Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 6
Upplýsingatækni Á Íslandi eru sem fyrr flestar háhraðainternet- tengingar miðað við höfðatölu að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og systurstofnanir hennar á Norðurlöndunum og í Eystrasalts- löndunum hafa tekið saman. „Þetta er sjöunda árið í röð sem fjarskiptanotkun íbúa Norður- landanna er borin saman og Eystra- saltslöndin hafa einnig verið með síðustu ár,“ segir í umfjöllun PFS. Fram kemur að á heildina litið sé fjarskiptanotkun mjög lík í lönd- unum átta og að íbúar þeirra nýti sér sambærilega tækni á svipaðan máta. „Þrátt fyrir það má þó víða sjá mun á notkun og þróun ein- stakra þátta.“ Fjöldi háhraðainternettenginga hér, þar sem miðað er við auglýst- an niðurhalshraða sem svarar 30 megabitum á sekúndu eða meira, er sagður til kominn vegna fjölg- unar VDSL og ljósleiðaratenginga hér á landi. Um leið er sagt áber- andi að fjölgun áskrifta í farnetum hafi nánast staðið í stað í flestum samanburðarlöndunum. Þó svo að einhverri mettun virð- ist náð í fjölda farsíma-, eða far- tækjaáskrifta þá er í umfjöllun PFS bent á að skýrslan sýni mikla aukn- ingu í gagnanotkun á farnetum í öllum löndunum. „Þar er Ísland í miðjum hópnum, en þessi þróun er alls staðar hröð og stöðug.“ Aukning gagnaflutninga yfir farnet sé langmest í Lettlandi, eða 175 prósenta aukning á árinu 2015. „Ein ástæða þessa er að eitt helsta fjarskiptafyrirtæki landsins býður áskriftir án takmarkana á gagna- flutninga auk þess að bjóða sjón- varpsstreymi um farsímanetið,“ segir í skýrslunni. Í öðrum löndum nam aukning gagnaflutninganna milli 28 og 93 prósent. Hér á landi fór mánaðar- legur gagnaflutningur yfir farsíma- netið að jafnaði, miðað við höfða- tölu, úr 1,54 gígabætum í 2,56 gígabæt. olikr@frettabladid.is Á tæknisýningu Slush sem fram fór í Tókýó í Japan í síðasta mánuði. Mynd/SluSh Media Efst í háhraðaneti og sjónvarpi yfir netið Hér á landi jókst gagnaflutningur yfir farsímanet um 66 prósent á milli áranna 2014 og 2015. Mest var aukningin í Lettlandi og nam hún 175 prósentum. Höfum vinninginn þegar kemur að fjölda háhraðainternettenginga á mann. 30 megabit eða meiri hraði á sekúndu er það sem miðað er við þegar fjallað er um háraðainternettengingar. Ísland er efst á blaði þegar kemur að fjölda þeirra á mann á Norður- og í Eystra- saltslöndum. samgöngUmál Bæjarráð Fjarða- byggðar hefur samþykkt að Fjarða- byggðarhöfn leggi til 25 milljónir króna til að leggja klæðningu á Norð- fjarðarflugvöll sem rekinn er af Isavia. Hann sé illa farinn en á sama tíma mikilvægur fyrir sjúkraflug frá Aust- fjörðum. Sævar Guðjónsson, formaður hafn- arstjórnar, segir það skrýtið að þurfa að setja peninga bæjarins í þessa framkvæmd því Isavia rekur flugvöll- inn en virðist ekki fara í nauðsynlegar framkvæmdir við hann. „Það er auð- vitað kjánalegt að gera þetta svona og það á ekkert að vera þannig. Hins vegar er þessi flugvöllur þjóðhagslega mikilvægur, með stöndug sjávarút- vegsfyrirtæki hér, álverið á Reyðar- firði og svo á stundum er allur íslenski fiskiskipaflotinn úti fyrir Austurlandi. Þá er mikilvægt að geta komið fólki fljótt og örugglega undir læknishend- ur í Reykjavík,“ segir Sævar. Isavia rekur íslenska flugvelli sam- kvæmt samningi við innanríkisráðu- neytið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fé á fjárlögum til að leggja klæðningu á flugvöllinn. Vikulega er farið í sjúkraflug til Reykjavíkur frá Norð- fjarðarflugvelli. – sa Fjarðabyggð þreytt á seinagangi Isavia norðfjarðarflugvöllur er að mati bæjarráðs Fjarðabyggðar mjög mikilvægur og átelur isavia fyrir áhugaleysi um hann. FréTTablaðið/PJeTur Það er auðvitað kjánalegt að gera þetta svona og það á ekkert að vera þannig. Sævar Guðjónsson, formaður hafnar- stjórnar Fjarðabyggðar Reykjavík Reykjavíkurborg vill draga úr útbreiðslu tröllahvannar og er nú unnið að því að kortleggja útbreiðslu hennar. Borgin fylgir ráðleggingum umhverfisráðneytisins og Náttúru- fræðistofnunar við verkefnið. Af tröllahvönn er slysahætta því safinn í stönglum hennar og blöðum er eitr- aður. Borgin hyggst fjarlægja plöntur og verða skólalóðir, leiksvæði og vin- sæl útivistarsvæði sett í forgang. Þá er sagt áhyggjuefni að trölla- hvönn hafi dreift sér hratt um borg- arlandið. Hún sé þekkt erlendis fyrir að vera ágeng og bola öðrum gróðri burt. – ngy Borgin bregst við tröllahvönn Í reykjavík hafa fundist þrjár tegundir af tröllahvönnum. veRðlaUn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut á mánudag heiðursverðlaun bandarísku orku- stofnunarinnar American Renewable Energy Institute (AREI). Forseti AREI sagði forsetanum veitt verðlaunin fyrir forystu hans í að kynna sjálfbæra orku víða um heim og hvetja til aukinnar nýtingar henn- ar í krafti þeirrar reynslu og tækni sem Íslendingar hafa aflað sér á þessu sviði. Jafnframt væru verðlaunin veitt fyrir framlag hans til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. – þv Forsetinn hlýtur heiðursverðlaun Nýr borgarstjóri í Róm  Virginia Raggi, nýkjörinn borgarstjóri Rómar, brosir á svölum Campidoglio-hallar við innsetningarathöfn hennar í gær. Hún er fyrsta konan til að verða kjörinn borgarstjóri og yngst til að gegna embættinu. Hún er 37 ára gömul og kemur úr kerfisandstöðuflokknum M5S. FréTTablaðið/ePa 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F ö s t U D a g U R6 F R é t t i R ∙ F R é t t a B l a ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D 2 -0 F 1 0 1 9 D 2 -0 D D 4 1 9 D 2 -0 C 9 8 1 9 D 2 -0 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.