Víkurfréttir - 30.03.1983, Síða 10
10 Miðvikudagur 30. marz 1983
VÍKUR-fréttir
vmmr
© 2211 ©
Leigubilar - Sendlbflar
Tj>\IJSTUUTIA4'
lOVIISTAKSiaill
KtíMir %ii ara
Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn
Páls P. Pálssonar, í íþróttahúsi Keflavíkur,
fimmtudaginn 7. apríl n.k. kl. 20.30.
Einleikari: Unnur Pálsdóttir, fiðluleikari.
Einsöngvari: Sieglinde Kahmann.
Forsala aðgöngumiða verður í Fataval,
þriðjudaginn 5. apríl frá kl. 14-17.
Gluggaviðgerðir
Tökum að okkur allt sem því viðkemur,
smíðum opnanleg fög, útvegum allt efni,
þar með talið gler. Föst tilboð.
Greiðsluskilmálar: 1/3 við pöntun, rest á
allt að 6 mánuðum, eða 10% staðgreiðslu-
afsláttur.
Höfum umboð fyrir Glerskálann hf. 5 ára
ábyrgð á gleri. - Leitið tilboða.
Brynjar, sími 3338. - Sigurður, sími 3432
Breytt símanúmer
Eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar á
símanúmerum embættisins að Vatnsnes-
vegi 33, Keflavík:
Þinglýsingar ............. sími 1922
Tollverðir ............... sími 1922
Tryggingaumboð ........... sími 1922
Beint samband við allar deildir embættis-
ins verður í síma 1922.
Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík
og Grindavík
Sýslumaður Gullbringusýslu
FERMINGIN
Fermingarbörn spurð spjörunum úr
Eins og flestum er án efa
kunnugt fer nú í hönd tími
ferminga og þess tilstands
sem að þeim snýr. Að venju
er það mikill og fríður hópur
sem fermist á Suðurnesjum
eða í kringum 200 börn.
Fyrsta ferming var nú sl.
sunnudag, síðan verður
fermt næstu vikurnar í
öllum kirkjum á Suðurnesj-
um.
Til að heyra hljóðið í ferm
ingarkrökkunum sjálfum
fengu Víkur-fréttir til máls
við sig fjóra krakka sem
fermast nú í vor, og voru
lagðar fyrir þau eftirtaldar
spurningar:
1. Hvers vegna lætur þú
ferma þig?
2. Verður haldln mlkil
veisla hjá þér?
3. Ertu trúuð(aður) og
ferðu oft i kirkju?
4. Veistu hvað þú átt að fá
(hvað fékkstu) I fermingar-
gjöf?
5. Finnst þér of mikið um-
stang f kringum ferming-
una?
Fyrstan spurðum við Eln-
ar G. Einarsson. Hann
fermdist 27. marz sl.
1. Ég fermdist til að taka
kristna trú og ganga í full-
orðinna manna tölu, nei,
gjafirnar voru ekki aðal-
atriöiö.
2. Nei, hún var ekki stór i
sniöum. Það er búið að
halda fermingarveislu núna
þrjú ár i röð heima og
mamma er orðin hálf þreytt
á þessu.
3. Já, maður fer svona
annað slagið í kirkju, og ég
trúi alveg á það sem prest-
urinn segir.
4. Ég fékk rúm, stól og
borð frá mömmu og pabba.
5. Nei, nei, maðurfórbara
í undirbúning frá því í nóv-
ember, einu sinni í viku.
Næstan spurðum við
Halldór Guðmundsson, en
hann fermist 17. apríl n.k.
1. Til að ganga í kristinna
manna tölu.
2. Já, hún verður frekar
mikil, það koma ca. 50
manns.
3. Nei, ég fer ekkert sér-
staklega oft í kirkju, ég
mætti þó í allar þær messur
sem við áttum að mæta í. Ég
fer áreiðanlega oftar í kirkju
eftir fermingu en áður.
4. Nei, ég hef ekki hug-
mynd um hvað ég fæ. Nei,
það er ekkert sérstakt á
óskalista.
5. Nei, maður mætir bara
einu sinni í viku í undirbún-
ing.
Helga Jóhanna Vilbergs-
dóttir varð næst fyrir svör-
um, en hún fermdist sl.
sunnudag.
1. Ég fermdist til að ganga
í kristinna manna tölu. Nei,
ég fermdist ekki fyrir gjaf-
irnar, þó svo að ég hafi að
sjálfsögðu hugsað út í þær,
en það held ég að allir geri.
2. Ja, svona ekkert
ofboðslega, það komu í
kringum 50 manns.
3. Já, ég er trúuð þó svo
að ég fari ekki of oft í kirkju.
Ég mætti í allar skyldumæt-
ingar.
4. Ég fékk kassettutæki
frá pabba og mömmu.
5. Já, það er allt of mikið
umstang í kringum þetta,
það er svo mikið sem þarf
að gera í sambandi við
veislurnar.
Síðastur fyrir svörum
varö Garðar S. Jónasson.
Hann fermist 10. apríl.
1. Til að staðfesta skírn-
ina og ganga inn í kristinna
og fulloröinna manna tölu.
Ekki fyrir gjafirnar, þó svo
að þær spili náttúrlega inn i
eins og alltaf gerir.
2. Nei, það verður ekki
mikil veisla, eitthvað í kring-
um 30 manns.
3. Já, ég er mjög trúaður,
þó svo að ég fari ekki oft í
kirkju. Mér finnst þessar
messur ekki nógu upplífg-
andi.
4. Já, ég fæ 10 gíra DBS-
hjól og rúm.
5. Nei, nei, það er ekkert
of mikið umstang, það er
bara pantaður matur,
komið með hann og búið.
Víkur-fréttir þakka þeim
Einari, Halldóri, Helgu og
Garðari fyrir skýr og grein-
argóð svör og óskum þeim
jafnframt til hamingju með
ferminguna. - gæi.
. . . aö fara saman
og kaupa Ijós í
HÁBÆ
STEINSTEYPUSÖGUN
Sögum m.a. gluggagöt, stigaop og
huröagöt. - Sögum einnig í gólf
og innkeyrslur. - Gerum föst verötilboö.
Upplýsingar í símum 3894 og 3680.
Hljóðlátt ■ Ryklaust - Fljótvirkt
TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI
KRISTJÁNS OG MARGEIRS SF.