Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 18

Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 18
Hjörtur Hjartarson stjórnarmaður í Stjórnarskrár- félaginu Eftirfarandi eru tvær sam-hangandi spurningar. Saman-lagt snerta þær knýjandi spurningu um stjórnskipulag og stjórnarfar á Íslandi. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi forseti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. Spurning I (tvíþætt) Núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu kjósendum fyrirheit um að Alþingi boðaði til þjóðaratkvæða- greiðslu um framhald aðildarvið- ræðna við ESB. Formsins vegna yrði slík þjóðaratkvæðagreiðsla ráðgefandi. a) Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi hunsaði niðurstöðu þeirrar þjóðaratkvæðagreiðslu, færi hún fram? b) Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá 20. október 2012. Frumvarpið var samþykkt sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár og hlaut stuðning 67% kjósenda. Teldir þú réttlætanlegt að Alþingi virti ekki niðurstöðu þeirrar þjóðar- atkvæðagreiðslu? Spurning II (tvíþætt) Á liðnu kjörtímabili ákvað stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að virða niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 2012, og gerði ekki efnislegar breytingar á tillögunum, samþykktum grund- velli að nýrri stjórnarskrá. Í sama anda hefur Ragnar Aðalsteinsson lögmaður sagt um mögulegar efnis- legar breytingar á samþykktum til- lögum: „Þeim, sem hafa hug á að endur- semja og breyta tillögum ráðsins, er vandi á höndum, því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almanna- hag en tillögur ráðsins.“ a) Ert þú sammála Ragnari Aðal- steinssyni eða telur þú að Alþingi geti horft framhjá þeim lýðræðis- legu grundvallarsjónarmiðum sem ráða afstöðu hans? b) Lawrence Lessig, lagaprófess- or við Harvard-háskóla, spurði í Fréttablaðinu nýlega, vegna þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 2012: „Hunsar Alþingi fullveldisrétt þjóðarinnar?“ Hann spurði síðan, í rökréttu fram- haldi: „Með hvaða rétti?“ – Getur þú, forsetaframbjóðandi, svarað því? Grundvallarspurning til forsetaframbjóðenda Jón Valur Jensson formaður Þjóðarheiðurs, samtaka gegn Icesave Gjör rétt, þol ei órétt“ (Jón Sigurðsson forseti).Guðni studdi Svavars- samninginn svo snemma sem 19. júní 2009, sagði þá í blaðinu Grapevine: „Það getur verið að okkur líki Icesave-samningurinn illa, en hinn kosturinn er miklu verri og kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið.“ Hér eru orð Guðna Th. á frum- málinu, svo að enginn velkist í vafa um þá vanhugsun sem fólgin var í meðmælum hans með þeim stórháskalega samningi sem m.a. gaf Bretum fullt dómsvald um öll ágreiningsefni um samninginn og um afleiðingar þess að við gætum ekki staðið við hann (þær afleið- ingar gátu m.a. verið stórfelld upp- taka ríkiseigna); en Guðni talar: „We might not like the Icesave deal, but the alternative is much worse, and maybe this is the best we or anyone else could get.“ Alveg er makalaust að á fram- boðsvori 2016 hefur okkar sami Guðni bent ásakandi fingri á Ólaf Ragnar Grímsson með þeim orðum að hann hafi skrifað undir Icesave- samninginn síðsumars 2009. Hver er Guðni að gagnrýna for- setann? Sjálfur var hann gagn- rýnislaus meðmælandi upphaflega Svavarssamningsins. Skilmálalaust mælti hann með honum, sagði aðra valkosti „miklu verri“! En stjórnarandstaðan á Alþingi 2009 sætti sig ekki við þann smánar- samning og vann að því ötullega að skeyta við hann ýtarlegum fyrir- vörum sem drógu svo úr gildi hans fyrir Breta og Hollendinga, að þeir urðu alls ófúsir til að meðtaka hann í slíkri mynd; ekki lagaðist málið fyrir þá, þegar forsetinn hnykkti á þessu við undirritun laganna 2. sept. 2009 með sérstakri áritaðri tilvísun til fyrirvara Alþingis. Niðurstaðan er einföld: Svavar Gestsson, Steingrímur J., Jóhanna og Össur flögguðu sínum óbreytta Svavarssamningi við Breta og Hol- lendinga. Guðni Th. (yfirlýstur fem- ínisti) var þeim sammála á sjálfum hátíðisdegi kvenna 19. júní, með hans orðum: „kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið,“ um leið og hann tók fram, til að hafa þetta alveg á hreinu, að aðrir kostir væru „miklu verri“. Hefði þetta fólk fengið að ráða, hefðum við aldrei fengið að sjá sýknudóminn sem kveðinn var upp í EFTA-réttinum 28. janúar 2013. Nær engin árvekni Árvekni Guðna var nánast engin: Í sama Grapevine 19.6. 