Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 16

Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Við Íslendingar teljum okkur vera friðsama þjóð. Við eigum þó okkar eigið framlag til vopnabúrs veraldarinnar. Nú þegar vika er til kosninga má velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á að munda það á nýjan leik. Í kálgörðum bænda Um aldamótin 1900 birtust við strendur Íslands risastór erlend skip úr stáli sem voru knúin áfram af gufuafli. Þetta voru mikil ferlíki í samanburði við litlu fiskibátana sem Íslendingar notuðust við. Um var að ræða breska togara. Þeir ruddust inn á fiskimiðin með botnvörpur – netpoka sem dragast eftir sjávarbotni og hreinsa upp allan fisk eins og ryksugur – eftir að hafa gert út af við þorskstofninn við eigin strendur. Ágangur þessara erlendu togskipa var svo mikill að Íslendingar höfðu á orði að við lægi að togararnir toguðu uppi í kálgörðum bænda. Árið 1905 eignuðust Íslendingar sinn fyrsta togara. Togaraflotinn óx hratt og á fyrstu þremur áratugum 20. aldar fimmfaldaðist fiskafli Íslendinga. Fiskveiðar voru kraftaverkið sem kippti Íslandi loks út úr hinum myrku miðöldum inn í nútímann. Fiskveiðar voru undirstaðan að efnahag landsins og nýfengnum auð- æfum þess. Landsmenn voru staðráðnir í að leyfa engum að ógna helsta lífsviðurværi sínu. Á árunum 1958-1976 háðu Íslendingar þrjú þorska- stríð, aðallega við Breta. Það var í stríðinu um þann gula sem fyrsta íslenska vopnið varð til. Sigur unninn, eða hvað? Togvíraklippurnar voru vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum. Þær voru hugmynd Péturs Sigurðs- sonar, þáverandi forstjóra Gæslunnar, og var þeim beitt á árunum 1972 til 1976. Hönnunin var einföld: Klipp- urnar voru eins og ankeri í laginu en voru í raun fjórir hnífar. Hnífarnir héngu aftan í varðskipunum og skáru á togvírana sem drógu upp botnvörpur togaranna. Þannig glataðist bæði veiðarfærið og aflinn sem fékk bresku útgerðarfélögin til að hugsa sig tvisvar um áður en þau sendu skip sín aftur á Íslandsmið. Með aðstoð togvíraklippanna höfðu Íslendingar betur í þorskastríðunum gegn Bretum. Auðæfum lands og þjóðar var borgið. Eða hvað? Pólitísk botnvarpa Fyrir viku mátti lesa í Fréttablaðinu viðtal við formenn fjögurra stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis; Sjálfstæðisflokks, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar. Voru þeir spurðir að því hvað þeim fyndist um kvótakerfið. Flestir virtust formennirnir sammála um að landsmenn nytu ekki nægjanlega góðs af auðlindinni sem fiskurinn er og vildu þeir breytingu þar á. Einn skar sig hins vegar úr. Um kvótakerfið hafði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þetta að segja: „Kerfið okkar skilar gríðarlegum verðmætum og þá eiginleika verðum við að tryggja áfram. Við eigum að taka sanngjarnt gjald af auð- lindinni en ekki margfalda það.“ Sjálfstæðisflokkurinn er eins og pólitísk botnvarpa. Kjörtímabil eftir kjörtímabil ryksugar hann upp verð- mæti íslensks samfélags og færir útvöldum á silfurfati. En nú er mál að linni. Eitt stærsta sanngirnismál komandi kosninga er spurn- ingin um hvað verður um kvótakerfið; hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta arð af auðlindinni. Íslendingar háðu þrjú „stríð“ um fiskinn í hafinu kringum landið. Það er komið að því fjórða. Flestir flokkanna sem eru í framboði til Alþingis aðrir en núverandi stjórnarflokkar hafa breytingar á kvóta- kerfinu á stefnuskrá sinni. Fjórða þorskastríðið fer fram í kjörklefunum um næstu helgi. Tökum fram togvíraklipp- urnar og klippum á vírinn sem gerir Sjálfstæðisflokknum og meðreiðarflokki hans kleift að fara með auðæfi landsmanna sem auðæfi sín. Það er löngu orðið tíma- bært að allir njóti góðs af þjóðareigninni en ekki aðeins fáir. Kjósum með okkur sjálfum næstkomandi laugardag – annars hefðum við alveg eins getað látið Bretum eftir fiskimiðin. Íslensk vopn í yfirstandandi stríði Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2017 Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2017 verður dagana 1.