Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 73

Fréttablaðið - 22.10.2016, Page 73
„Við buðum öllum Hús- víkingum í kaffi og tólf metra langa tertu þegar framkvæmdunum lauk í sumar og það mæltist vel fyrir enda eiga Húsvík- ingar góðar minningar úr þessu húsi,“ segir Óskar Finnsson, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs Foss- hótela. Hótelstýran, Jóna Sigurðardóttir, er sam- mála því. „Hótelið á sér rótgróna sögu í bæjar- lífinu enda var það upp- haflega félagsheimilið hér á Húsavík. Því var síðar breytt í Hótel Húsa- vík og Fosshótel tóku við árið 2006,“ upplýsir hún og segir aðeins frá breyt- ingunum sem gerðar hafa verið á hótelinu. „Það var árið 2014 sem byrjað var á þeim fram- kvæmdum sem lauk nú í sumar. Elstu herbergin voru upp- gerð og kláruð á síðasta ári og nýjasta álman með 44 nýjum her- bergjum og glæsilegum fundasöl- um var opnuð núna í júní.“ „Björn Skaftason arkitekt sá um endurhönnun hótelsins og tókst einstaklega vel upp. Lögð er áhersla á náttúruleg efni á borð við stuðlaberg og dró hann einnig innblástur frá sjávarlífinu sem einkennir svo bæinn,“ segir Óskar. Hann segir mikla áherslu lagða á góða upplifun gesta á hótelinu. „Til dæmis var ákveðið að hafa svæðið í kringum móttökuna og barinn mjög opið, aðlaðandi og notendavænt. Þar er líf og fjör enda viljum við fyrst og fremst að fólk hafi gaman hjá okkur.“ Hráefni úr héraði „Á móttökubarnum erum við með bistróseðil sem hefur vakið mikla lukku frá því við opnuðum í júní, bæði hjá gestum hótelsins og hjá heima- fólki sem hefur tekið okkur opnum örmum,“ segir Jóna. Óskar segir hugmyndina hafa verið að gera eitthvað öðru- vísi. „Á Húsavík eru fullt af flottum veitinga- stöðum en við ákváðum þess í stað að bjóða upp á skemmtilega smárétti sem allir eru búnir til úr hráefni sem finnst í nærumhverfinu. Þar má nefna hreindýra- börger, grafna gæs, silung og svartfugl. Þetta eru snið- ugir réttir og gaman að panta marga til að smakka,“ segir hann og bætir við að ætlunin sé að opna annan flottan veitingastað á hót- elinu næsta vor. Glæsileg fundaaðstaða Ein stærsta breytingin með hinum nýju salarkynnum er sú að nú er Fosshótel Húsavík orðið stærsta fundahótel á Norður- landi með 110 herbergjum og átta sölum. „Við viljum gera Húsavík að funda- og ráðstefnu- svæði Norðurlands enda ekki að finna jafn mikla og fína aðstöðu annars staðar,“ segir Óskar en fundarsalirnir eru allt frá litlum fundarherbergjum og upp í stór- an sal sem getur tekið upp undir 400 manns í standandi veislur. Þá eru, að sögn Óskars, allir sal- irnir búnir nýjustu tækni. Frá rómantík til ráðstefna Á Fosshóteli Húsavík er að finna aðstöðu fyrir allar tegundir við- burða. „Hér er hægt að halda stór- ar ráðstefnur, halda afmæli, koma í óvissuferðir og halda brúðkaup,“ segir Jóna og minnist skemmti- legs brúðkaups þar sem brúðhjón- in komu frá Noregi með alla sína vini og fjölskyldu. „Þau voru hér í nokkra daga, héldu hér brúðkaups- veisluna og nutu þess sem Húsa- vík og nærumhverfi hafði upp á að bjóða. Þeim fannst frábært að geta haft allt á einum stað.