2009 dró hann upp kolsvarta mynd: „aug- ljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma (obviously, if Iceland were going to say, we’re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countr- ies as North Korea or Myanmar).“ Þvílík hrakspá! Þurfum við á slíkri spásagnargáfu að halda á Bessa- stöðum? Hann greiddi Buchheit-samn- ingnum atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslunni 9. apríl 2011, lýsti því sjálfur yfir og reyndi eftir á að skýla sér á bak við að 40% kjósenda hefðu kosið eins og hann! Ekki líktist hann þá Jóni Sigurðssyni sem vildi „eigi víkja“ frá rétti okkar. Leiðtogar eiga að vera leiðandi kjarkmenn sem standa með rétti þjóðar þegar að honum er sótt. Samningsleg viðurkenning Einnig Buchheit-samningurinn fól í sér samningslega viðurkenningu Jóhönnustjórnar á því, að íslenzka ríkið hefði verið í órétti í Icesave- málinu (þvert gegn öllum stað- reyndum um lagalega réttarstöðu okkar skv. tilskipun ESB 94/19/EC og innfærslu hennar í ísl. lög nr. 98/1999). En sá samn ingur væri nú búinn að kosta okkur hartnær 80 milljarða í einbera vexti, óaftur- kræfa og það í erlendum gjaldeyri. Einungis atbeini forsetans og höfnun þjóðarinnar á Icesave-lög- unum í tveimur þjóðaratkvæða- greiðslum varð okkur til lausnar: því að Bretar og Hollendingar með ESB í liði með sér höfðuðu þá málið gegn Íslandi fyrir EFTA-réttinum og steinlágu á því bragði. Svo hrein var samvizka okkar af því máli, að við fengum fortakslausan sýknudóm og þurftum ekki að borga eitt penný né evrucent og engan málskostnað! Það er þung byrði fyrir ungan mann að hafa tekið eindregna afstöðu gegn lagalegum rétti þjóð- ar sinnar og ekki þorað að biðjast afsökunar. Hitt er meira í ætt við fífldirfsku að voga sér samt að sækjast eftir sjálfu forsetaembætt- inu hjá sömu þjóð nokkrum árum síðar! Því á ég fremur aðra ósk þessum málvini mínum til handa: um frjósöm ár við sífellt betri fræði- mennsku og akademísk störf. Höfundur, formaður Þjóðar- heiðurs, samtaka gegn Icesave, sat í framkvæmdaráði Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem stóð að undirskriftasöfnun á Kjósum.is með áskorun á forsetann að hafna Buch- heit-lögunum. Icesave og Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir forsetafram- bjóðandi Kæru ÍslendingarNú göngum við til kosninga og veljum næsta forseta lýð- veldisins. Að kosningum loknum er mikil vægt að sátt og sameining ríki um þann einstakling sem verður fyrir valinu. Því vil ég hvetja kjósendur til að nýta rétt sinn og kynna sér vel það sem þeir frambjóðendur sem í boði eru hafa fram að færa. Það skiptir máli að ákvörðunin sé tekin á upplýstan hátt, þannig fáum við góðan forseta. Forseti getur gert heilmikið gagn fyrir land og þjóð. Forseti slær tóninn og er fyrirmynd, getur leitt samtal um jafnrétti, menntun og náttúruvernd, er fyrirmynd sem sýnir virðingu og heiðarleika í verki. Forseti getur skapað tæki- færi fyrir Íslendinga, opnað dyr og stutt við íþróttafólk, listamenn, vísindamenn, tæknifólk og sprota- fyrirtæki. Ég mun vera duglegur for- seti sem þjóðin getur í senn nýtt til góðra verka og verið stolt af. Úrslitin eru ekki ráðin, þitt atkvæði skiptir máli. Ég hvet þig til að kjósa þann frambjóðanda sem þú telur besta kostinn. Það er engin ástæða til að velja þann næstbesta til þess að koma í veg fyrir að sá sem þú vilt ekki komist að. Valið stendur að mörgu leyti milli fortíðar, þess að standa í stað, eða að horfa til framtíðar. