Fréttablaðið - 20.06.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.06.2016, Blaðsíða 6
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Vilja herstöðina burt Mótmælafundur Japönsk kona krefst þess að herstöð Bandaríkjanna fari frá eyjunni Ókínava. Þúsundir mót- mælenda söfnuðust saman í borginni Naha á Ókínava í gær til að krefjast hins sama í kjölfar þess að banda- rískur landgönguliði við herstöðina var sakaður um að nauðga og myrða japanska konu. Nordicphotos/AFp Kanada Líknardráp hefur verið leitt í lög í Kanada eftir margra vikna deilur um málið í kanadíska þing- inu. Frumvarpið var kynnt í apríl af ríkisstjórn Justin Trudeau, forsætis- ráðherra. Fólk með ólæknanlega sjúkdóma eða varanlega fötlun er því heimilt að binda enda á líf sitt með aðstoð lækna, kjósi það svo. Kanada er með löggjöfinni eitt af fáum ríkjum heims sem hefur lögleitt líknardráp. Sjúklingar sem kjósa þennan valkost þurfa að upp- fylla ýmis skilyrði, svo sem um and- lega hæfni og að vera yfir átján ára. Sá varnagli er einnig sleginn að tvö vitni skulu vera viðstödd þegar sjúklingur skrifar undir beiðni um aðstoð lækn- is við að binda enda á líf sitt. Miklar deilur voru í kandíska þinginu vegna frumvarpsins því fjöldi þingmanna vildi víkka gildissvið laganna þannig að þau næðu einnig til þeirra sem þjást af hrörnunarsjúk- dómum. Frumvarpið var að lokum samþykkt óbreytt og skilgreina lögin líknardráp nokkuð þröngt. Þá er einungis tekið tillit til líkamlegrar þjáningar, ekki andlegrar. – þv Líknardráp hefur verið gert löglegt í Kanada Bretland Vote Leave, sem berst fyrir aðskilnaði Bretlands frá Evr- ópusambandinu, og Remain, sem berst fyrir áframhaldandi veru innan sambandsins, hófu aftur kosningabaráttu í gær eftir að hafa gert hlé á henni eftir morðið á þing- manninum Jo Cox á fimmtudag. Cox var þingkona Verkamanna- flokksins og andvíg aðskilnaði, svo- kölluðu Brexit. Thomas Mair, sem ákærður hefur verið fyrir morðið, mætti fyrir dóm á laugardag. Spurð- ur til nafns svaraði hann: „Drepum svikara, frelsi fyrir Bretland!“ Aðeins þrír dagar eru nú í að kosið verði um framtíð Bretlands innan Evrópusambandsins og var kosningabarátta beggja fylkinga á fullu skriði í gær. Nigel Farage, formaður Sjálfstæð- isflokks Bretlands og Brexit-sinni, sagði í gær að Vote Leave gæti enn borið sigur úr býtum en að morðið á Cox hefði haft umtalsverð áhrif á kosningabaráttuna. „Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Þegar þú tekst á við yfirvaldið verður þú að hafa meðbyr,“ sagði Farage. Michael Gove, einn forsvars- manna Vote Leave, sagði í viðtali við BBC í gær að eina leiðin til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar um að fækka innflytjendum niður fyrir hundrað þúsund á ári væri aðskilnaður frá Evrópusambandinu. Hann sagðist þó ekki á móti inn- flytjendum. „Ég er stuðningsmaður innflytjenda en ég trúi því að til að styðja við bakið á flóttamönnum þurfum við að hafa stjórn á fjölda þeirra,“ sagði Gove. Undir þetta tók fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, Boris Johnson. „Við þurfum að ná aftur stjórn á kerfi sem nú er algjör- lega stjórnlaust,“ sagði Johnson. David Cameron forsætisráðherra og George Osborne fjármálaráðherra voru harðorðir í garð stuðnings- manna Vote Leave í gær. Cameron sagði Breta geta valið um tvo val- kosti. Annars vegar sýn Nigel Farage „sem færir Bretland aftur í fortíðina og sundrar frekar en að sameina“ og hins vegar „opið, frjálslynt Bretland, land sem kennir minnihlutahópum ekki um vandamál sín og lítur til framtíðar frekar en fortíðar“. Þá varaði Osborne við efnahags- legum áhrifum Brexit. „Þetta er hlið inn í mun óöruggari heim þar sem störf fólks eru í hættu,“ sagði Osborne. „Hóflegt mat er að verg landsframleiðsla okkar væri fimm til sex prósentum minni,“ sagði hann einnig. thorgnyr@frettabladid.is Baráttan um Brexit hafin á ný í Bretlandi Slagnum ver frestað eftir að Jo Cox var myrt. Fylk- ingarnar virðast jafnstórar sem vilja úr og vera í ESB. Jarðarför þingkonunnar Jo cox fór fram í gær. hundruð mættu og vottuðu cox virðingu sína en hún var myrt á fimmtudag. Nordicphotos/AFp Við vorum með vindinn í bakið þar til þessi harmleikur átti sér stað. Nigel Farage, for- maður Sjálfstæðis- flokks Bretlands 44% styðja Brexit og jafnmargir eru andvígir samkvæmt meðaltali skoðanakannanna Financial Times. 2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 6 -B 6 9 4 1 9 C 6 -B 5 5 8 1 9 C 6 -B 4 1 C 1 9 C 6 -B 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.