feltinu“. Hákon Ásgeirsson sérfræðingur. 15:55–16:05 Tækifæri í nýjum náttúruverndarlögum. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri. 16:10–16:25 Lýðræði og náttúruvernd. Ólafur Páll Jónsson lektor. 16:30–16:40 Samvinna um stofnun og í starfi Vatnajökulsþjóð- garðs. Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri. 16:40–17:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, ávarp og samantekt. 17:00 Fundarslit og kaffiveitingar. Fundarstjóri verður Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri. Málþingið er haldið í minningu Önnu Kristínar Ólafsdóttur, stjórnsýslufræðings, sem hefði orðið fimmtug á árinu. Yfirskrift málþingsins er „Ef þú vilt fara hratt, ferðu einn, ef þú vilt ná árangri, förum við saman“ en Anna Kristín lagði ríka áherslu á markvisst samstarf við verndun svæða. Málþingið fer fram í salnum Gullteigi B á Grand Hóteli. SAMVINNA TIL ÁRANGURS - Í NÁTTÚRUVERND StjórnSýSla „Það er einfaldlega þannig að það er ráðherra sem skipar í stjórnina. Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálg- un og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Án þess að það sé neitt að því fólki. Það er ágætt að breyta til,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, um þá ákvörðun sína að skipta um þrjá stjórnarmenn í Matís, aðeins ellefu dögum fyrir kosningar. Gunnar Bragi segir eina ástæðu mannabreytinganna þá að hann hafi viljað laga kynjahlutföll í stjórninni. Meðal nýrra stjórnar- manna í Matís er Sunna Gunnars Marteinsdóttir, sem hefur starfað sem aðstoðarmaður Gunnars Braga í rúm þrjú ár, og er mágkona Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og for- manns Framsóknarflokksins. „Það er alls ekkert óeðlilegt að skipa aðstoðarmann sinn í stjórn félags ef viðkomandi er eins og Sunna. Hún er vel menntuð, með góða reynslu af stjórnsýslunni, erlendum samskiptum og hinu og þessu,“ segir Gunnar Bragi um ráðn- inguna. Ásamt Sunnu var Viggó Jónsson einnig skipaður í stjórnina. Hann hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarð- ar fyrir hönd Framsóknarflokksins síðan árið 2010 en hann á einnig sæti sem varamaður í stjórn Kaupfélags Skagafjarðar. Spurður út í skipun Viggós segir Gunnar Bragi hann vel hæfan. „Hann er einhvers konar raf- magnsfræðingur, minnir mig. Auk þess hefur hann mikla reynslu af atvinnuþróun og af atvinnulífinu.“ – þh Ráðherra segir ekki óeðlilegt að skipa aðstoðarmann ef hann er eins og Sunna umhverfiSmál Magn blábaktería í Mývatni í sumar fór á tímabili vel yfir það magn sem talið er varasamt í leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO). Hins vegar var magn blábaktería mun minna en tvö síðastliðin sumur þegar bakteríurnar hreinlega yfir- tóku lífríkið. Lífríki vatnsins hefur tekið við sér að nokkru leyti. Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ), segir að strax í júní hafi bakteríurnar gert vart við sig í Ytriflóa (norðurhluta Mývatns) og blóminn hafi ekkert látið á sér kræla í Syðriflóa fyrr en óvenju seint. Um miðjan ágúst náði hann þangað. Í byrjun sept- ember hafi hann þó rokið upp og mælingar í útfalli Laxár hafi farið yfir 60 [míkró grömm af blaðgrænu í hverjum lítra vatns] þegar mest var. Tölur yfir 50 er talið varasamt í leiðbeiningum WHO. Árni segir að mörkin sem WHO setur varði það hvort vatnið geti verið varasamt fyrir heilsu fólks sem baðar sig í vatninu eða drekkur það. Hvorugt eigi þó við í Mývatni í dag. Árni segir að þó mun minna sé af bakteríum í sumar en árin á undan þá breyti það ekki nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Vatnið hafi ekki náð að verða tært í 15 ár og botn- gróður að mestu horfinn þess vegna með neikvæðum áhrifum á lífríkið. „Þegar dregur úr bakteríublóm- anum hjarnar lífríkið við, og það gerðist í sumar. Það voru greinileg batamerki á átu, andarungar kom- ust fleiri á legg og það er að koma upp smásilungur í vatninu aftur,“ segir Árni en segir að hornsílataln- ing sumarsins hafi verið sú lægsta síðan þær rannsóknir hófust 1989. Því hefur þriðja sumarið bæst við þá sögulegu lægð sem hornsílastofninn er í. Til marks um það sást fiskætan toppönd ekki á vatninu í sumar að kalla, en fækkun hennar hefur fylgt hruni hornsílisins. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um sýnir lífríki Mývatns augljós og alkunn merki um ofauðgun. Þau merki fóru að sjást fyrir mörgum árum og talin tengjast athöfnum manna sem hafa breytt næringar- efnaflæði í vatnið. Mývatn er mjög næringarríkt frá náttúrunnar hendi og fræðilega séð getur smá viðbót farið með lífríkið í annan og óæski- legan farveg. Helst hefur verið litið til fráveitumála við Mývatn og nið- urstaða samstarfshóps umhverfis- ráðherra um málefni vatnsins er að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaða- hreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringar- efna í Mývatn. svavar@frettabladid.is Greinileg batamerki sjást á lífríki Mývatns Blábakteríur í Mývatni fóru yfir varúðarmörk WHO í sumar. Magnið var mun minna en tvö síðastliðin sumur. Betri staða í lífríki vatnsins miðað við fyrri ár breytir því ekki að aðgerða er enn þá þörf. Til að mynda í fráveitumálum. Grænum lit slær á Mývatn þegar bakteríurnar ná sér á fullan skrið, eins og hér 5. september í sumar. Mynd/ÁE/RAMÝ fjármál Íslensk heimili greiða lang- minnst fyrir orku- og veituþjónustu á Norðurlöndum. Samanlagt greiða Íslendingar rúmum 400 þúsund krónum minna fyrir kalt og heitt vatn, rafmagn og fráveitu á hverju ári en þar sem þjónustan er dýrust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Þar segir að sé miðað við heildar- reikning fyrir 100 fermetra íbúð og meðalnotkun á ári, greiðir íslenskt heimili um 247.000 krónur fyrir orku- og veituþjónustu. Í Kaup- mannahöfn greiða íbúar í sams konar íbúð 655.000 krónur, sem er hæsta verðið á Norðurlöndunum og tæpum 34 þúsundum meira á mánuði en á Íslandi. Næstmest borga Finnar, eða um 588.000 á ári hverju og Svíar borga 480.000. Orku- og veituþjónusta kostar næstminnst í Noregi, en þar kostar hún 431.000 krónur árlega, sem er þó tæpum 184.000 krónum meira en á Íslandi. Á heildarreikningi heimilanna munar mestu um verð á heitu vatni. Íslendingar greiða langtum minna fyrir það en aðrir íbúar Norður- landa. – shá Íslensk heimili borga minnst fyrir orkuna Þegar dregur úr bakteríublómanum hjarnar lífríkið við, og það gerðist í sumar. Árni Einarsson, forstöðumaður RAMÝ ✿ Orku- og veitukostnaður heimila á norðurlöndum Kaupm. höfn Helsinki Stokk- hólmur Ósló Reykja- vík 600 500 400 300 200 100 0 74 191 296 95 57 85 398 48 64 55 268 44 103 322 48 85 86 Þúsundir króna á ári (ágúst 2016) HEiMiLD: SAMORKA Kalt vatn Heitt vatn Rafmagn Fráveita 26 28 29 Ég taldi rétt að gera þessar breytingar, fá inn fólk með aðra nálgun og sýn en það fólk sem áður sat í stjórninni. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarút- vegs- og landbún- aðarráðherra 2 2 . O k t ó b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -1 C 5 4 1 B 0 7 -1 B 1 8 1 B 0 7 -1 9 D C 1 B 0 7 -1 8 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.