Fréttablaðið - 24.06.2016, Síða 46
Hu g my n d i n a ð h a n d r i t i n u kemur frá Friðriki Erlingssyni, handritshöfundi t e i k n i my n d a r
innar. Friðrik bjó á Eyrarbakka
og fylgdist mikið með fuglunum
í fjörunni, það er óhætt að segja
að þar hafi hugmyndin að hand
riti myndarinnar kviknað,“ segir
Hilmar Sigurðsson kvikmynda
gerðamaður spurður út í íslensku
teiknimyndina Lói – þú flýgur
aldrei einn, sem frumsýnd verður
um jólin 2017. Myndin er ein sú
allra dýrasta sem gerð hefur verið
hér á landi, en framleiðslukostn
aður hennar nemur rúmum millj
arði króna.
Hilm ar Sig urðsson og Gunn
ar Karls son, frum kvöðlar í tölvu
teikni mynda gerð á Íslandi, fram
leiða myndina ásamt belg íska
fyr ir tækinu Cy born sem hef ur
mikla reynslu í fram leiðslu á tölvu
gerðu teikni mynda efni.
„Árið 2012 stofnuðum við Gunn
ar teiknimyndafyrirtækið GunHil
en áður höfðum við félagarnir
unnið teiknimyndirnar Litla lirf an
ljóta, Anna og skapsveifl urn ar og
Hetj ur Val hall ar – Þór. Lói er mynd
í stærri kantinum og það er frábært
að fá fyrirtæki eins og Cyborn með
okkur í lið. Þeir eru miklir reynslu
boltar í þessum bransa ásamt því
að vera mjög framar lega í sta f rænni
hreyfi mynda vinnslu,“ segir Hilmar.
En um hvað fjallar Lói?
„Lói – þú flýg ur aldrei einn segir
frá litlum lóuunga hér á Íslandi.
Hann afar erfitt uppdráttar og er
ófleyg ur að hausti þegar far fugl arn
ir halda suður á bóg inn. Hann þarf
því að takast á við harðan vetur,
grimma óvini og önnur vandamál,“
segir Hilmar.
Að búa til teiknimynd er langt og
flókið vinnsluferli og er þolinmæði
stór partur af ferlinu sem spannar
nokkur ár. Árni Ólaf ur Ásgeirs son
leik stýr ir myndinni ásamt Gunn ari
Karls syni, sem jafn framt er höf und
ur út lits og per sóna.
„Þetta lofar mjög góðu, við
höfum fengið frábær viðbrögð og
ferlið gengur vel. Ferlið er langt en
mjög skemmtilegt og hefst á því að
teikna upp persónur og umhverfi
myndarinnar,“ segir Hilmar og
bætir við að sem stendur séu þeir
að vinna í hreyfimyndagerðinni,
eða kvikun eins og það er kallað á
íslensku, en það ferli snýst um að
hreyfa myndina til.
Þar sem þetta er alþjóðlegt verk
efni, eru raddirnar fyrst teknar
upp á ensku og fór hljóðupptaka
fram í London í lok apríl. Umsjón
með hljóðsetningu hefur Gunn
ar Árnason hljóðupptökustjóri en
Atli Örvarsson sér um tónlistina í
myndinni.
„Þýska fyr ir tækið ARRI World
sales fer með heims sölu rétt á
mynd inni og hef ur hún verið seld
til sýn inga í kvik mynda hús um
til yfir þrjátíu landa. Átján þeirra
landa hafa ákveðið að talsetja
teiknimyndina á sínu eigin tungu
máli og líklega verða þau fleiri. Enn
hefur ekki verið ákveðið hverjir
koma til með að talsetja teikni
myndina á íslensku en það mun þó
skýrast von bráðar,“ segir Hilmar.
gudrunjona@frettabladid.is
Fylgdist vel með fuglunum í fjörunni
Hilm ar Sig urðsson og Gunn ar Karls son, frum kvöðlar í tölvu teikni mynda gerð á Íslandi, framleiða teiknimyndina
Lói – þú flýgur aldrei einn. Hugmyndin að handritinu kviknaði þegar Friðrik Erlingsson handritshöfundur bjó á
Eyrarbakka og rölti um í fjörunni, en þetta mun vera ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi til þessa.
Lói – þú flýgur aldrei einn, er ein dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Mynd/GunHiL
Lói þarf að takast á við harðan vetur og grimma óvini í myndinni. Mynd/GunHiL
Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
og framleiðandi myndarinnar Lói – þú
flýgur aldrei einn, segir ferlið ganga vel.
FréttabLaðið/Ernir.
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R34 L í F i ð ∙ F R É T T A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
1
-F
6
6
0
1
9
D
1
-F
5
2
4
1
9
D
1
-F
3
E
8
1
9
D
1
-F
2
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K