Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 12
Leikmaður helgarinnar
Jamie Vardy hafði ekki skorað deildarmark síðan
27. ágúst fyrir leikinn gegn Manchester City á
laugardaginn. Það tók hann hins vegar ekki nema
rúmar tvær mínútur að finna leiðina fram hjá hrip-
lekri vörn City og áður en yfir lauk hafði Vardy
skorað þrennu.
Vardy skoraði 24 mörk á síðustu leiktíð sem
áttu stóran þátt í óvæntum Englandsmeist-
aratitli Leicester og færðu honum verð-
skuldað sæti í liði ársins. Hvorki Leicester
né Vardy hafa náð sömu hæðum á tíma-
bilinu til þessa og framherjinn einungis
skorað einu sinni í deildinni áður en kom
að leiknum gegn City.
Á laugardaginn sáum við hins vegar hinn gamla góða
Jamie Vardy ganga frá Pep Guardiola og leikmönnum
hans. Vardy virtist fullur sjálfstrausts og kláraði færin
sín af stakri snilld. Mörk hans minntu á taktana frá því
á síðustu leiktíð og frábær samvinna við Riyad Mahrez
hefur vafalaust glatt þjálfarann Claudio Ranieri.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Sigur Manchester
United á Totten-
ham var afar mikil-
vægur fyrir José
Mourinho og félaga.
Liðið hafði leikið fjóra deildarleiki
á heimavelli í röð án þess að vinna
og hefði misst Tottenham níu stig
fram úr sér með tapi. Sigurinn í
gær var verðskuldaður og heldur
United sig í námunda við toppliðin.
Hvað kom á óvart?
Öruggur sigur
Leicester gegn
Manchester City
kom mörgum í opna
skjöldu. Heimamenn
komust í 3-0 eftir tuttugu mínútur
og varnarleikur City hlýtur að valda
Pep Guardiola miklum áhyggjum.
Sigurinn var aðeins sá fjórði hjá
Leicester á tímabilinu.
Mestu vonbrigðin
Loris Karius hefur
ekki heillað stuðn-
ingsmenn Liverpool
til þessa og frammi-
staða hans gegn West
Ham í gær var ekki upp á marga
fiska. Karius átti að leysa mark-
mannsvandræði Jurgens Klopp
en það er spurning hvort Simon
Mignolet fari að fá tækifæri á ný.
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 15. umferðar 2016-17
Watford - Everton 3-2
0-1 Romelu Lukaku (17.), 1-1 Okaka (36.), 2-1
Prödl (59.), 3-1 Okaka (64.), 3-2 Lukaku (87.).
Arsenal - Stoke 3-1
0-1 Charlie Adam, v. (29.), 1-1 Theo Walcott
(42.), 2-1 Mesut Özil (50.), 3-1 Iwobi (75.).
Burnley - Bournemouth 3-2
1-0 Hendrick (13.), 2-0 Ward (16.), 2-1 Afobe
(45.), 3-1 Boyd (75.), 3-2 Daniels (90.).
Hull - C. Palace 3-3
1-0 Snodgrass (27.), 1-1 Benteke (52.), 1-2
Zaha (70.), 2-2 Diomande (72.), 3-2 Liver-
more (77.), 3-3 Campbell (88.).
Swansea - Sunderland 3-0
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (50.), 2-0
Fernando Llorente (54.), 3-0 Llorente (80.).
Leicester - Man. City 4-2
1-0 Jamie Vardy (3.), 2-0 Andy King (5.), 3-0
Jamie Vardy (20.), 4-0 Jamie Vardy (78.), 4-1
Aleksandar Kolarov (82.), 4-2 Nolito (90.).
Chelsea - WBA 1-0
1-0 Diego Costa (76.). Níu sigrar í röð.
Man. Utd. - Tottenham 1-0
1-0 Henrik Mkhitaryan (29.)
S’ton - M’brough 1-0
1-0 Sofiane Boufal (53.)
Liverpool - West Ham 2-2
1-0 Adam Lallana (5.), 1-1 Dimitri Payet
(27.), 1-2 Michail Antonio (39.), 2-2 Divock
Origi (48.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Chelsea 15 12 1 2 33-11 37
Arsenal 15 10 4 1 36-15 34
Liverpool 15 9 4 2 37-20 31
Man. City 15 9 3 3 32-19 30
Tottenham 15 7 6 2 24-11 27
Man. Utd 15 6 6 3 20-16 24
Watford 15 6 3 6 21-26 21
West Brom 15 5 5 5 20-18 20
Everton 15 5 5 5 19-19 20
Southampt. 15 5 5 5 14-15 20
Stoke 15 5 4 6 17-22 19
Bournem. 15 5 3 7 21-25 18
Burnley 15 5 2 8 15-25 17
Leicester 15 4 4 7 21-26 16
Cry. Palace 15 4 3 8 27-29 15
Middlesbr. 15 3 6 6 13-16 15
West Ham 15 3 4 8 17-31 13
Swansea 15 3 3 9 19-31 12
Hull 15 3 3 9 14-32 12
Sunderland 15 3 2 10 14-27 11
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Swansea City
Gylfi Þór Sigurðsson
Sjá burðinn til hliðar
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Landsliðsfyrirliðinn skoraði
mark Cardiff í 1-1 jafntefli
gegn Ipswich.
