Fréttablaðið - 22.10.2016, Side 38
Helgin hjá Snorra Sigurðssyni
fer að mestu í að skipuleggja þá
næstu en þá heldur Mótettukór
Hallgrímskirkju ásamt Alþjóðlegu
barokksveitinni í Hallgrímskirkju
tvenna tónleika í tilefni af 30 ára
vígsluafmæli kirkjunnar. Tónleik-
arnir eru haldnir í samstarfi við
Listvinafélag Hallgrímskirju.
Snorri starfar sem verkefna-
stjóri í umhverfismálum á um-
hverfis- og skipulagssviði Reykja-
víkurborgar. Hann hefur eðli
málsins samkvæmt mikinn áhuga
á umhverfismálum, skipulagsmál-
um og náttúruvernd en líka fugla-
skoðun, pólitík og dægurmálum.
„Í frístundum horfi ég á og spila
tennis en er svo á kafi í tónlist
og þá aðallega kórtónlist,“ segir
Snorri, sem hefur gegnt starfi for-
manns Mótettukórs Hallgríms-
kirkju síðastliðið ár. „Ég hef verið
í kórnum í samtals sex ár en þó
ekki samfleytt,“ segir Snorri sem
tók pásu á meðan hann stundaði
doktorsnám í New York um fimm
ára skeið. Hann segir virkilega
skemmtilegt að syngja í kór en
ekki síður að taka þátt í skipulagi
verkefna kórsins sem eru jafnan
mörg og stór og þá ekki síst það
sem nú er fram undan.
Aðspurður segist Snorri þó ekki
eingöngu hrifinn af kórtónlist.
„Ég hlusta líka á raftónlist, indí
og popp. Þá finnst mér gaman að
uppgötva nýja íslenska tónlist og
var til dæmis á fínustu tónleikum
á vegum Kíton á Kexi í vikunni.
Þar komu Rósa Guðrún og Myrra
Rós fram en þær eru mjög flottar
tónlistarkonur.“
Þar sem fáir tengja saman bar-
okk og popp kann að koma ein-
hverjum á óvart að upphafsstef
forleiksins að Te Deum, eftir
franska barokkmeistarann M.A.
Charpentier, sem verður flutt á
tónleikunum, er hin heimsþekkta
tónlist sem allir þekkja sem kynn-
ingarstef í útsendingum Eurovisi-
on. „Nú er tækifæri til að heyra
allt verkið sem er mjög hátíðlegt,“
segir Snorri.
Að sögn Snorra eru mikil há-
tíðahöld fram undan hjá kórn-
um og kirkjunni, en fram að því
þarf að hnýta marga lausa enda.
„Á tónleikadagskránni verður
fyrrnefnt verk eftir Charpentier
og Messa nr. 1 í F-dúr eftir Bach.
Barokksveit Hallgrímskirkju, sem
er að mestu skipuð erlendum bar-
okkhljóðfæraleikurum, er vænt-
anleg, en stór hluti af undirbún-
ingnum er að taka á móti henni.
Þá mun einvalalið ungra íslenskra
einsöngvara stíga á svið en allir
hafa þeir tengst listastarfi í Hall-
grímskirkju um árabil.“
Inn á milli hyggst Snorri reyna
að hlaða batteríin. „Það geri ég
helst með því að spila tennis og
fara í góða göngutúra. Ég er líka
mikið matargat og geri gjarnan
vel við mig á því sviði. Svo er líka
eitthvað dásamlegt við að fá sér
ís um helgar og þá helst bragða-
ref með hindberjum og oreo-
kexi. Snorri hefur líka gaman af
því að flakka á milli bara og veit-
ingastaða. „Skrifstofur Reykja-
víkurborgar eru í Borgartúni og
þaðan er stutt að fara á marga
góða staði. Það er mikil gróska í
veitingahúsageiranum og það er
gaman að kíkja á happy hour með
vinnufélögunum og uppgötva nýj-
ungar.“
Eurovision-stEfið
í fullum skrúða
Snorri Sigurðsson, líffræðingur og formaður Mótettukórs
Hallgrímskirkju, mun verja helginni í að undirbúa mikla barokkveislu
sem boðið verður upp á í Hallgrímskirkju um næstu helgi. Hann hleður
batteríin með því að spila tennis og gæða sér á bragðaref með oreo.
Snorri segir mikil hátíðarhöld fram undan hjá Mótettukórnum og Hallgrímskirkju. MYND/GVA
Lægra verð
í Lyfju
lyfja.is
Liðverkir?
9 Inniheldur glucosamin súlfat
9 Duft í skammtapokum
9 Leyst upp í vatni – auðvelt að taka inn
9 Nær bragðalaust – með sætuefnum
9 Einn skammtur á dag
Notkunarsvið: Glucosamin LYFIS er notað til að draga úr einkennum vægrar til meðalsvæsinnar
slitgigtar í hné. Ekki má nota lyfið ef um er að ræða ofnæmi fyrir glucosamini, einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins eða fyrir skelfiski, þar sem glucosamin er unnið úr skelfiski og ef um er
að ræða meðfæddan efnaskiptasjúkdóm (fenýlketonmigu). Gæta skal sérstakrar varúðar:
Einstaklingar með sykursýki, astma, alvarlegt lifrar- eða nýrnavandamál, óþol fyrir einhverjum
tegundum sykurs eða eru á natríumskertu fæði skulu leita ráða hjá lækni áður en lyfið er notað.
Einnig þarf að útiloka að um sé að ræða annan liðsjúkdóm. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki liggja
fyrir nægilegar upplýsingar um notkun og því skal ekki nota Glucosamin LYFIS á meðgöngu eða
samhliða brjóstagjöf. Skömmtun: Fullorðnir, einnig aldraðir: Innihald eins skammtapoka á dag,
helst með mat. Algengustu aukaverkanir: Ógleði, kviðverkur, meltingartruflanir, vindgangur,
hægðatregða og niðurgangur. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Febrúar 2014.
Glucosamin LYFIS
Við vægri til meðalsvæsinni slitgigt í hné
1.178 mg glucosamin – 30 skammtapokar
afslátt
ur
20%
Heimagert hrökkbrauð er bæði
hollt og gott. Það er sniðugt að
hafa það í nesti í skóla eða vinnuna.
Alls kyns smurostar og grænmeti
passar vel með hrökkbrauðinu.
Það sem þarf:
2 dl haframjöl
2 dl rúgmjöl, gróft
2 dl sólblómafræ
2 dl hafrar
2 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl hveitiklíð
2 tsk. salt
7 ½ dl vatn
Stillið ofninn á 150°C. Bland-
ið öllum þurrefnum saman. Hell-
ið vatni yfir og hrærið vel saman.
Látið blönduna standa í að minnsta
kosti 10 mínútur.
Breiðið bökunarpappír á bökun-
arplötu. Dreifið deiginu jafnt yfir,
Notið sleif og dýfið henni í vatn ef
þörf krefur.
Bakið í klukkustund. Það er ágætt
að taka plötuna út þegar hálftími er
liðinn af bökunartíma og skera kök-
urnar út með pitsuhjóli. Setjið aftur
í ofninn.
Látið kólna. Geymist vel í lokuðu
boxi.
HEimagErt Hrökkbrauð
2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r6 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n G A r b L A ð ∙ h e L G i n
2
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
0
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
0
7
-7
0
4
4
1
B
0
7
-6
F
0
8
1
B
0
7
-6
D
C
C
1
B
0
7
-6
C
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
0
4
s
_
2
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K