Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.10.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.10.2016, Qupperneq 22
S igríður Soffía Níelsdóttir, dansari og danshöfundur, setur upp dansleikhúsið FUBAR í Gamla bíói. Verkið, sem er styrkt af Menningarsjóði VÍB og Reykjavíkurborg, er afar persónu- legt og kveikjan er upplifun hennar af hryðjuverkunum í París í nóvem- ber 2015. Þar var hún stödd í návígi við hryðjuverkin og óttaðist um líf sitt og dóttur sinnar. Í verkinu vinnur hún út frá skynjun á tíma og segir sögur, bæði frá París og hvers- deginum. Heiti dansverks Siggu Soffíu, FUBAR, er vel þekkt slangur banda- rískra hermanna og lýsing á aðstæð- um á vígvellinum yfir eitthvað svo fáránlegt að orð fá ekki lýst. Verkið er unnið út frá skynjun á tíma. Tilfinningum tengdum tíma sem Sigga Soffía fann fyrir í hryðju- verkaárásunum í París nóvember 2015 þar sem hún var stödd með kærasta sínum og fimmtán mánaða gamalli dóttur. „Maður dettur inn í tómarúm þar sem ríkir skelfing. Þegar eitthvað hendir sem er frávik frá því hvernig við lifum lífinu annars, þá finnum við fyrir tímanum á mismunandi hátt,“ segir hún og segir verkið persónulegt. Þótt það fjalli ekki að meginþræði um hryðjuverkin í París þá sé kveikjan að því upplifun hennar þar. Verkið er dansverk og það er mikill dans í því að hennar sögn. Frá „floor work“ til klassísks ball- etts. „Mig langaði að skoða tilfinn- ingaleg áhrif á hreyfingu. Hvernig sama hreyfing getur þýtt allt annað þegar tilfinningin er önnur,“ segir Sigga Soffía. Veik í París Sigga Soffía og fjölskylda dvöldu á hóteli um fjögur 400 metra frá kambódískum veitingastað þar sem hryðjuverk voru framin og 400 metra frá Bataclan-tónleika- staðnum í hina áttina. „Ég var veik þennan dag sem árásirnar voru gerðar, ég hafði nýverið lokið við verk og ég veikist alltaf þegar slíkum álagstíma lýkur. Þannig að eins og vanalega var ég hundveik, komin með þrjátíu og níu stiga hita í flugvélinni. Ég píndi mig samt út á föstudeginum, en líð- anin var svo slæm um kvöldið að ég treysti mér ekki út. Sem er eins gott því áður ætluðum við út að borða í námunda við kambódíska staðinn. Maðurinn minn fór út og náði í mat handa okkur, 20 metra frá staðnum. Þegar hann kemur aftur til baka á hótelið með matinn þá byrjar skot- hríðin,“ segir Sigga Soffía. Útgöngubann Sigga Soffía og kærastinn hennar, Marínó Thorlacius, höfðust við í hótelherberginu næstu tvo daga og fylgdust með fréttum nánast allan sólarhringinn. „Fyrir utan hótel- veggina sveimuðu þyrlur og sírenu- vælið var stanslaust. Fólk var hrætt við fleiri árásir. Það hefur ekki verið útgöngubann í París síðan í seinni heimsstyrjöldinni svo þetta var sérstök upplifun, Það mátti enginn fara út. Anddyri hótelsins var fullt af fólki sem leitaði sér skjóls af göt- unni, þetta var algjörlega hræðilegt. Allt var lokað.“ Fólki í París var tilkynnt að það þyrfti ekki endilega að mæta til vinnu. Í borginni var lýst yfir hættu- ástandi. „Það voru endalausar fréttir af mögulegum árásum í kjölfarið en á þriðja degi þá var fólk farið að fara út. Það færðist líf á götur borgarinn- ar,“ segir Sigga Soffía, sem segir þau hafa ákveðið að fara út og freista þess að fá sér að borða. Földu sig í verslun „Við ákváðum að hafa allan vara á okkur og drífa okkur til baka fyrir myrkur því okkur fannst óþægi- legt að vera á ferli. En þá lendum við allt í einu í því að vera í miðju hundrað manna hóps sem hleyp- ur öskrandi að það sé að koma maður í sprengjuvesti með riffil að sprengja sig í loft upp. Ég var með dóttur mína í kerru og kærastann „Þegar eitthvað hendir sem er frávik frá því hvernig við lifum lífinu annars þá finnum við fyrir tímanum á mismunandi hátt,“ segir Sigga Soffía og segir verkið persónulegt. Þótt það fjalli ekki að meginþræði um hryðjuverkin í París þá sé kveikjan að því upplifun hennar. Mynd/Marino ThorlaciuS við hlið mér. Við hlupum til að bjarga lífi okkar. Svo endum við í einhverri fataverslun með fjöru- tíu öskrandi og grátandi ferðamönnum. Það var búið að slökkva ljósin, búðarkonan trylltist og það eina sem var á milli okkar og mannsins sem við héldum að stæði fyrir utan með riffil og í sprengju- vesti var glerveggur. Það var helst á þessari stundu sem við Marínó skynjuðum tímann mismunandi. Ég trúði því að við hefðum verið í felum í búðinni í 3-5 mínútur en Marínó telur að það hafi verið allt að hálftími. Hvorugt okkar gerir sér grein fyrir því hvernig tíminn raunverulega leið. Á meðan við földum okkur þarna hugsaði ég mest um hvernig ég gæti skýlt dóttur minni fyrir riffilkúlu. Ég var að reyna að setja mjaðmagrindina á mér fyrir hana því ég ímyndaði mér að þannig færi kúlan ekki í gegnum mig og í hana. Ég var komin í mjög Óður til lífsins Sigríður Soffía Níelsdóttir, dansari og dans- höfundur, setur upp dansleikhúsið FUBAR í Gamla bíói. Verkið er afar persónulegt og kveikjan er upplifun hennar af hryðjuverkun- um í París í nóvember 2015. Þar var hún stödd með fjölskyldu sinni í návígi við hryðjuverkin.   Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég var með dóttur míNa í kerru og kæraStaNN við hlið mÉr. við hlupum til að bjarga lífi okkar. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r22 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -2 B 2 4 1 B 0 7 -2 9 E 8 1 B 0 7 -2 8 A C 1 B 0 7 -2 7 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.