Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 20
Vikunámskeið 6.-13. nóvember Úr fjötrum kvíðans Kvíði er eðlileg mannleg tilfinning sem knýr okkur til að vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yfirvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíðaviðbragðið of virkt, þ.e. hættuástandið er ofmetið og manneskjan finnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Markmið námskeiðsins er að draga úr einkennum, auka skilning á kvíða, læra að beita eigin hugsunum til að líða betur og róa hugann. Verð 154.000 kr. á mann 146.300 kr. á mann í tvíbýli - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Námskeið 6.-13. nóvember Nú standa yfir vetrarfrí í grunn- skólum borgarinnar og víða um land. Af því tilefni bjóða frístunda- miðstöðvar og menningarstofnanir upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjöl- skylduna. Í Reykjavík er til dæmis ókeypis inn á söfn borgarinnar fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Þá bjóða frístundamiðstöðvar, sund- Gott að taka sér frí frá daglegri rútínu Margt er í boði fyrir börn og fjölskyldur í vetrarfríi sem nú stendur yfir í grunnskólum borgarinnar. Barnasálfræð- ingur segir mikilvægt að gefa huganum frí frá daglegu amstri. Þannig verði samverustundirnar betri. Gunnar Páll ráðleggur foreldrum að taka sér frí frá daglegu amstri til þess að gera sam- verustundir með börnum betri. Gefa huganum frí og heimilisverkum líka. Hungurleikar voru haldnir á Klambra túni í vikunni og nutu krakkarnir sín vel. Myndir/Ernir laugar, bókasöfn og menningar- stofnanir upp á ýmsa skemmtun fyrir fjölskylduna. Gunnar Páll Leifsson barnasál- fræðingur segir lykilinn að góðri samveru að kúpla sig út úr daglegri rútínu. „Margir foreldrar geta ekki leyft sér að taka frí frá vinnu, þá er lítið annað að gera en að gera það besta úr stöðunni. Það gerir meira úr samverunni til dæmis að taka frí frá daglegri rútínu,“ segir hann. „Það er gott að fara eitthvað út af heimilinu. Þannig að hugurinn sé ekki við þvottinn, matargerðina og þannig lagað. Það er gott að gefa huganum frí frá amstrinu,“ segir Gunnar og leggur til ferð í sumar- bústað, fjöruna eða í bæinn. „Ekki í búðir eða til að sinna einhverju sem þarf að gera,“ segir hann. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarformaður Bjartrar framtíð- ar, reynir að gleyma daglegu amstri og ætlar að njóta borgarinnar í vetrarfríi. „Þar sem ég er í framboði er nokkuð augljóst að það er ekki mjög viðamikil dagskrá í vetrar fríinu þetta árið,“ segir Eva sem er á leið í Nexus að kaupa skemmtilegt spil fyrir fjölskylduna. „Við ætlum að njóta borgarinnar, fá okkur ís, fara út að borða og kannski í bíó og spila. Við förum á bókasafn og reynum að fara í fjöruferð á milli þess sem ég hoppa frá og sinni kosningaundir- búningi,“ segir hún. Hildur Knútsdóttir rithöfundur skrifaði bókina Vetrarfrí sem kom út á síðasta ári. Bókin fjallar um óhugnanlega framvindu í vetrarfríi unglinga, en hverju skyldi Hildur taka upp á í vetrarfríinu með eigin fjölskyldu? Varla nokkru óhugnan- legu? „Börnin mín eru í leikskóla svo það er ekkert vetrarfrí. En þessu er stillt saman, svo það var starfs- dagur í gær. Ég er á fullu í kosn- ingabaráttu. Stend einmitt núna þegar ég tala við þig í Kringlunni að afhenda kosningabæklinga,“ segir Hildur sem hefur greinilega nóg fyrir stafni enda hittir vetrarfríið á heldur annasaman tíma í þjóðlífinu. kristjanabjorg@frettabladid.is 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r20 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -1 7 6 4 1 B 0 7 -1 6 2 8 1 B 0 7 -1 4 E C 1 B 0 7 -1 3 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.