Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 24
úthugsaðar pælingar um það hvern- ig ég ætti að bjarga lífi barnsins míns,“ segir hún frá. Ógnin var flugeldur „Okkur leið eins og okkur hefði verið stillt upp við aftökuvegg. Með einu skoti hefði hryðjuverkamaður- inn getað komist inn til okkar. Við ákváðum að fara út um bakútgang. Fólki í versluninni fannst við brjál- uð. En við vildum ekki bíða eftir því að vera tekin af lífi. Maðurinn minn tók dóttur okkar undir hand- legginn og við fórum út. Allar götur voru tómar og einu hljóðin ómur af þyrlum sem nálguðust,“ segir hún. „Það er erfitt að útskýra það hvernig andrúmsloftið var þarna, þetta hljómar eins og handrit að einhverri ýktri bíómynd, ekki raun- veruleikinn minn. Svo eftir að lögreglan og her- inn höfðu grandskoðað svæðið í klukkustund kom tilkynning á BBC um að ekkert hefði gerst og enginn hefði verið þarna. Bara einhver sem kveikti flugelda á Republic-torginu og í framhaldi kom hjörð af fólki hlaupandi inn í hverfið, svo þessi stóra dramatíska lífreynsla mín er í raun sagan um þegar ekkert gerðist.“ Ekki fórnarlamb „Dansverkið fjallar að hluta til um þessa atburði og kveikjan að því er í þessari upplifun. Það fjallar um lífið og alls kyns sögur og tímann. Þessi tilfinning fyrir afstæði tímans sat föst í mér og ég byrjaði að gera texta út frá henni. Ég hef þennan atburð með í verkinu en á mjög abstrakt máta. Ég segi persónulegar sögur af alls kyns hlutum sem ég hef lent í. Ekkert öllum hræðilegum, sumum skemmtilegum, sumum hversdags- legum. Sögurnar innihalda kannski eitthvað sem undirmeðvitundin tengir við þessa tilfinningu. Þetta er persónulegt en á sama tíma er ég ekki fórnarlamb eða þol- andi í þessum aðstæðum. Það er svo auðvelt að láta atburði eins og þessa snúast um sjálfan sig. Við sluppum. Það kom ekkert fyrir okkur. Þarna dó fólk og margir vinir mínir horfðu á fólk deyja. En ég missti ákveðið sakleysi. Núna er ég aldrei beint róleg. Sama hvar ég er. Það að trúa því einlægt að einhver ætli að drepa mig og alla fjölskylduna mína með hríðskotabyssu án þess að við hefðum nokkuð gert hefur ekki sérstaklega góð áhrif á mann. Ég, barnalegi Íslendingurinn, hugsa: Ég hef ekkert gert, af hverju ætti einhver að vilja meiða mig? Ég hef aldrei upplifað það að vera í návígi við hrylling og eðli árásanna að ráðast á svona ólíka staði gerði það að verkum að manni fannst maður hvergi óhultur,“ segir Sigga Soffía. Lífið sem kokteill Verk Siggu Soffíu verður frumsýnt þann 26. október í Gamla bíói. Það er samvinnuverkefni með Jónasi Sen tónlistarmanni, myndlistar- manninum Helga Má Kristinssyni og búningar eru gerðir af tísku- hönnuðinum Hildi Yeoman. „Ég er að gera það sem mér finnst spenn- andi, ég dansa, ég syng, ég segi sögur. Verkið er allt unnið í spuna með Jónasi Sen.“ Aftur að heiti verksins. FUBAR. Hvers vegna þetta heiti? „Það er af því að þetta verk er óður til lífsins og mér finnst lífið vera svo súrrealískt konsept. Lífið býður upp á ömur- legar og æðislegar kringumstæður. Það deyja margir, það fæðast margir. Þessi hringiða sem lífið er, er bæði svo hræðileg og svo falleg. Þetta allt færðu í einum kokkteil sem er fleygt framan í þig. Svo eru allir að reyna að melta þennan tormelta kokkteil. Svo er bara spurning hvernig við spilum úr því,“ segir Sigga Soffía. Líkami þjálfaður til átaka Sigga Soffía hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín. Þjóðin þekkir hana kannski helst fyrir hugvitssam- legar flugeldasýningar sínar á Menn- ingarnóttum Reykjavíkur. Hún útskrifaðist af samtíma- dansbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2009 en á lokaári sínu var hún í skiptinámi við sirkusskólann École Superior des Arts de Circue í Brussel. Sigga Soffía hefur unnið bæði sem dansari og danshöfundur í fjölmörgum uppfærslum bæði hérlendis og erlendis. Verk hennar Svartar fjaðrir opnaði Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Síðasta verk Siggu Soffíu var sett upp í Borgar- leikhúsinu og bar heitið Stjörnu- brim og himinninn kristallast. Í því vann hún einnig með Helga Má og Hildi Yeoman. Æfingaferlið hefur einkennst af líkamlegum átökum. Það er kannski ekki merkilegt fyrir atvinnudansara að lesa slík orð. En fyrir amatör að fylgjast með Siggu Soffíu fleygja sér í gólfið og þekjast út í marblettum er það stórmerkilegt. „Ég byrjaði á því að klæða mig í varnarbúnað, hné- hlífar og sérstaka hanska fyrir kross- ara, brynju og fleira. En svo komst ég að því að líkami minn er þjálfaður til átaka. Ég meiddist eiginlega frekar í öllum þessum varnarbúnaði en án hans,“ segir hún. Fer í krossferð um landið Sigga Soffía dvelur langdvölum á sveitabæ á Vestfjörðum. „Við reynum að vera eins mikið úti í sveit og við getum. Ég vonast