Fréttablaðið - 24.06.2016, Blaðsíða 10
Ólöf Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Föstudagsviðtalið
Á eftir að gera upp
Landsdómsmálið
Ég hef sagt það lengi
að þegar kemur að
jafnréttismálum og valdefl-
ingu kvenna þá er Ísland
ekki smáríki. við eigum að
gera út á það. við eigum
heilmikla sögu sem er
geysilega gaman að hafa í
farteskinu þegar maður er að
vinna alþjóðlega að jafn-
réttismálum.
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öld-inni. Það er okkar að takast á við það sem
er ólokið verkefni 21. aldarinnar,
að stuðla að jafnrétti kynjanna. Við
sinnum því með ýmsum hætti. Allar
stofnanir SÞ eiga að gera það og það
er okkar að samræma það verkefni
og sjá til þess. Stóru peningarnir fara
í gegnum hinar stofnanirnar. Við
erum lítil stofnun með litla peninga.
Við verðum að vera svipan og líka
gulrótin fyrir aðra til þess að vinna
að þessu. Það sem við leggjum aðal-
áherslu á er að vinna með stjórn-
völdum og í samstarfi við kvenna-
hreyfinguna. Að auka hlut kvenna
í stjórnmálum og ákvarðanatöku
í samfélaginu. Auka hlut kvenna á
vinnumarkaðnum, stuðla að efna-
hagslegu sjálfstæði kvenna og sporna
gegn kynbundnu ofbeldi,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi
ráðherra og formaður Samfylkingar-
innar, um verkefni UN Women.
Ingibjörg starfaði fyrir UN
Women í Afganistan áður en hún
tók við stöðu umdæmisstjóra í Tyrk-
landi. Hún setti á laggirnar svæðis-
skrifstofu samtakanna í Istanbúl.
Undir hana heyra 13 starfsstöðvar í
jafn mörgum löndum sem hún hefur
eftirlit með og mótar stefnu þeirra.
Fjáröflun er stór hluti starfsins.
„Það er auðvitað þrautin þyngri
vegna þess að það hefur dregið tals-
vert úr fjárframlögum alþjóðasam-
bandsins til þróunarmála. Meðal
annars vegna þess að flóttamanna-
vandinn er farinn að leggjast þyngra
á mörg ríki Norður-Evrópu og þau
eru farin að nota meira af fram-
lögum sínum til þróunaraðstoðar í
verkefni heima fyrir.“
Ísland gefur ekki nóg
Alþjóðlegt viðmið er að þjóðir gefi
0,7 prósent af landsframleiðslu
til þróunarmála. Það hafa hins
vegar ekki öll lönd staðið við. „Við
Íslendingar höfum ekki náð þessu.
Danir voru komnir upp í eitt pró-
sent og Svíarnir held ég líka en það
hefur dregið úr þessu vegna þess
að þeir eru að nota hluta þessara
fjármuna í móttöku flóttamanna í
sínu landi sem orkar tvímælis. Þeir
geta gert það samkvæmt reglunum
í tvö ár – en ekki lengur. Þetta hefur
hitt okkur illa fyrir. Það hefur verið
barningur að tryggja fjármuni í
verkefni og það fer talsvert mikið
af mínum tíma í það. Það er m.a.
þess vegna sem við höfum leitað
til landsnefndanna í Evrópu, eins
og þeirrar íslensku, sem núna er að
keyra í gang annað átaksverkefni til
að safna peningum fyrir okkur.“
Fjölskyldur á flótta
Íslenska landsnefndin stendur fyrir
verkefninu Fer fjölskyldan á flótta
í sumar? Hægt er að leggja átakinu
lið með að senda textaskilaboðin
„konur“ í númerið 1900.
„Við erum að safna í þetta starf
okkar með flóttakonum, í Tyrklandi
og á Balkanskaganum. Þetta er gríðar-
lega mikilvægt fyrir okkur vegna þess
að eins og stendur höfum við ekki
önnur fjárframlög en frá þessum
landsnefndum til þessa tiltekna verk-
efnis.“
Í Tyrklandi eru 2,7 milljónir flótta-
manna. Rúmlega helmingur eru
konur og stúlkubörn. Flóttamenn-
irnir reyna koma sér frá Tyrklandi,
yfir Eyjahafið og til Evrópu. Á undan-
förnum misserum hefur konum og
börnum fjölgað í hópi flóttafólks.
UN Women vinnur að því að beina
neyðar aðstoðinni að konum.
„Við getum lagt heilmikið af
mörkum, sérstaklega í því að vekja
athygli á því að aðstæður flótta-
kvenna og þarfir þeirra eru aðrar
en karlmanna sem eru á flótta. Það
verður að taka á þeirra málum með
öðrum hætti en málefnum karla á
flótta.“
Hún segir það vera algengt að
flóttakonur verði fyrir ofbeldi.
„Þessu verða þeir sem eru að taka
á móti þeim að gera sér grein fyrir,
reyna að greina og veita þeim þá
aðstoð sem þær þurfa á að halda.
Bæði sálfræðilega og lagalega.
Annað sem ég get nefnt. Tólf pró-
sent þessara kvenna sem eru á flótta
eru barnshafandi og þær eru að fæða
börn við aðstæður sem eru hræði-
legar.“
Ingibjörg segir íslensku lands-
nefndina hafa náð eftirtektarverðum
árangri á heimsvísu.
Hún segir þetta skýra það sem hún
hefur haldið fram lengi.
„Mér finnst þetta mjög ánægjulegt
og merkilegt. Ég hef sagt það lengi
að þegar kemur að jafnréttismálum
og valdeflingu kvenna þá er Ísland
ekki smáríki. Við eigum að gera út á
það. Við eigum heilmikla sögu sem er
geysilega gaman að hafa í farteskinu
þegar maður er að vinna alþjóðlega
að jafnréttismálum.“
Fjórir áratugir um kvenréttindi
Ingibjörg er sjálf ein þeirra sem hafa
skrifað kvenréttindasöguna hér á
landi. „Ég er búin að vera að vasast í
þessu með einhverjum hætti í nærri
40 ár. Um tvítugt byrjaði ég að taka
þátt í þessari baráttu í kringum
kvennafrídaginn. Það kveikti í mér
eins og svo mörgum öðrum. Síðan
kemur kjör Vigdísar Finnbogadótt-
ur, svo var ég í Rauðsokkahreyfing-
unni á þessum tíma og þátttakandi í
því að stofna Kvennaframboðið. Svo
í gegnum borgina, það varð gríðar-
lega mikil stefnubreyting í borg-
inni 1994 sem leiddi til þess að það
varð bylting hér í leikskólamálum.
Bylting í að auka hlut kvenna í ↣
ingibjörg sólrún gísladóttir sagði skilið við stjórnmálin árið 2009 og
sér ekki eftir því. Nú býr hún í tyrklandi og sinnir starfi umdæmisstjóra
uN Women þar sem hún vinnur að því að efla stöðu kvenna. ingibjörg
ræðir kvenréttindi, átök við davíð Oddsson og landsdómsmálið.
Hún treystir ekki forystu samfylkingarinnar.
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R10 F R é T T i R ∙ F R é T T A B L A ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
1
-F
6
6
0
1
9
D
1
-F
5
2
4
1
9
D
1
-F
3
E
8
1
9
D
1
-F
2
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K