Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 44
Spáin gildir fyrir júlí Lengri útgáfa af stjörnuspá á visir.is/SiggaKlingStjörnuspá Siggu Kling 21. mars–19. apríl Hrúturinn 20. apríl–20. maí Nautið 21. maí–20. júní Tvíburi Krabbinn 23. júlí–22. ágúst Ljónið 23. ágúst–22. september Meyjan 23. september–22. október Vogin 23. október–21. nóvember Sporðdrekinn 22. nóvember–21. desember Bogmaðurinn 22. desember–19. janúar Steingeitin 20. janúar–18. febrúar Vatnsberinn 19. febrúar–20. mars Fiskarnir 21. júní–22. júlí Beislaðu reiðina Elsku Hrúturinn minn. Þú ert að taka ákvörðun sem á eftir að hafa í för með sér skemmtilega áhættu. Þér mun finnast það spennandi. Þú elskar að hafa spennuna með þér enda hefur líf þitt verið mjög litríkt. Það á bara eftir að verða enn þá meira spennandi. Ekki æsa þig yfir einhverri bölvaðri vitleysu og hafðu taumhald á reiðinni. Fólk tekur bókstaflega eftir öllu sem þú ert að segja. Þú munt ná árangri í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur. Vertu því viss um það að þér finnist gaman að því sem þú ætlar þér að gera. Þú ert búinn að standa þig vel, og allt á eftir að reddast á hárréttum tíma. Vertu orðvart Elsku Nautið mitt. Öll leiðindi fara afskaplega mikið í taugarnar á þér og það sem meira er, þú þarft ekki að hafa skoðun á öllu. Best er fyrir þig að vera heima hjá þér, þar hleðurðu batteríin. Þú ert að byrja á nýju tímabili sem varir næstu tólf mánuðina. Þetta er tímabil jafnvægis og hugarróar. Þú munt sigra í einhverju máli sem þú hefur haft áhyggjur af. Það gerist kannski með haustinu. Fyrir þau Naut sem eru á lausu er gott að muna að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Með því að ætlast til að hlutirnir gerist strax geturðu bara hrakið fólk frá. Hafðu hugfast: Ekki segja eða gera neitt sem þú vilt ekki að fréttist. Dagurinn í dag er sá eini Elsku Tvíburinn minn. Settu þig í smjaðursgírinn til að ná fólki á þitt band. Þú þarft samt að passa þig á að láta fólk ekki stjórna þér. Þú berð ábyrgð á þinni eigin líðan. Láttu skoðanir þínar í ljós á hógværan hátt og þú uppskerð ríkuleg verðlaun. Þessi verðlaun geta verið betri líðan, betra álit annarra á þér og svo framvegis. Fyrir einhleypa Tvíbura er gott að hafa á bak við eyrað að leita sér að ástvini sem ekki veldur þér stressi og höfnun. Slakaðu á, þegar rétta ástin kemur þá veistu það. Þú ert undir sérstökum álögum núna sem gera að verkum að þú getur fundið ástina á ólíklegustu stöðum. Hugsaðu alltaf að dagurinn í dag sé eini dagurinn sem þú átt. Greddan allt umlykjandi Elsku Krabbinn minn. Venus er allt um kring. Það þýðir að þú elskar og verður elskaður. Mundu samt að setja mörk og hleypa bölvuðum afætunum ekki að þér. Þó þig langi stundum að gráta er best að ríghalda í gleðina. Þú hefur svo sem séð það síðustu tvo mánuði að þú ert á réttri leið, það er ekki það. Annars er greddan alltumlykjandi. Sýndu þér virðingu og sýndu ástinni virðingu. Svo er um að gera að nýta sér þennan dásamlega geislandi persónuleika sem þú hefur, því hann lýsir upp allan heiminn. Taktu eftir því og þá sjá allir hinir það líka. Nenntu ástinni Elsku Ljónið mitt. Það er ekkert auðvelt að vera Ljón. Þú ert að vinna þig svo sterkt og fallega