Wolverhampton Wanderers
Jón Daði Böðvarsson
Kom inn á í stöðunni 1-3 og
lék í rúman hálftíma fyrir
Wolves í 4-4 jafntefli gegn Fulham.
Fulham
Ragnar Sigurðsson
Sat allan tímann á
bekknum hjá Fulham sem
gerði 4-4 jafntefli gegn Wolves.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Lék allan leikinn í vörn
Bristol City sem beið lægri
hlut gegn Huddersfield.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Sunderland um helgina. Hann skoraði þá sitt fimmta mark í ensku úrvalsdeildinni en fjögur þeirra hafa komið í síðustu átta
leikjum eða síðan Bob Bradley tók við. FRÉTTABLAðið/GETTy
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var ekki með Burnley
gegn Bournemouth vegna
meiðsla. Burnley vann þar
3-2 sigur eftir þrjú töp í röð.
Útklippt
mynd
fótbolti Bandaríkjamaðurinn
Bob Bradley hefur náð því besta út
úr Gylfa Þór Sigurðssyni á síðustu
vikum og með því tekist að endur-
ræsa Swansea-vélina og landa
mikilvægum stigum í fallbaráttunni.
Swansea hefur skorað átta mörk og
fengið tvö stig út úr síðustu tveimur
leikjum sínum á Liberty-leikvangin-
um og þar á liðið og Bradley sjálfur
Gylfa mikið að þakka.
Komið að sjö af átta mörkum
Gylfi hefur verið bæði með mark og
stoðsendingu í báðum þessum sig-
urleikjum en auk þess átti hann þátt
í undirbúningi allra hinn þriggja
markanna í 5-4 endurkomusigri á
Palace fyrir tveimur vikum.
Um helgina skoraði hann fyrsta
markið og lagði upp mark númer
tvö. Gylfi hefur því komið að sjö af
átta mörkum velska liðsins í þessum
lífsnauðsynlegum sigrum.
Ein af stóru breytingunum eftir
komu Bob Bradley var að færa
Gylfa framar á miðjuna eða jafn-
vel láta hann spila sem falska níu.
Gylfi spilaði mun aftar á miðjunni
eða úti á kanti undir stjórn Ítalans
Francesco Guidolin í byrjun tíma-
bilsins. Gylfi skilaði þeim stöðum af
dugnaði og elju en hann var ekki að
spila þar sem hann er bestur.
Francesco Guidolin var rekinn og
eftirmaðurinn vissi hvað væri besti
fyrir liðið sem var að setja Gylfa í
hans bestu stöðu. Tölfræðin talar
sínu máli. Gylfi átti beinan þátt í
marki (mark eða stoðsending) á 240
mínútna fresti í ensku úrvalsdeild-
inni á þessu tímabili þegar hann
Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum
Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoð-
sendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.
var ekki í sinni bestu stöðu en hefur
komið að marki á 77 mínútna fresti
eftir að hann fékk að spilar framar.
Bradley hrósar Gylfa
Bob Bradley hrósaði Gylfa eftir
leikinn um helgina. „Gylfi er búinn
að vera mjög góður allt tímabilið.
Hann hefur átt þátt í svo mörgum
mörkum í þessum átta leikjum síðan
ég tók við. Hann er hreyfanlegur,
hefur frábært auga fyrir sendingum
og skilar þessum föstu leikatriðum.
Hann er mikilvægur hluti af okkar
sóknarleik og svo fær hann heldur
ekki nógu mikið hrós fyrir varnar-
vinnu sína,“ sagði Bob Bradley.
Sendingar Gylfa hafa líka átt
sinn þátt í því að kveikja í spænska
framherjanum Fernando Llorente.
Swansea-liðinu hefur nefnilega
vantað framherja á skotskónum.
Það er erfitt að setja það á herðar
Gylfa að bæði skora og leggja upp
mörkin. Þrjár stoðsendingar Gylfa
hafa öðrum fremur kveikt í Spán-
verjanum.
Samvinna Gylfa og Llorente
Fernando Llorente hefur nú skorað
fimm mörk, þar af tvö þeirra í síð-
ustu tveimur heimaleikjum liðsins.
1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r12 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
1
2
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
A
2
-9
6
C
0
1
B
A
2
-9
5
8
4
1
B
A
2
-9
4
4
8
1
B
A
2
-9
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K