til þess að geta verið með dansstúdíó þar,“ segir hún en segist láta sér nægja að dansa heima eða í fjörunni eða hvar sem er á meðan þess nýtur ekki við. „Það má segja að við séum með listrænan búskap, Marínó er ljósmyndari og fer á milli til að sinna verkefnum sínum og þegar ég var að túra um heiminn í dansinum þá fannst mér lítið mál að bæta einu flugi við í rúntinn Bíldu- dalur-Reykjavík-Keflavík. Dansverkið FUBAR ætlar hún með á ferð um landið. „Það er svo mikil synd hvað það hefur verið lítið rennerí af danssýningum á lands- byggðinni. Mig hefur lengi langað til að fara með sýningu hringinn í kringum landið. Ein besta vinkona mín ólst upp á Vopnafirði en hún var ákveðin í að verða ballerína. Engin ballettkennsla var á þeim tíma og höfum við talað um það í mörg ár að í framtíðinni yrði nú að taka hringinn og gefa öllum ungum dansáhugamönnum tækifæri til að sjá það sem er að gerast í senunni í dag. Nú er sá tími kominn, ég lagði drög að krossferð um landið og var svo heppin að komast í samstarf við List fyrir alla,“ segir Sigga Soffía sem mun sýna FUBAR bæði á Egilsstöð- um og Patreksfirði á vegum List fyrir alla og vera með dansvinnusmiðjur fyrir krakka á unglingastigi. Frumsýning á hverju kvöldi Sýningar Siggu Soffíu verða sex talsins í Gamla bíói og eins og áður sagði er dansverkið flutt með Jónasi Sen tón- skáldi. Hana langaði til að gera enn meira úr sýningarkvöldinu og fékk því fleiri listamenn til liðs við sig. „Eftir allar sýningar verður lista- mannaspjall leitt af listamönnum, Stefán Jónsson leikstjóri, Saga Garð- arsdóttir leikkona og fleiri taka þátt. Þá mun Jazzband flytja gjörninginn Compousals undir stjórn Haralds Ægis Guðmundssonar. Hugmyndin er að allar sýningar verði svolítið eins og frumsýning og að fólk geti fengið sér drykk eftir sýningu, spjallað, hlustað á djass eða tekið þátt í spjalli um listina. Það verða sex sýningar í Gamla bíói í október og út nóvember en auk þess verða sýningar á Egilsstöðum, Rifi og á Airwaves,“ segir Sigga Soffía. „Við munum flytja brot úr sýningunni í Kaldalóni þann 2. nóvember og munum einnig spila svona „deleted scenes“. Við erum með nokkur frá- bær lög, sem við urðum því miður að klippa úr sýningunni, sem fá að njóta sín á Airwaves,“ segir hún. Persónulegra verk Spurð um innblástur segist hún drifin áfram af áráttukenndri hegð- un. „Ég er í ákveðnu mynstri. Ég er mjög intensív týpa og kann ekki annað en að sveiflast á milli þess að vera alveg á fullu eða í algjörri lægð og ró. Þetta er áráttukennd hegðun sem er bara persónuleiki minn og ég verð bara að sætta mig við. Í þessu verki er innblásturinn einfaldlega líf mitt og tragíkómískar hliðar þess að vera sviðslistamaður. Ég hef lagt stund á dans og hreyfingu í 23 ár og hef núna frekar mótaðar hug- myndir um hvað mér finnst spenn- andi hreyfiefni og langar til að deila því með persónulegri hætti en ég hef áður gert,“ segir hún frá. Að gleyma stund og stað „Ég er búin að eiga í listrænni krísu en ég held að ég geti ekki verið neitt annað ef ég vil vera hamingjusöm. Listin velur þig. Þannig líður mér. Mér finnst þetta fáránlega skemmti- legt. Ég fæ hamingjutilfinningu af spenningi þegar ég er að búa til nýtt hreyfiefni eða ég fæ hugmynd sem ég framkvæmi. Eða ég næ að skrifa einhvern texta. Ég er mjög oft að yrkja fyrir vestan, þá er ég að hlaupa upp og skrifa upp eitthvert ljóð. Svo er einhver barnsleg gleðitilfinning sem fylgir, sem ég sækist eftir. Ég hef stundum átt erfitt með að finna til- ganginn með öllum þessum tímum í dansstúdíóinu. Það eru svo margir sem hafa skýran tilgang með sinni vinnu, eins og læknar eða lögreglu- menn. Svo gerist svo margt hræði- legt í heiminum að mér hefur oft fundist ég þurfa að leggja allt til hliðar og fara í hjálparstarf eða gera meira gagn. En svo hef ég upplifað dásamlegar stundir sem áhorfandi á dans- og sirkussýningum í Belgíu, þar sem ég hef ekki trúað eigin augum. Horfandi á fólk og verk sem hefur haft svo mikil áhrif á mig að ég hef gleymt bæði stund og stað. Það er hægt að búa til ógleymanlega kvöld- stund og heill salur getur orðið fyrir hughrifum. Mér mun vonandi takast það einhvern tíma. Búa til verk sem lætur klukkutíma líða sem mínútu. Ætli mitt hlutverk sé ekki fólgið í því að ég get gefið fólki frí frá hversdeg- inum, leitt það eitthvað annað.“ Í þessu verki er innblásturinn einfaldlega lÍf mitt og tragÍkómÍskar hliðar þess að vera sviðslistamaður. „Við reynum að vera eins mikið úti í sveit og við getum,“ segir Sigga Soffía. „Það má segja að við séum með listrænan búskap.“ Mynd/MArino ThorLAciuS 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -3 E E 4 1 B 0 7 -3 D A 8 1 B 0 7 -3 C 6 C 1 B 0 7 -3 B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.