Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.10.2016, Blaðsíða 86
E ina leiðin fyrir okkur sem manneskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegn-u m m enninguna,“ segir Sjón þar sem við hittumst í kjallara kaffihúss í Kvosinni. Við byrjuðum á að tala um arfleifð súrrealismans og það leiddi hann að þessari niðurstöðu. Og þó svo Sjón líti ekki á sig sem súrreal- ískan höfund þá segist hann eiga arfleifð hans að miklu leyti frelsi sitt að þakka. „Hluti af arfleifð súrrealismans Ég er staddur í niðamyrkri með boga og eina ör Það er margt að koma saman hjá Sjón þessa dagana. Lokabók þríleiksins Codex 1962, frumsýning í Kaup- mannahöfn á óperu við texta skáldsins, bók um höfundarverkið, ritþing í Gerðubergi og boð um að skrifa inn í framtíðarbókasafn til hundrað ára. Hann veltir því líka fyrir sér hvert hann ætlar í framtíðinni. Sjón segir að nú sé vissulega góður tími til þess að staldra við og hugsa um framtíðina. Fyrir þá sem vilja vita meira er rétt að benda á málþing um skáldið í Gerðubergi í dag kl. 14. Fréttablaðið/SteFán er virðing fyrir öllum þessum ófínni bókmenntum sem svo eru kallaðar. Strax í upphafi, þegar súrrealisminn er að komast af stað, þá er hann hluti af upp- reisninni gegn hámenningunni og öllu sem henni fylgir, að leita að verðmætunum í glæpamyndum, reyfurum, vísindaskáldsögum og þannig mætti áfram telja. Súrr- ealisminn hefur þannig haft þann eiginleika að geta virkjað alls konar tegundir af listum og bók- menntum. Þetta var hluti af því sem ég áttaði mig á þegar ég var að leggja í þessa ferð upp úr 1980.“ Í vikunni kom út þríleikurinn Codex 1962 en leikinn mynda verkin Augu þín sáu mig (ástar- saga), Með titrandi tár (glæpa- saga) og loks nýja sagan Ég er sofandi hurð (vísindaskáldsaga). Í þríleiknum leitar Sjón í ólíkar greinar bókmenntanna og hann segir að þar sé hann að láta sög- una kallast á við form sem yfir- leitt eru höfð í öðrum hillum bókabúðanna. „Ég er að sprengja þetta upp og skoða hvað er hægt að gera við þessar greinar. Sögu- maður er mjög upptekinn af sögunni sem hann er að segja og leitar við það í ólík frásagnar- form. Hann er svo hræddur um að týnast í stóra samhenginu að hann grípur til þess að virkja öll þessi form. Ástæðan er að eina leiðin fyrir okkur sem mann- eskjur til þess að stækka okkur og finna okkur stað í tilverunni er í gegn um menninguna.“ Þrír höfundar þríleiksins Það er óvenjulegt við þennan stóra þríleik hversu langt líður á milli bóka eða tuttugu og tvö ár í það heila. Sjón segir að það hafi í raun aldrei verið ætlunin heldur hafi það bara æxlast með þessum hætti. „Ég ætlaði að skrifa þetta á nokkrum árum. Fyrsta bókin kom út árið 1994 og ég hafði ímyndað mér að næstu tvær kæmu á fjórum árum þar á eftir. Svo taka örlögin af manni völdin. Við Ásgerður eiginkona mín fluttum til London eftir áramótin 1994 þar sem hún fór í söngnám og ég í ýmis verk- efni. Þannig að þetta byrjaði að dragast með skrifin á öðru bindinu og svo bara leið tíminn. Ég gaf út ljóðabók 1998 og svo annað bindi þríleiksins 2001 og eftir það lang- aði mig aðeins til þess að pústa. Þá fór ég að skoða ýmislegt efni sem hafði sópast að mér við skrifin á öðru bindi og þar á meðal sögur af refaskyttum. Ég hugsaði með mér að það væri gaman að skrifa eina litla bók svona til hliðar og það var Skugga-Baldur. Sú bók varð að miklu ævintýri í mínu lífi og ég var allt í einu kominn á annað spor. Síðan verð ég að viðurkenna að það varð dálítið erfitt að ljúka þessu eftir allan þennan tíma en það er mjög gaman. Í rauninni er þetta skemmtileg æfing í því hvernig höfundur verður til. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þetta séu þrír höfundar en samt er þetta allt eftir sama höfundinn. Við verklok þurfti ég að fara til baka og skoða hvers konar höf- undur ég var þegar ég lagði af stað með þetta. Eitt af því sem ég mundi var að þetta átti alltaf að vera stór tilraunakennd skáldsaga og þriðja bindið ber þess merki. Þar sprengi ég upp söguformið og rifja upp þá fagurfræði sem ég heillaðist af sem ungur höfundur.“ Hugrekki súrrealismans „Ég hef alltaf haft svo gaman af ólíkum formum. Þess vegna skrif- aði ég m.a. á sínum tíma hand- ritið að Reykjavik Whale Watching Massacre, fyrstu íslensku slægju- myndinni, vegna þess að mér fannst spennandi að finna þann- ig sögu stað í íslenskum veruleika og vera trúr miðlinum. Fólk skildi ekkert í þessu, þetta gekk ekki upp, að maður sem væri að skrifa sautj- ándu aldar skáldsögu væri að skrifa hryllingsmynd og stoltur af því að Gunnar Hansen, hinn upprunalegi Leatherface, væri í smáhlutverki í myndinni. Þetta er bara það sem ég er. Það er alltaf þetta tvennt undir: Hámenning og alvarleg verkefni og svo önnur verkefni sem sækja í lág- menningu og hroða en eru unnin af sömu ást og virðingu. Þetta veitir mér gífurlegt frelsi. Ég kalla mig ekki súrrealista en ég kem þaðan. Nýlega áttaði ég mig á því að það sem ég lærði sem ungur höfundur, sem var á bólakafi í súr realisma og annarri framúr- stefnu, veitti mér hugrekki. Þannig Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2017 Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://styrktarsjodursut.is/ Styrkir til tónleikahalds í Hörpu 2017 Umsóknarfrestur er til kl. 24.00 mánudaginn 28. nóvember 2016. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r42 M e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 7 -1 2 7 4 1 B 0 7 -1 1 3 8 1 B 0 7 -0 F F C 1 B 0 7 -0 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.