Víkurfréttir - 30.03.1983, Qupperneq 11
VÍKUR-fréttir
Miðvikudagur 30. marz 1983
11
líklegast ekki aðalatriðið að
við séum síknt og heilagt
með þeim, fremur hvernig
við verjum þessum dýr-
mætu og fáu stundum. Við
þurfum öll á ást, blíðu og
virðingu að halda - ekki síst
þau. Reynum að muna eftir
þvi að láta þau vita, að
okkur þyki vænt um þau,
verum félagar þeirra, virð-
um skoðanir þeirra og hlust
um á þau. Krefjumst sömu
virðingar af okkur sjálfum,
ein og við krefjumst af þeim.
Við getum orðað það svo:
Það skiptir mestu máli
hvað við gerum, ekki ein-
göngu það, sem viðsegjum.
Ennfremur að segja það,
sem við meinum og meina
það sem við segjum.
Flókið? En getur líka ver-
ið ákaflega einfalt.
Kveð ykkur með brosi, og
munið að kyssa barnið ykk-
ar á morgun.
Gleðilega hátíð.
Ykkar einlæg,
KLEÓ
SKÍÐAFÉLAG
SUÐURNESJA
Símsvari 1111
Opið hús
31. marz (skírdag).
Fyrirlestur: Vatnalíffræði. - Myndasýning.
Stangaveiðifélag Keflavíkur
„Það er greinilegt, aðfólk
er búið að fá nóg af hinum
harða vetri hér á landi, því
stór hópur er nú að fara i
páskaferð til Benedorm í 15
daga ferð, og í síðustu viku
fór stór hópur aldraðra á
sama stað í 28 daga ferð, en
það er sérstök ferð því að-
eins er greitt fyrir 21 dag,“
sagði Bjarni Valtýsson, um-
boðsmaður Ferðamiðstöðv
arinnar hér í Keflavík, er
blaðamaður Víkur-frétta
ræddi við hann á ferða-
Húsvirkni
í Garði
Jón Sigurðsson, Ottó Ei-
ríksson og Einar Bjarna-
son, allir í Garði, hafa sett á
stofn sameignarfélag undir
nafninu Húsvirkni sf.
Tilgangur félagsins er
húsbyggingar, verktaka-
starfsemi o.fl. þess háttar.
epj.
kynningu Ferðamiðstöðv-
arinnar fyrir stuttu.
Að sögn Bjarna hefur
verið mikið um hugleiðing-
ar í fólki og margir ætla að
skella sér i páskaferð til
London og Amsterdam,
enda er mikið um að vera á
þessum stöðum núna, bæði
fótbolti og útsölur. Ferðir á
vörusýningar og kaupstefn-
ur hefur verið fastur liður
hjá Ferðamiðstöðinni, enda
hefur því verið mjög vel
tekið af kaupmönnum.
,,Ég er viss um að hvergi
hafa Suðurnesjamenn verið
í eins miklum mæli og á
Benidorm. Það verður auð-
vitað boðið upp á ferðir
þangað í sumar og verður
hægt að fara í gegnum
Luxemburg og London fyrir
þá sem vilja. Beint flug til
Lux og svo bíll um alla
Evrópu, Ameríkuflug og
auðvitað það nýjasta í dag,
ferð með m.s. Eddu með og
án bíls, - allt eru þetta ferðir
sem verður boðið upp á í
sumar ásamt ýmsu fleiru,"
sagði Bjarni að lokum.
pket.
PHIL og STEVE MAHRE nota aðeins það besta,
SMITH - skíðagleraugu.
smiTH
Einkaumboð á íslandi:
Gleraugnaverslun Keflavíkur
Hafnargötu 27 - Sími 3811
Um allt og ekki neitt
Kysstu barnið þitt á morgun
Heil og sæl, elskurnar
mínar, þökk fyrir síðast. Ég
vona að ökuferðir ykkar sl.
hálfan mánuð hafi verið
ánægjulegar, sérstaklega
hjá „back seat drivers".
Satt að segja brá mér í
brún er ég áttaði mig á þvi,
hve síðasta grein mín var
löng. Svei mér þá, þetta var
eins og smásaga og tel ég
mig nú ekki til smásagna-
höfunda. í dag ætla ég að
vera ósköp prúð og stutt-
orð. Sá grunur læðist þó að
mér, að hann pabbi trúi
þessu ekki, hann kallar mig
nefnilega jöfnum höndum
„Talínu" og „Símalínu" og
áfram nú . . .
Undanfarnar vikur hefur
þætti nokkrum í útvarpinu
lokið með þessum orðum:
„Kysstu barnið þitt á
morgun.“ Ég get verið
nokkuð viðkvæm stundum
„Benidorm-ferðirnar
mjög vinsælar“
- segir Bjarni Valtýsson
og þessi setning festi svo
sannarlega rætur í mér.
Nú á dögum býður þjóð-
félag okkar upp á m.a. eilíft
flakk barna okkar milli
heimilis, skóla og dagvist-
unarstofnana. Foreldrar
margir hverjir vinna utan
heimilis og eins og gefur að
skilja gefst einatt lítill tími til
að sinna þessum blessuð-
um afkvæmum okkar. Þau
fá á sig aukna ábyrgð, sem
aldur þeirra og þroski fær
ekki til hlítar skilið. Oft
verða þau óörugg og undr-
andi á þessu umhverfi, fara
jafnvel á mis við ástúð,
snertingu og bros, sem er
þeim svo mikils virði. En
hvað getum við gert? Það er
FERMINGARMYNDATÖKUR
Pantið
tíma.
nymgnD
Hafnargötu 26 - Keflavik
Sfml1016
Inngangur frá bílastæöi.