út úr tilfinninga- legu amstri. Veikleikar fá nú að sigla lönd og leið. Steinhættu að eltast við viðurkenningar, sérstaklega frá fólki sem skiptir þig engu máli. Þú getur aldrei látið öllum finnast þú flottasta Ljón í heimi, þó þú vissulega sért það. Slakaðu á þrasgirninni, það mun koma þér ansi langt. Ástarorkan er líka allt í kringum þig. En þú verður auðvitað að nenna að vinna að ástinni. Elsku Ljón, ekki gleyma, að þetta sumar sem er í gangi, er sumar tilfinninganna. Hrósa frekar en hrekkja Elsku Meyjan mín. Það er mikið af asnalegri öfund í kringum þig, en hún er nú oft förunautur frægðarinnar og velgengninnar svo kannski ættirðu bara að vera alsæl með þetta. Þú skalt fara með friði og fyrirgefa, og kyngdu stoltinu þínu, að minnsta kosti stundum. Stolt er sko alls ekkert fitandi. Sú hindrun sem líklegust er til að verða á vegi þínum í sumar, elsku Meyja, ert þú sjálf. Um leið og þú hefur öðlast trú á þér, þá veistu hvernig þú átt að lifa lífinu. Þú gerir svo marga hamingjusama. Haltu því áfram og hrósaðu fólki miklu frekar en að hrekkja það. Segðu bara já Elsku Vogin mín. Ekki vera að hafa endalaust samviskubit. Það er ekkert bit sárara en akkúrat það. Það þarf ekkert að klára allt í gær. Tileinkaðu þér að bara vera. Pínulítið. Slakaðu á og leyfðu þér að fylgja flæðinu. Segðu já! Ef einhver segir: „Eigum við að skella okkur til Dalvíkur?“ þá skalt þú segja já. Þú hefur svo mikla hæfileika til að elska aðra skilyrðislaust og sendir svo góða strauma út frá þér. Það er einmitt þess vegna sem fólk elskar þig. Ef þú stæðir eins sterkt með þér og þú stendur með vinum þínum, væri þetta svo miklu auðveldara. Ekki gleyma því. Þarf að þora til að skora Elsku Sporðdrekinn minn. Ekki taka vini þína eða neina í kringum þig sem sjálfsagðan hlut, það er ekkert sem er sjálfsagt. Þú þarft að nota kraftinn þinn til að efla vini þína, vegna þess að með því eflir þú sjálfan þig. Þú hefur ótrúlega góða samskiptahæfileika, en skortir aðeins kjarkinn. Þú ert svo yndis- legur elskhugi, svo notaðu töfrana þína svolítið meira þar. Þú þolir ekki meðalmennsku og verður pirraður þegar þér finnst ekkert vera að gerast. Það er þitt að stíga fyrsta skrefið og þá mun alheimurinn hjálpa þér. Það þarf að þora til að skora, er mottóið þitt í sumar. Vertu þolinmóður Elsku Bogmaðurinn minn. Láttu ekki þennan pirring breyta ákvarðana- töku þinni, sýndu ÞOLINMÆÐI, segðu „ég er þolinmóður“, það mun leysa flækjurnar í kringum þig, sú hugsun og staðreynd að þú þarft að vera þolinmóður. En það er ansi mikil viðkvæmni í kringum þig. Og það eina sem þig langar er bara að vera svo dásamlega hrein- skilinn. En ég segi: „Ef þú hefur ekkert gott að segja, þá skaltu bara þegja.“ Þú færð skilaboð og miklar fréttir, sem munu einfalda líf þitt og gefa þér kraft. Það eru mikil tækifæri í kringum þig, en það er eins og þú sjáir það ekki. Horfðu betur. Erfið ást fölnar Elsku Steingeitin mín. Þú hefur svo mikla samkennd með öðrum og vilt að allt gangi svo vel í kringum þig, svo láttu ekki þann sem er leiðinlegur hafa áhrif á þig. Eina dauðasyndin sem er til er að vera leiðinlegur. Þegar líða tekur á sumarið muntu baða þig í geislum velgengninnar og þá getur þú sagt við þig: „Ég vissi að það væri heilmikið í mig spunnið.“ Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af að einhver sé að dæma þig út af þessu og hinu, það er hégómi. Eitthvað merkilegt er í kortunum í lok júlí til byrjunar ágúst. Vertu til- búin, þú átt það svo sannarlega skilið. Erfið ást fölnar og ný ást kviknar. Tími heiðarleikans Elsku Vatnsberinn minn. Mörgum spurningum þínum verður svarað og sumt af því er svolítið erfitt fyrir þig. Ronaldo, hinn mikli meistari, er vatnsberi eins og þú, og hann er búinn að láta tilfinningar sínar hlaupa með sig í gönur. Svo skilaboðin til þín eru, vertu alveg pollrólegur. Sparaðu stóru orðin, því kannski er eitthvað af þessum erfiðleikum í kringum þig að einhverju leyti einmitt þér að kenna. Segðu bara það sem þú getur staðið við. Með friði verður framtíðin miklu bjartari. Seinni parturinn á sumrinu kemur með svo dásamlega sterkar tilfinningar, sem láta þér líða eins og þú svífir á bleiku skýi. Nú skal daðrað Elsku Fiskurinn minn. Það er mikil spenna yfir þessu sumri, dásam- legur hraði, svolítið ógnvekjandi stundum, en í þessum hraða ert þú alveg með fótinn nálægt bremsunni, svo þú getur stjórnað þessu sjálfur. Þetta sumar byggist allt á sjálfstrausti. Þið laf- lausu Fiskar gætuð haldið daðursnámskeið, það er svo mikið flört í kringum ykkur. Daður er já- kvætt, það er nú ekki alltaf sexúal, þið þurfið að skoða það. Hamingjan mun banka og þú verður heima hjá þér þegar hún gerir það. Þú verður mjög heppinn, en kannski á síðustu stundu, bara svo þú getir orðið pínulítið stressaður. Þú nærist stundum á stressinu, elsku hjartað mitt. BoTN 250 g grófmalað spelt 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 tsk. kryddblanda (oreganó, basilíka o.fl.) 1 msk. ólífuolía 200 g volgt vatn Blanda saman spelti, lyftidufti, kryddblöndunni og saltinu. Bæta svo volgu vatni og ólífuolíunni saman við og hnoða. Strá smá hveiti á borðið og fletja deigið þunnt út. Einnig er líka gott að setja fyrst bökunarpappír svo deigið rifni nú ekki þegar þið setjið það í ofnskúffu. Þá er deigið tilbúið og nú má byrja að dúllast við sérlega föstu- dagspitsugerð. Í stað hefðbundinnar pitsusósu er notað rautt pestó. Því dreift vel og vandlega yfir botninn og svo rifinn mozzarella- ostur yfir. Skella svo í ofninn við 180 gráður í tólf til fimmtán mínútur, eða þar til skorp- an er orðin stökk og osturinn bráðinn. Næst skal kjúklingurinn gerður klár. Hitið ofninn í 180 gráður með blæstri. Krydda skal kjúklinga- bringur með alls kyns kryddi og þeim svo komið fyrir í eldföstu móti í góðar tutt- ugu mínútur. Þegar hvort tveggja er tilbúið, pitsan og kjúkl- ingurinn, skal hefjast handa við að raða spín- ati, rauðlauk, tómötum og kjúklingi í þessari röð. Til að gera gott enn betra má sáldra parmesanosti yfir og láta góðan slurk af hvítlauksolíu yfir. Föstudagspitsan Speltpitsa með pestó og kjúklingi Hún er býsna gómsæt, þessi. Það verður bara að segjast. Mynd/Eva LaufEy Kjaran 2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R32 L í F i ð ∙ F R É T T A B L A ð i ð Lífið 2 4 -0 6 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D 2 -0 A 2 0 1 9 D 2 -0 8 E 4 1 9 D 2 -0 7 A 8 1 9 D 2 -0 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.