Fréttablaðið - 20.06.2016, Blaðsíða 16
„Við nýttum gömlu eldhússkápana,
máluðum þá og skiptum um höldur
en létum smíða fyrir okkur nýjar
borðplötur. Plöturnar eru úr af-
gangstimbri, allskonar viðarteg-
undum í bland en það voru einu til-
mælin sem smiðurinn fékk, að nota
afganga. Annars hafði hann alveg
frjálsar hendur með útfærsluna,“
segir Lára Garðarsdóttir en hún og
Jakob Baltzersen festu kaup á íbúð
í gömlu timburhúsi fyrir einu og
hálfu ári síðan. „Við máluðum bara
þegar við fluttum inn en nú er að
skapast aðeins meira svigrúm til
að gera eitthvað,“ segir hún. „Eld-
húsið er fyrsta stóra verkið sem við
tökum í gegn. Við pússuðum einnig
upp gólfborðin í íbúðini en ætlum
ekki að gera meira í bili þó við séum
auðvitað með margar hugmyndir.“
Skápahöldur úr belti
„Við reyndum að gera sem mest
sjálf í eldhúsframkvæmdunum eins
og að flísaleggja og mála. Skápa-
höldurnar gerði ég sjálf, úr gömlu
leðurbelti sem ég keypti á átta-
hundruð kall á markaði. Við vild-
um halda kostnaðinum í lágmarki
og splæstum nánast öllu „budget-
inu“ í borðplötuna,“ segir Lára og
er hæstánægð með útkomuna.
„Happie Furniture græjaði fyrir
okkur plöturnar sem koma frá-
bærlega vel út. Við erum í skýj-
unum með þetta. Við þurftum líka
að endurnýja tækin og völdum þau
sérstaklega til að viðhalda þessum
gamla anda sem einkennir íbúð-
ina. Sjálf er ég afar hrifin af öllu
gömlu og Jakob, sem er danskur er
sérstaklega ánægður með hversu
„dönsk“ íbúðin er, gólfin og glugg-
arnir.“
hjartað Slær í eldhúSinu
Lára segir þau Jakob eyða miklum
tíma í eldhúsinu. Þau sitja gjarn-
an bæði við vinnu sína í eldhúsinu
en þau eru bæði myndhöfundar og
teiknarar og vinna nú að þrívídd-
arteiknimynd. Þá eigi hundarnir
þeirra tveir sinn samastað í eld-
húsinu.
„Eldhúsið er aðalrýmið í húsinu
og örugglega það herbergi sem við
nýtum mest. Það er stórt og rúm-
gott og svo erum við með stórt
langborð sem við borðum við og
teiknum. Þetta er hjarta hússins
og mest nýtta herbergið í húsinu.
Hér eiga allir sinn stað. Við eldum
ekki alveg á hverjum degi en okkur
finnst samt mjög gaman að elda.
Við erum hrifin af hægeldun og
um helgar eldum við yfirleitt eitt-
hvað gott sem tekur langan tíma.“
heida@365.is
Lára og Jakob féllu fyrir gömlum anda íbúðarinnar. „Og Jakob, sem er danskur er
sérstaklega ánægður með hversu „dönsk“ íbúðin er, gólfin og gluggarnir.“
Borðplöturnar eru samsettar úr afgöngum en Happie Furniture sá um smíðina.
Langborðið í eldhúsinu þjónar bæði sem matar- og vinnuborð.
Fólk er kynningarblað sem
býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn
efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Rennihurðarbrautir í úrvali
Tilvalið með í sumarfríið.
Traust og fagleg þjónusta.
LITHIUM POWER STARTTÆKI
Byltingarkennd nýjung!
Snjalltæki til að bjarga þér ef bíllinn verður rafmagnslaus á bílastæðinu
eða úti á vegum. Bjargvættur sem er fyrirferðalítill (420 gr.) og einfaldur í notkun.
Startar flestum bensínvélum og diesel vélum upp að 2,0 llítra. Hleður alla síma,
ipadinn, fartölvuna og öll tæki með USB tengi. Innbyggt öflugt led ljós.
Straumur út: 5v 2A fyrir síma og ipad, 19v 3,5A fyrir fartölvur, startkraftur
allt að 400 Amper. Lithium rafhlaðan er 12.000 mAh.
365.is Sími 1817
2 0 . j ú n í 2 0 1 6 M Á n U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ h e i M i l i
2
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
6
-A
C
B
4
1
9
C
6
-A
B
7
8
1
9
C
6
-A
A
3
C
1
9
C
6
-A
9
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K