“ Jóna segir einnig tilvalið fyrir pör að koma til Húsavíkur í róm- antíska helgarferð. „Hingað er flogið tvisvar á dag alla daga nema laugardaga og flugið tekur aðeins 50 mínútur. Því er hæglega hægt að fljúga hingað á föstudegi og heim á sunnudegi,“ segir Jóna. Við breytingarnar á hótelinu hafa einnig orðið til skemmtileg og rómantísk rými. „Í tengibygg- ingunni milli elsta og nýja hlutans eru stórir gluggar með gott útsýni bæði til fjalla, yfir bæinn og fló- ann. Á þriðju og fjórðu hæð eru fallegar setustofur þar sem gaman er að fá sér kósí drykk og horfa á norðurljósin,“ segir Jóna og bætir við að verið sé að útbúa útisvæði á þriðju hæðinni sem muni nýtast afar vel í góðum veðrum næsta sumar. Líflegur bær Margt er um vera á Húsavík enda hefur ferðamönnum fjölg- að ört undanfarin ár. Óskar og Jóna segja því nóg við að vera fyrir gesti hótelsins bæði sumar og vetur. „Húsavík er orðið þekkt fyrir sínar flottu hvalaskoðunar- ferðir. Þá eru þar skemmtilegir veitingastaðir, stutt er í norður- ljósaböðin á Laugum og jarðböð- in á Mývatni. Þá er einnig hægt að fara á gönguskíði, skoða Detti- foss eða fara í snjósleðaferðir,“ segir Óskar. Jóna bendir einnig á skemmtileg söfn á borð við Hvala- safnið, Safnahúsið og Könnunar- safnið. „Vissir atburðir í bænum eiga sér fastan sess á hótelinu. Til dæmis er árlega haldið jólahlað- borð eldri borgara af Norðaustur- landi og Húsavíkurfestival fatl- aðra á Norðurlandi en í húsinu eru til dæmis sérhönnuð herbergi með góðu aðgengi fyrir fatlaða,“ segir Jóna. Í dag er einnig skemmtilegur viðburður á hótelinu. „Við tökum þátt í landkönnunarhátíð Könn- unarsafnsins með því að halda hátíðarkvöldverð. Forseti Ís- lands mætir auk þess sem þang- að kemur geimfarinn Scott Para- zynski sem hefur farið fimm sinn- um út í geim,“ lýsir Jóna. Aðrir fastir liðir eru jólahlað- borð hótelsins. „Það eru enn nokk- ur sæti laus á síðasta hlaðborðið þann 10. desember en hin tvö eru þegar orðin uppbókuð.“ Framtíðin er björt Óskar segir að þau líti björtum augum til framtíðar. „Við sjáum fyrir okkur að Fosshótel Húsavík verði eitt af þungavigtarhótelum á landsbyggðinni. Við höfum allt sem til þarf, aðstöðu, góðan mat, falleg herbergi og nálægð við miðbæinn og fagra náttúru.“ Hægt að að bóka gistingu og jólahlaðborðið á www.fosshotel.is eða með því að senda tölvupóst á bokun@fosshotel.is og husavik@fosshotel.is Fyrir hópa og ráðstefnur má senda póst á meetings@fosshotel.is. Náttúran og hafið voru innblástur við hönnun hótelsins. Á hótelbarnum er boðið upp á skemmtilegan bistró-matseðil sem samanstendur af smáréttum úr hráefni úr héraðinu. Fosshótel Húsavík er nú orðið eitt stærsta hótel á Norðurlandi. Móttakan er afar fallega hönnuð, björt og notendavæn. Hresst starfsfólk Fosshótels Húsavík. Óskar Finnsson, framkvæmda- stjóri rekstrar- sviðs Fosshótela. Jóna Sigurðar- dóttir, hótelstýra Fosshóel Húsavík. Boðið var upp á 12 metra tertu til að fagna stækkun hótelsins í sumar. Stærsta ráðstefnuhótel Norðurlands Eftir umfangsmiklar framkvæmdir sem lauk í sumar er Fosshótel Húsavík orðið stærsta ráðstefnuhótel Norðurlands. Í því eru 110 herbergi og átta ráðstefnusalir sem eru sérútbúnir fyrir funda-, ráðstefnu- og veisluhöld. Hótelið er á besta stað í bænum, örstutt frá iðandi höfninni þar sem finna má spennandi veitingastaði og skemmtilega afþreyingu. Kynningarblað VetrargiStiNg 22. október 2016 3 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 6 -F E B 4 1 B 0 6 -F D 7 8 1 B 0 6 -F C 3 C 1 B 0 6 -F B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.