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð. Kjósum rétt Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur Föstudaginn 10. júní sl. var lang-þráðum áfanga náð í fangelsis-málum þegar nýtt fangelsi var tekið í notkun. Mun það leysa af hólmi Hegningarhúsið og Kvenna- fangelsið. Þetta nýja fangelsi er ekki eingöngu merkilegt fyrir góðan aðbúnað og hönnun heldur er það fyrsta fangelsið sem er byggt sem fangelsi síðan Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874! Því merkilegri er svo sú staðreynd að fangelsismál hafa lengi verið í ólestri, en Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafði kjark og metnað til að berjast fyrir byggingu nýs fangelsis á árunum 2011-2013 þegar staða ríkissjóðs var alvarleg. Ber að hrósa og þakka Ögmundi fyrir hans baráttu sem og líka þeim Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur og Ólöfu Nordal að hafa fylgt málinu eftir af fullum þunga og klár- að með sæmd. Nýja fangelsið er vel tæknilega útbúið gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með sérstakri deild fyrir kvenfanga. Í fangelsinu eru alls 56 fangaklefar. Heildar- kostnaður við byggingu fangelsisins er um þrír milljarðar króna. Hið nýja fangelsi er tekið í notkun á mikilvægum tíma þar sem skortur hefur verið á fangelsisrýmum og hefur boðunarlisti aðila til afplán- unar lengst á undanförnum árum. Árið 2007 voru 105 aðilar á boð- unarlista, árið 2009 voru þeir orðnir 213, árið 2012 voru þeir 366 og árið 2014 var fjöldi aðila á boðunarlista kominn í 437 eða um um 300% fleiri en árið 2007. Fjöldi fanga sem eru í afplánun á hverju ári er um 150. Fjöldi fanga á afplánunarlista fang- elsismála hefur hin síðari ár aukist og þrátt fyrir tilkomu hins nýja fang- elsis mun það ekki leysa vandann. Margt hefur verið gert til að mæta fjölgun fanga á afplánunarlistanum, m.a. hefur föngum verið gefinn kostur á afplánun með samfélags- þjónustu og rafrænu eftirliti auk hins gamla úrræðis, reynslulausnar. Fjölga þarf rýmum Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræðiþjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Árið 2010 gerði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu fangelsismála á Íslandi. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar ekki var búið að ákveða byggingu fangelsisins á Hólms- heiði og einnig voru miklu færri á boðunarlista til afplánunar. Að auki hafa fleiri þungir dómar fallið síðan þá, m.a. vegna fíkniefnainn- flutnings, kynferðisbrota og vegna löggjafar Alþingis um hertar refs- ingar. Ríkisendurskoðun lagði til í skýrslu sinni nokkra möguleika um hvernig eigi að takast á við aðsteðj- andi vanda, m.a. byggingu nýs fang- elsis og tvo kosti varðandi stækkun á fangelsinu á Litla-Hrauni. Annar kosturinn kallaði á stækkun sem næmi 22 rýmum og kostaði um 450 milljónir (um 550 milljónir á núvirði) eða meiri stækkun sem næmi 44 rýmum og kostaði um einn milljarð (um 1.250 milljónir á núvirði). Með því að ráðast í stækkun á Litla-Hrauni er hægt að lækka rekstrarkostnað. Með því að fjölga rýmum í fangelsum er hægt að stytta boðunarlista til afplánunar, kalla aðila fyrr í afplánun og draga úr óvissu meðal fanga og aðstand- enda sem er í samræmi við Mann- réttindasáttmála Evrópu. Það er ábyrgð samfélagsins að gæta fanga, gera þeim kleift að takast á við afplánun af reisn og auðvelda þeim að koma aftur í samfélagið sem betri menn. Opnun fangelsisins á Hólmsheiði er stórt skref í þessa átt en betur má ef duga skal. Betur má ef duga skal! Hefði þetta fólk fengið að ráða, hefðum við aldrei fengið að sjá sýknudóminn sem kveðinn var upp í EFTA- réttinum 28. janúar 2013. Þrátt fyrir hið nýja fangelsi á Hólmsheiði, þá þarf að fjölga rýmum og bæta þjónustu við fanga, eins og sálfræði- þjónustu og aðgengi að námi og léttri vinnu. Ég heyri að fleiri og fleiri ætla að kjósa framtíðina og vilja forseta sem mun gera gagn. Það skiptir máli að taka þátt því þannig getum við haft áhrif. Ég vel framtíðina og býð þjóðinni að fylgja mér í þeirri vegferð. Enginn sem býður sig fram til að gegna embætti forseta Íslands ætti að koma sér undan því að svara þeirri spurningu, því verðandi for- seti mun standa frammi fyrir henni. Hún varðar farsæld og hamingju þjóðarinnar. 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R18 S k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D 2 -1 8 F 0 1 9 D 2 -1 7 B 4 1 9 D 2 -1 6 7 8 1 9 D 2 -1 5 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.