Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 26
Spáir þú mikið í tísku? Ég hef
alltaf verið vakandi fyrir spenn-
andi hönnun og hef gaman af
leikgleði í klæðaburði. Tíska
hins vegar getur verið svo
margt. Ótrúlegustu hörmungar
hafa orðið að tískubylgjum, eða
faraldri, liggur mér við að segja.
Þess vegna er svo mikilvægt að
hver og einn treysti sínu innsæi
með það hvað er flott og hvað
ekki. Það getur verið að það sé
bara ein manneskja í bænum
sem kemst upp með að vera í
Vill hafa leikgleðina ríkjandi
Tónlistarkonan Kira Kira, Kristín Björk Kristjánsdóttir, verður með tónleika í Mengi við Óðinsgötu á föstudagskvöldið.
Hún hefur mjög gaman af fólki sem þorir að klæða sig nákvæmlega eins og því sýnist óháð nýjustu tísku.
Í svörtum flauelskjól eftir Eygló. Í kjól eftir Carol Young sem keyptur var í Los Angeles á
góðum degi. Hálsmenið er eftir Elínu Hansdóttur.
Í leðurjakka frá Won Hundred, kjól frá LVR og hettupeysu af föður sínum.
MYndiR/EYþóR
Í Eskmo-bol eftir tónlistarmanninn Eskmo. derhúfan tilheyrir Hermigervli. Hana
fékk Kristín lánaða því að hún margfaldar afköst og framkvæmdagleði um 111%.
einhverjum brjáluðum jakka til
dæmis, og sú manneskja gæti
vel verið þú. Þannig að ég hef
mjög gaman af fólki sem þorir
að klæða sig nákvæmlega eins
og því sýnist, óháð nýjustu tísku.
hvernig myndir þú lýsa þínum
stíl? Þessa dagana er ég yfir-
leitt á leið í eða úr jóga og svo í
stúdíóið að vinna, þannig að ég
er mest í þægilegum galla sem
virkar líka ef ég skyldi bregða
eitthvað út af því tempói.
hvar kaupir þú fötin þín? Yfir-
leitt á ferðalögum, en þá sjaldan
að ég fjárfesti í einhverju hér
heima versla ég ýmist við Kiosk
eða kaupi af vinum á einhverjum
skemmtilegum pop-up mörk-
uðum.
eyðir þú miklu í föt? Nei. Þar til
nýlega þá var ég ekki búin að
eyða krónu í föt í svona ár.
hver er uppáhaldsflíkin þín?
Ætli það sé ekki hvítur kjóll eftir
Carol Young úr „I Am Unde-
signed“-seríunni sem ég keypti
í Los Angeles fyrir tveimur
árum, rétt áður en ég fór í mjög
eftirminnilegt sundlaugarpartí.
Þetta er algjör happakjóll.
Uppáhaldshönnuður? Heli-
copter og Eygló.
Bestu kaupin? Úff, ég veit það
ekki. Kannski bara nýi leður-
jakkinn minn sem ég keypti af
magnaðri skáldkonu í Vestur-
bænum um daginn. Hann passar
upp á mig, þessi jakki, eins og
lífvörður.
Verstu kaupin? Ég geri aldrei
slæm kaup. Ef maður ætlar að
vera að þessu á annað borð, þá
er alveg eins gott að gera þetta
almennilega.
hverju verður bætt við fata-
skápinn næst? Það kæmi ekki
á óvart ef það yrðu einhvers
konar jógaþræðir, annars hef
ég ekkert spáð í því satt best að
segja.
hver er helsti veikleiki þinn
þegar kemur að tísku og útliti?
Ég geri mitt besta til að vera
sátt við mig, nákvæmlega eins
og ég er. Það eru auðvitað alls
konar stillingaratriði, en ég legg
mig fram um að fókusera heldur
á styrkleika mína og fólksins í
kringum mig, enda verður það
sem við einbeitum okkur að
stærra og meira.
notar þú fylgihluti? Ég hef
mjög gaman af alls konar háls-
menum og verndargripum og á
til dæmis tvö eftir Elínu Hans-
dóttur sem ég held mikið upp á.
Áttu þér tískufyrirmynd? Vin-
konur mínar eru þvílíkir töffarar
og glæsikvendi allar sem ein
og þær gefa mér oft innblástur
þegar kemur að klæðaburði og
almennum elegans.
hvað er fram undan hjá þér? Ég
er með tónleika í Mengi við Óðins-
götu á föstudagskvöldið. Þar er
planið að spila músík sem ég er að
pródúsera fyrir tvær nýjar plötur
sem koma út í lok árs. Önnur
þeirra er samstarf okkar Eskmo,
bandarísks tónlistarmanns frá
Los Angeles, og hin er allsherjar
vinasamstarfsfögnuður sem ég
hef verið að taka upp undanfarið
með Hermigervli.
GERRY WEBER – TAIFUN – BETTY BARCLAY
SUMARSALAN HAFIN
20–30% AFSL.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
1
-F
1
7
0
1
9
D
1
-F
0
3
4
1
9
D
1
-E
E
F
8
1
9
D
1
-E
D
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K