Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 8
✿ Kjörsókn síðustu
tvo áratugina
Forsetak. 1996 85,9%
Sveitarstjórnark. 1998 82,3%
Alþingiskosningar 1999 84,1%
Sveitarstjórnark. 2002 83,2%
Alþingisk. 2003 87,7%
Sveitarstjórnark. 2006 78,7%
Alþingisk. 2007 83,6%
Alþingisk. 2009 85,1%
Sveitarstjórnark. 2010 73,5%
Forsetak. 2012 69,3%
Alþingisk. 2013 81,5%
Sveitarstjórnark. 2014 66,5%
Kosningar Svo gæti farið að kjör-
sókn verði í sögulegu lágmarki á
morgun þegar þjóðin kýs nýjan for-
seta.
Margvíslegir aðskildir en sam-
verkandi þættir geta haft áhrif á
kjörsóknina sem hefur farið dvín-
andi síðustu ár. Til dæmis segir
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskólann
á Akureyri, að Evrópumótið í
knattspyrnu sem og lítil spenna í
kosningunum geti haft áhrif á kjör-
sóknina.
Grétar Þór er einn þeirra sem
rannsakað hafa kjörsókn Íslend-
inga. „Íslendingar hafa ætíð sýnt
mikla og góða kosningaþátttöku
og hefur hún verið með því hæsta
sem við þekkjum í hinum vestræna
heimi. Samt sem áður hafa vís-
bendingar verið um að kjörsókn sé á
niðurleið og hafa síðustu kosningar
sýnt minni kjörsókn en við höfum
átt að venjast,“ segir Grétar Þór. „Í
sveitarstjórnarkosningunum 2014
var til að mynda sögulega léleg þátt-
taka eða rétt rúm 66 prósent.“
Grétar telur þessa þróun ekki
stöðvast í kosningunum á morgun
heldur telur hann líklegt að við
sjáum kjörsókn undir 65 pró-
sentum. „Síðustu vikur hefur lítil
umræða farið fram um forsetakosn-
ingarnar miðað við oft áður. EM í
knattspyrnu hefur haft þar vinn-
inginn. Einnig eru gríðarlega margir
sem eru annaðhvort að hugsa sér að
fara til Frakklands eða þá eru þar nú
þegar og hafa ekki kosið,“ segir Grét-
ar Þór. „Það er einnig lítil spenna í
kosningunum og einn maður verið
með gríðarmikið forskot allt frá því
að hann lýsti yfir framboði.“
Að mati Grétars er líklegt að
ungir kjósendur séu ólíklegri til að
fara á kjörstað að þessu sinni og
kjósa. Einnig virðist það vera þann-
ig að konur eru líklegri til að nýta
atkvæðisrétt sinn en karlar. „Þó það
hafi lítil áhrif á heildarúrslitin gæti
það orðið til þess að Davíð nái öðru
sætinu í þessum kosningum þar sem
eldra fólk er meira á hans bandi en
Utankjörfundaratkvæði eru meðal annars greidd í Perlunni í Reykjavík. FRéttablaðið/Vilhelm
Líkur á dræmri kjörsókn vegna EM
Kjörsókn hefur hrapað á síðustu árum. Horfur eru taldar á að kjörsókn í forsetakosningum á morgun verði í sögulegu lágmarki.
Evrópumótið í knattspyrnu karla og lítil spenna í könnunum letur kjósendur til að mæta á kjörstað að mati stjórnmálafræðiprófessors.
þeir sem yngri eru sem styðja þá
Andra Snæ og Höllu. Það gæti verið
spenna um hvar þau endi,“ segir
Grétar Þór.
sveinn@frettabladid.is
Allt sem þú þar ...
Skv. prentmiðlakönnun Gallup, janúar–mars 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,5%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla
sæti Laugardalsvallar tíu sinnum.
59,5% lesa
Fréttablaðið
28,6% lesa
Morgunblaðið
Síðustu vikur hefur
lítil umræða farið
fram um forsetakosningarn-
ar miðað við oft áður.
Grétar Þór Eyþórsson,
prófessor í stjórn-
málafræði við HA
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö s T U D a g U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
2
-0
A
2
0
1
9
D
2
-0
8
E
4
1
9
D
2
-0
7
A
8
1
9
D
2
-0
6
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K