Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 26
Kvennafrídagurinn 24. október 1975 varð sögulegur atburður í íslensku þjóðlífi og vakti líka heimsathygli. Karlar sátu eftir á vinnustöðum og margir með börnin með sér. Fyrir daginn hafði verið fjallað um það í blöðum hvort taka ætti laun af konum ef þær legðu niður vinnu þennan dag og sumir vinnuveitendur hótuðu því. Ingibjörg, Guðrún og Silja eru sammála um að það gangi hægt að koma á kjarajafnrétti. FréttablaðIð/GVa Þetta er arðrán Guðrún Margrét Guðmunds- dóttir mannfræðingur Guðrún Margrét segir kom-inn tíma á meira pönk og óhlýðni í baráttunni. „Ef að við gefum okkur að pen- ingar þýði völd og frelsi til athafna, þá bera konur skarðan hlut frá borði á Íslandi, með aðeins 70 prósent af meðaltekjum karla. Þannig er staðan. Ef svo allar mögulegar breytur eru hreinsaðar í burtu stendur a.m.k. 10 prósenta óútskýrður launamunur eftir. Hann byggir á engu öðru en fornu hugarfari um að konur séu minna virði en karlar, þetta er arð- rán og ekkert annað. Ég segi eins og ein klár vinkona mín að konur ættu að fá tvöföld laun í desember til að jafna út skekkjuna. Við erum í mörg ár búin að vera að rjúka úr vinnu þarna í kringum 14.30 til að taka þátt í „Kvennafrí- inu“. Aðgerðin sem var ofurtöff fyrir mörgum árum er nú pínu sorgleg. Hvað eigum við lengi að nota sömu aðferðir án árangurs?“ segir Guðrún og vill gera eitthvað róttækara. „Þó að ég elski mínar konur í kvennahreyfingunni þá hefði ég viljað að við skrópuðum í vinnunni í heilan dag. Eins og 1975. Samfélagið myndi raunverulega finna fyrir því, það væri hægt að greina tapið í hag- tölum því þennan dag er engin fram- leiðsla frá helmingi landsmanna,“ segir hún og vill kalla aðgerðir kvenna eitthvað annað en Kvennafrí. „Það að kalla þetta frí er hálfpart- inn móðgun. Þetta á að vera verkfall og aðgerðir eiga að hafa brodd,“ segir hún ákveðin. 2068? Með þessu áframhaldi þurfa konur að bíða í 52 ár eftir því að fá sömu laun og kjör og karlar. Eða til ársins 2068. Konur hafa aðeins grætt 30 mínútur á 11 árum 2068? Í ár eru konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14.38 mánu- daginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli. Hægt hefur gengið að vinna á launamun kynjanna. Með þessu áframhaldi þurfa konur að bíða í 52 ár eftir að fá sömu laun og sömu kjör og karlar, til ársins 2068. Jöfn kjör Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 14:08 n 2005 14:25 n 2010 14:38 n 2016 29,7% lægri tekjur Meðalatvinnu­ tekjur kvenna eru í dag 70,3% af meðal­ atvinnutekjum karla. Konur eru með 29,7% lægri tekjur að meðal­ tali og hafa unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag kl. 9­17. Því leggja konur sem taka þátt í kvennafríi í ár niður störf kl. 14.38. Konur hafa unnið fyrir sín­ um launum eftir 5 klst. og 38 mínútur 17 9 2016 2010 200 5 Það að kalla Þetta frí er hálfpartinn móðg- un. Þetta á að vera verkfall og aðgerðir eiga að hafa brodd. „Karllægni tilverunnar er normið, eða „default“ hugsunar. Það kom hingað karlmaður fyrir nokkru, Svíi sem hafði séð ljósið. Hann var atvinnurekandi og útskýrði hvernig hann hafði mismunað konum. Það var ekki meðvitað, strákarnir voru meira með honum, honum fannst þeir skemmtilegri og mat vinnu þeirra meira. En svo þegar hann rankaði við sér þá fór hann að átta sig á því hvernig hann hafði hlunn- farið konur, einungis á forsendum kyns,“ segir Guðrún og segir þörf á því að leggja ábyrgð á fólk sem tekur ákvarðanir um laun, biðja það að hætta að gefa sér að það sé sann- gjarnt og vera í staðinn sjálfsgagn- rýnið. „Við erum alin upp í karllægri menningu og sýn okkar á tilveruna því rammskökk. Það er ósköp eðli- legt en við verðum að átta okkur á því,“ segir hún enda geri hún sjálf oft mistök. „Ég sem femínisti geri líka mistök. Læt glepjast, stend mig að því að finnast hávaxinn karl með dimma rödd traustvekjandi, þó hann sé það ekki fyrir fimm aura. Þessi baggi og menningarlega uppeldi fylgir okkur, við verðum að taka mið af því og reyna að afrugla okkur, þetta er orðið svo þreytt,“ leggur Guðrún Margrét áherslu á. Gleðitíðindin segir hún vera þau að ungar stelpur séu ekki svona, eða í miklu minni mæli en konur á hennar aldri. „Þær kaupa þetta ekki. Að karl- ar séu eitthvað merkilegri. Það er það besta,“ segir Guðrún Margrét. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -3 9 F 4 1 B 0 7 -3 8 B 8 1 B 0 7 -3 7 7 C 1 B 0 7 -3 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.