Fréttablaðið - 20.06.2016, Page 12

Fréttablaðið - 20.06.2016, Page 12
EM2016 http://www.seeklogo.net Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is Í dag 22.00 Sumarmessan Sport Stjarna helgarinnar á EM 2016 http://www.seeklogo.net EM í dag http://www.seeklogo.net 19.00 Rússland - Wales B-riðill 19.00 Slóvakía - England B-riðill EM 2016 í Frakklandi um helgina A-riðill Rúmenía - Albanía 0-1 0-1 Armando Sadiku (43.). Sviss - Frakkland 0-0 Lokastaðan í A-riðlinum: Frakkland 7, Sviss 5, Albanía 3, Rúmenía 1. E-riðill Belgía - Írland 3-0 1-0 Romelu Lukaku (48.), 2-0 Axel Witsel (61.) , 3-0 Romelu Lukaku (70.). Stigin í E-riðlinum: Ítalía 6, Belgía 3, Svíþjóð 1, Írland 1. F-riðill Ísland - Ungverjaland 1-1 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (40.), 1-1 sjálfs- mark Birkis Más Sævarssonar (88.). Portúgal - Austurríki 0-0 Cristiano Ronaldo skaut í stöng úr víta- spyrnu á 79. mínútu. Stigin í F-riðlinum: Ungverjaland 4, Ísland 2, Portúgal 2, Austurríki 1. Armando Sadiku, 25 ára leik- maður FC Zürich, skráði nafn sitt með gylltu letri í knattspyrnusögu Albaníu þegar hann tryggði liðinu sinn fyrsta sigur á stórmóti í gær- kvöldi. Sadiku skoraði eina markið í leik Rúmeníu og Albaníu í Lyon á 43. mínútu með skalla eftir fyrir- gjöf Ledian Memushaj frá hægri. Albanir, sem enduðu í 3. sæti A-riðils, fögnuðu ákaft í leiks- lok enda eiga þeir ennþá möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en úrslitin í öðrum riðlum liggja fyrir. ólafía í 13. sæti í tékklandi ólafía Þórunn kristinsdóttir, kylfingur úr GR, endaði í 13. sæti á tipsport Golf Masters sem fór fram á Park Pilsen vellinum í tékklandi. ólafía lék lokahringinn í gær á 68 höggum eða þremur undir pari. samtals lék hún hringina þrjá á fimm höggum undir pari (71- 69-68). Þetta er besti árangur ólafíu á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og aðeins annað mótið sem hún tekur þátt í. næsta mót á ladies Euro- pean tour fer fram í aberdeen í skotlandi dagana 22.-24. júlí og er ólafía í 24. sæti á biðlista fyrir það mót. Fótbolti ísland var örfáum mín- útum frá því að tryggja sér nánast öruggt sæti í 16-liða úrslitum EM í frakklandi en strákarnir okkar misstu niður 1-0 forystu gegn Ung- verjalandi á lokamínútum leiksins á stade Vélodrome á laugardaginn. Birkir Már sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 88. mín- útu sem var sem blaut tuska í andlit liðsins, sem og þjóðarinnar allrar. Gylfi Þór sigurðsson hafði komið íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem aron Einar Gunn- arsson fékk. Þrátt fyrir að Ung- verjar hafi verið miklu meira með boltann gekk þeim illa að skapa hættuleg færi og áttu íslendingar bestu færi leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson komst nálægt því að skora snemma leiks og kolbeinn sigþórsson fékk einnig gott færi. Eftir jöfnunarmarkið fékk svo varamaðurinn alfreð finnboga- son aukaspyrnu á vítateigslínunni. Gylfi Þór tók spyrnuna en boltinn fór af varnarveggnum og beint fyrir fætur annars varamanns, Eiðs smára Guðjohnsen, sem skaut í varnarmann og framhjá. Um leið var leikurinn flautaður af við gríð- arlegan fögnuð Ungverja. niður- staðan 1-1 jafntefli og er ísland í öðru sæti f-riðils með tvö stig. „ég hugsaði ekki um hvort ég hefði getað gert eitthvað annað. ég hugsaði bara um að hitta hann vel og örugglega en ég smellhitti bolt- ann,“ sagði Eiður smári þegar liðið var komið aftur til annecy í gær. Eiður spilaði ekkert í fyrsta leikn- um gegn Portúgal og var gríðarlega vel fagnað þegar hann kom inn á. Þetta var bara ömurlegt Birkir Már sævarsson bar sig vel eftir leikinn þó svo að honum hafi eðlilega liðið mjög illa eftir leik. „Þetta var bara ömurlegt. ég ætlaði að reyna að fá boltann til hliðar en hitti hann ekki nógu vel. Þetta var erfiður bolti en með smá heppni hefði hann farið út.