Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 13
fólk kynningarblað 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r Úlfrún Kristínudóttir hefur átt loðhamsturinn Gutta í næstum því ár. Hún breytti gamla dúkkuhúsinu sínu í flott einbýlishús handa honum með sniðugum útfærslum. mynd/ernir „Mamma gaf mér eiginlega hug- myndina þegar við vorum að taka til í herberginu mínu og vorum að spá hvað við ættum að gera við gamla dúkkuhúsið því ég er hætt að leika mér með það. Ég breytti því í hamstrabúr fyrir loðhamst- urinn minn Gutta,“ segir Úlfrún Kristínudóttir, tíu ára þúsund- þjalasmiður. „Ég hef gaman af því að smíða og hef smíðað ýmislegt í skólan- um eins og bangsarúm, ávaxta- körfu og fleira. Skemmtilegast þykir mér að föndra, teikna og syngja, en ég er í kór,“ bætir hún við og segir lítið mál hafa verið að útfæra fyrirtaks hamstrabúr úr dúkkuhúsinu. „Ég þurfti aðallega að loka fyrir öll göt og op á húsinu og gera hlera til þess að geta opnað og lokað búrinu. Ég þarf að geta opnað það á öllum hliðum svo ég geti þrifið búrið, gefið hamstrin- um að éta og hleypt honum út.“ Úlfrún fékk örlitla hjálp frá pabba sínum og ömmu við smíð- arnar en sá alfarið um að mála vistarverurnar að innan í falleg- um litum. Gutti kemst milli hæða og herbergja í húsinu og segir Úlf- rún hann hæstánægðan með nýja heimilið. „Við gerðum gat í gólfið á efri hæðinni og svo setti ég spýtu með litlum þrepum á sem hamstur- inn fer upp og niður á milli hæða. Uppáhaldsstaðurinn hans er kósí- horn þar sem hann hefur hreiðrað um sig í, dimmasta horninu á neðri hæð hússins, undir stiganum. Ég setti skrautlegan trékassa sem ég smíðaði og málaði í skólanum í búrið og göng sem ég gerði Hamsturinn býr í dúkkuHúsi Úlfrún Kristínudóttir er handlaginn þúsundþjalasmiður en hún breytti gamla dúkkuhúsinu sínu í einbýlishús fyrir hamsturinn Gutta. Hvert herbergi er málað í fallegum litum og göng og stigar liggja milli hæða. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJA WEBER Q-2200 og Q-3200 á fótum er komið í verslanir WWW.WEBER.IS SUNNUDAGA KL. 20:35 Skatan er komin á Sjávarbarinn! Erum byrjuð að framreiða ilmandi skötu með öllu tilheyrandi. Alla daga fram að jólum. Afsláttur fyrir hópa. Pantanir í síma 517 3131 og 696 5900. Sjávarbarinn – Grandagarði 9 – sjavarbarinn.is Skötuveisla 3.600 kr. fyrir tvo til og með 16.des. Klipptu flipann út og taktu með þér. 2 FYRIR 1 1 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B A 2 -A 5 9 0 1 B A 2 -A 4 5 4 1 B A 2 -A 3 1 8 1 B A 2 -A 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.