- 30. nóvember nk. Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 514 7500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@mms.is Starfsfólk Menntamálastofnunar Þekkið þið einhvern, einhvers- staðar? er spurt. Á mánudaginn er kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur í fertugasta og fyrsta sinn. Af því tilefni biðja leikskóla-kennarar í leikskólum landsins foreldra um að sækja börnin sín eilítið fyrr svo að kennararnir geti komið saman á baráttufundum. Kannski finnst mörgum foreldrum það hálfgerð kvöð og jafnvel óþægindi að trufla þurfi daginn hjá þeim með þessum hætti. Hvað eru þessir leikskólakennarar alltaf að vilja upp á dekk? Ekki nóg með að oft og tíðum þurfi að sækja börnin fyrr vegna manneklu og eilífra starfsdaga, þá á nú að slíta sundur vinnudag foreldranna í enn eitt skiptið með tilheyrandi óþægindum fyrir vinnustaði og atvinnurekendur. Leikskólakennarar hafa hins vegar góðar ástæður til að koma saman á baráttufundum. Laun og aðbún- aður allur er samfélagi okkar því miður til skammar. Á sama tíma eru gerðar sífellt strangari kröfur um háskólamenntun og sérfræðiþekkingu. Er nema furða að leikskólastjórar eigi það til að auglýsa eftir starfs- kröftum á foreldrafundum. Þekkið þið einhvern, einhvers staðar? er spurt. Á sama tíma gera foreldrar sífellt meiri kröfur til fólksins sem að stórum hluta sér um uppeldi barna þeirra. Á foreldrafundum er kvartað undan því að ekki berist nægar upplýsingar úr starfinu heim til foreldranna, kennararnir eru gagnrýndir fyrir að til- kynna ekki um starfsdaga með nægjanlegum fyrirvara og jafnvel skammaðir fyrir að taka ekki nógu margar myndir af krökkunum. Þetta bætist við álagið sem fylgir starfinu. Allir foreldrar vita að barnauppeldi er ekki eilífur dans á rósum. Ímyndið ykkur að börnin væru ekki þrjú heldur þrjátíu. Álagið á leikskólakennurum er meira en í flestum öðrum störfum. Einstæðir foreldrar greiða nú um 15 þúsund krónur á mánuði fyrir heilan dag á leikskóla. Foreldrar í sam- búð ríflega það. Á sama tíma byrja grunnlaun leik- skólakennara og leiðbeinenda í réttum þrjú hundruð þúsund krónum. Mikið vantar á að endar nái saman. Engan skyldi því undra að sífellt færri vilji gegna starfinu. Laun eru lág og starfsskilyrði erfið. Foreldrar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir gagnrýna leikskólakennara barna sinna. Í þeirra tilviki er langt í frá að laun endurspegli ábyrgð. Er eitthvað að því að spyrja hvort ekki sé rétt að foreldrar greiði meira fyrir þjónustuna? Þá fyrst væri hægt að hækka laun, bæta aðstöðu og aðbúnað og gera kröfur til kennaranna. Ef borgaryfirvöld hafa ekki hugrekki eða vilja til þess ættu aflögufærir foreldrar einfaldlega að taka höndum saman. Rétta hjálparhönd í manneklu, og sjá til þess með samskotum að börnin hafi leikföng og með því. Í leikskólum landsins er unnið frábært starf, en þar eins og annars staðar sannast, að það er ekki hægt að ætlast til að fá allt fyrir ekkert. Allt fyrir ekkert 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 6 -F 4 D 4 1 B 0 6 -F 3 9 8 1 B 0 6 -F 2 5 C 1 B 0 6 -F 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.