“ Hann segir að það hafi enginn af samherjum hans í íslenska liðinu sagt neitt sérstakt við hann eftir leikinn. „Það þurfti enginn að segja neitt. ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már hreinskilningslega. Þurfum að vera kaldari Þjálfararnir lars lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru búnir að skoða leikinn aftur þegar frétta- blaðið ræddi við þá í annecy í gær. „ég er bæði svekktur með úrslit- in og að hluta með frammistöðuna. Varnarleikurinn og vinnslan var í háklassa. ég horfði aftur á leikinn á leiðinni til baka [frá Marseille] og get ekki kvartað yfir neinu hvað það varðar. sóknarleikurinn þarf að vera betri,“ sagði lagerbäck sem sagði að liðið hefði tekið slæmar ákvarðanir undir lok leiksins. „Við fórum að gera mjög skrýtna hluti í föstum leikatriðum eins og að senda boltann þegar enginn var tilbúinn. Við verðum að vera aðeins kaldari í stöðu sem þessari og drepa leikinn,“ sagði svíinn. Heimir sagði ljóst að ísland ætti heilmikið inni og það vissu strák- arnir best sjálfir. Hann eins og aðrir sagði að ísland hafi ekki spilað vel með boltann. „Við vorum 30 prósent með boltann í leiknum en skorum samt mark og eigum 3-4 mjög góð marktækifæri þar að auki. Það er það skemmtilega við stöðuna og þennan leik. Við vorum næstum búinn að vinna hann þrátt fyrir að vera svona lítið með boltann,“ sagði Heimir og ítrekaði að Ung- verjar væru með sterkt lið og hafi verið betri heilt yfir. Vill örugglega fleiri snertingar „En ef okkur tekst að vera meira með boltann og þurfum þar af leið- andi að verjast minna, þá eigum við meiri kraft í sóknina.“ Gylfi Þór hefur spilað frábærlega í fyrstu tveimur leikjunum en nán- ast öll hans orka hefur farið í varn- arleik. Heimir segir að það lagist af sjálfu sér þegar ísland nái að halda boltanum betur innan liðsins. „Hann vill örugglega fá fleiri snertingar á boltann en þegar við náum að fara framar þá kemur hann betur í ljós. Við þurfum að vera rólegri með boltann og þá munu menn fá að njóta sín betur.“ ísland mætir austurríki á mið- vikudag og þarf mjög líklega að minnsta kosti jafntefli til að komast áfram í 16-liða úrslit EM. Hamingjan breyttist í ógleði á einu augabragði í Marseille Ísland gerði sárgrætilegt jafntefli við Ungverjaland í Marseille á laugardag en jöfnunarmarkið kom undir lok leiksins og var sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar. „Ég tek þetta bara á mig,“ sagði Birkir Már. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að Rússinn Sergei Karasev flautaði til leiksloka í leik Íslands og Ungverjalands. FRéttABLAðið/ViLhELm Það þurfti enginn að segja neitt. Ég tek þetta bara á mig. Birkir Már Sævars- son, bakvörður ís- lenska landsliðsins um sjálfsmarkið sitt Ísland og Írland hafa bæði tapað stigum á EM eftir að hafa skorað sjálfsmark. 2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R12 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 2 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 6 -8 A 2 4 1 9 C 6 -8 8 E 8 1 9 C 6 -8 7 A C 1 9 C 6 -8 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.