Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 32
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Steinsson frá Siglufirði, til heimilis að Sléttahrauni 25, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. desember klukkan 13.00. Anna Sigrún Hreinsdóttir Þórður Þórðarson Steinunn Hreinsdóttir Örn Geirsson Vilhjálmur Hreinsson Fríða Rut Heimisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Helgason Sléttuvegi 31, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 13. desember klukkan 13. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag Íslands njóta þess. Óskar Sverrisson Eiríksína Hafsteinsdóttir Jón Sverrir Sverrisson Margrét Steindórsdóttir Helgi Sverrisson Sigurborg K. Stefánsdóttir Sigríður Ragna Sverrisdóttir Sigurbjörn J. Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þennan dag fyrir þremur árum. Voru þá þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson dæmdir í fangelsi. Al-Thani málið á rætur að rekja til hluta- bréfakaupa sheikh Mohammad Bin Kha- lifa Al-Thani í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum þann 22. september árið 2008. Fyrir þessa upphæð fengust 5,01 prósent í bankanum á þeim tíma. Embætti sérstaks saksóknara hélt því fram að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfa- verði í Kaupþingi og skapa þannig falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Sigurður, fyrrverandi stjórnarfor- maður Kaupþings, var dæmdur í fimm ára fangelsi. Hreiðar Már, fyrrverandi forstjóri í fimm og hálfs árs fangelsi. Ólafur, sem var hluthafi í Kaupþingi, í þriggja og hálfs árs fangelsi og Magnús, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings í Lúxemborg, í þriggja ára fangelsi. Hæstiréttur kvað upp sinn dóm rúmu ári seinna. Þá var dómur yfir Hreiðari Má staðfestur, dómur yfir Sigurði mildaður úr fimm árum í fjögur, dómur yfir Ólafi þyngdur í fjögur og hálft ár og dómur yfir Magnúsi þyngdur í fjögur og hálft ár sömu- leiðis. Þ etta g e r ð i st : 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 3 Kaupþingsmenn dæmdir í Al-Thani málinu Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson fyrir héraðsdómi. Fréttablaðið/DaníEl 627 Býsanski herinn sigrar sveitir Khosrau annars Persíukeisara við borgina Níníve 884 Karlómann annar Vestur-Frankakonungur deyr við veiðar. Við af honum tekur Karl feiti sem sameinar Frankaveldi í síðasta sinn. 1643 Torstensonófriðurinn hefst með innrás sænska herforingjans Lennarts Torstensons inn í Jótland. 1901 Marconi-félagið sendir loftskeyti yfir Atlantshafið í fyrsta sinn. 1911 Delí verður höfuðborg Indlands í stað Kalkútta. 1941 adolf Hitler lýsir því yfir á fundi leiðtogaráðs Nasistaflokks- ins að algjör útrýming gyðinga sé yfirvofandi. 1948 Sex farast er snjóflóð fellur á bæinn Goðdal í Strandasýslu. 1963 Kenýa fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1987 Hótel Ísland er tekið í notkun. 1990 Gísli Sigurðsson læknir kemur heim frá Kúveit eftir að hafa verið gísl í fjóra mánuði. Merkisatburðir „sýningin er uppgjörið mitt á árinu 2016. Hún fjallar um það sem hefur verið mér hugleikið á árinu, sem er hamingjan, ástin og sjálfsástin,“ segir Kristín dóra Ólafsdóttir listakona. Kristín opnaði á dögunum listasýninguna, allt gott, í gallerý tukt í Hinu húsinu í reykjavík. „Ég er myndlistarmaður og ég vinn með orð. Þá er ég kannski ljóðskáld líka. Orðin fylgja mér alltaf en ég á þau ekki, ég miðla þeim bara,“ segir Kristín. Útgangspunkturinn í listaverkum Krist- ínar eru orð sem hún þróar síðan áfram í einhvers konar listform, til dæmis mál- verk eða ljóð. Húmorinn skiptir hana máli og gætir hans í mörgum verka hennar. Kristín segir sýninguna vera þakk- lætisvott til svíþjóðar en síðastliðið vor stundaði Kristín nám í gautaborg í skiptinámi frá Listaháskóla Íslands. sýningin hlaut nafnið, allt gott, vegna þess að kennarar hennar í gautaborg skrifuðu alltaf undir bréf til hennar með þeim orðum. „Ég skrifa niður nánast allt sem ég hugsa og þannig hef ég lært að þekkja tilfinningar mínar mjög vel. ef maður ætlar að gera trúverðuga list verður hún að vera einlæg og þá skiptir máli að vera einlægur við sjálfan sig,“ segir Kristín. Hún segir sjálfstraustið mikilvægt í líf- inu og listinni og það hafi hjálpað henni mikið í sinni listsköpun „Í tæp þrjú ár hef ég verið í sjálfsást- arátaki og það hefur gjörbreytt lífi mínu eins dramatískt og það hljómar. Átakið snýst bara um að hugsa fallega til mín og gera meira af hlutum sem veita mér gleði,“ segir Kristín. með auknu sjálfs- trausti fór boltinn að rúlla hjá Kristínu og er sýningin, allt gott, hennar þriðja einkasýning. sýning Kristínar er opin á virkum dögum til tuttugasta desember. thorgeirh@frettabladid.is Gerir upp árið með sinni eigin listasýningu Nú á dögunum opnaði listakonan Kristín Dóra Ólafsdóttir sýningu sína, Allt gott, í Gall- erý Tukt. Sýningin er þakklætisvottur til Svíþjóðar. Hún segir að maður verði að vera ein- lægur við sjálfan sig svo maður geti skapað trúverðuga list. Þetta er þriðja sýning hennar. Sýning Kristínar er opin á virkum dögum til tuttugasta desember MynD:KriStín DÓra 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 2 -A 0 A 0 1 B A 2 -9 F 6 4 1 B A 2 -9 E 2 8 1 B A 2 -9 C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.