Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.05.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 27.05.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Föstudagur 27. maí 1983 ATHUGASEMD vegna skrifa epj. Viðlesturnæstsíðustu Víkur- frétta blasti við manni allfurðu- leg grein á bls. 2. Var hún þess eðlis að manni blöskraði skrif þessi, sem virðasteinnahelsttil komin vegnaþessaðblm.,epj., hafi ekki verið sýnd sú tillits- semi er hann telji sig eigaréttá, að manni sýnist. Fullyrðing hans um skipu- lagsleysi hvað varðar geymslu á rally-bilunum fyrir keppni, eru innantóm og eiga ekki við nein rök að styðjast og full- komna skýringu hefði epj. getað fengið á því, ef hann hefði leitað uppi og spurt keppnisstjórn, þetta umrædda kvöld þegar hann var staddur á fógetaplaninu. Það var ekki langt að fara, eingöngu nokkur skref yfir í Skátahúsið og þar hefði hann fengið allar þær upplýsingar, sem hann hefði beðið um. En ástæðan fyrir þessari skyndilegu breytingu verður ekki birt hér á almennum vett- vangi vegna þeirra aðila er því tengjast. Það er einnig rétt að skjóta þeirri leiðréttingu inn í, að það var ekki lögreglan sem vísaði keppnisbílunum af plani sínu, heldur einn af stjórnar- meðlimum A.Í.F.S. og fógeta- planiö var aldrei hugsað sem neinn geymslustaður fyrir bíl- ana og það þurfti enga bæjar- búa til að segja okkur það, enda var planið eingöngu notað til aðskoöa keppnisbílana fyrst af bifreiðaeftirlitinu og einnig full- trúum frá L.Í.A., er sáu til þess að allur öryggisútbúnaðurværi í lagi og svo strangt er það, að eigi má sjást laus skrúfa inni í bílnum. Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á epj., að honum hafi ekki verið sagt frá rallinu áður en það hófst (þó vissum við al- veg hvar aðsetur blaðsins er) og bágt á ég með að melta þá fréttamennsku, að eþj. séu til- kynntir allir atburðir formlega, því vissulega hlýtur honum að hafa verið kunnugt um rallið fyrst hann kom á þlanið á fimmtudagskvöldið. Eflaust má færa einhver rök fyrir því, að það ætti við í þessu tilfelli, en reynslan hjá bílaklúbbnum hefur verið sú, að þess hafi ekki þurft með, einfaldlega vegna þess að fréttamenn hafa alltaf komið til klúbbanna að leita frétta, áður en leita þyrfti til blaðamanna, enda hef ég alltaf staðið i þeirri trú, að i þvi fælist aöalvinna fréttamanna. Þrátt fyrir skrif Víkur-frétta þá hafa aðrir fjölmiðlar hrósað A(FS fyrir gott skiþulag, en það sem skiptir náttúrlega mestu máli er að keppendur voru mjög ánægðir með keppnina og þeirra álit skiptir auðvitað mestu máli, enda dómbærastir á það. En það virðist ekki hafa veriö epj. nóg að rægja keppn- ina, heldur fer hann út í allt aðra sálma, nokkuð sem maður hélt að þekktist ekki í blaða- mennsku, og fer að segja frá „sögu" nokkurri, er þeir kunni á blaðinu. Vissulega er ýmislegt til í henni, en hún er bara ekki öll sögð, eins og dæmigert er með „sögur" af þessu tagi. Ætla ég ekki að fara að hártog- ast um það, hversu oft hafi verið hringt í blaðið eða hvað maöur hafi sagt í hvert skiþti. Tel ég að ekki sé hægt að kom- ast öllu lægra ífréttamennsku, en ég vil skjóta því inn hér, að það var í mínum verkahring að sjá um þetta f.h. stjórnar og er því við mig að sakast, ekki fé- lagið eða stjórn þess. Sama má segja um auglýsinguna um „einhvern atburð" (til gamans má geta þess, að þá var verið að auglýsafélagsfund), aðneðstá henni var kveðja til blm. Víkur- frétta um að láta sjá sig á fund- inum, en þá auglýsingu gerði ég og bætti þessari kveðju við til blaösins og var hún sett inn án samráðs við aðra í stjórn- inni. Gálgahúmor af minni hálfu en aldrei bjóst ég við þessum viðbrögðum. Ósjálfrátt fær maður heldur lítiö álit á fréttamennsku blaðsins, þar sem þið segist hafa heyrt um þessa kveðju eftir að atburður- inn var um garð genginn, þó svo að hátt í 20 auglýsingar voru hengdar upp hér í bæ, þar á meðal ein er hengd var á dyr þær er þið þurfíð að nota til að komast á skrifstofu ykkar við Hafnargötuna, svo illurgrunur læöist að manni að augu séu lítið sem ekkert notuð, heldur eyru hennar Gróu á Leiti, sem öllum vill illt. ( lok greinarinnar minnist epj. á einhverja stjórnendur AÍFS, sem séu íerindagjörðum fyrir aðra en félagið, inn á blað, og hef ég ekki fengið botn í þetta, því mér er ekki kunnugt um neitt slikt. Lokasetning og jafnframt lokakveðja greinar- innar á líklega að vera okkur til huggunar, en hrekkurskammt, því svo sannarlega á hún ekki við núna, en kannski hefðum við þegið hana er við ætluðum að halda íscross fyrr í vetur, en urðum að hætta við vegna veð- urs. En keppnin nú gekk alveg hnökralaust fyrir sig að undan- skildum tveim atriðum. Annars vegar hefði mátt bæta við einu símtali á verkefnalistann og hefði þá líklega ekki komið til þessara skrifa, en hins vegar var það, að lögreglan fékk vit- lausan tíma uppgefinn hjá dómsmálaráðuneytinu hvað varðar eina leið og finnst ekki önnur skýring en sú, að prent- villupúkinn hafi veriðáferðinni í ráðuneyti, en þetta varð þess valdandi að töf varð á keppn- inni vegna þess að lögreglan var ekki búin að yfirfara um- rædda leiö. En ef kalla á þessa keppni skipulagslausa (sem var nú samt hrósað fyrir, þver- öfugt) þá held ég, að fáar keþþnir séu skipulagðar. Eitt er það atriði, sem gjarn- an mætti koma fram, að í fyrsta sinn í keppni sem þessari hér á landi, var sjúkrabifreið frá Björgunarsveitinni Stakk á eftir alla keppnina út í gegn, en íbif- reiðinni voru tveir menn með mikla kunnáttu og kennararétt- indi í skyndihjálp. Ekki hefur ennþá orðið slys í ralli hér á landi, en við því má samt búast einhvern tíma og ætti þetta að vera gott dæmi um skiþulag keþpninnar.en Björgunarsveit- in á miklar þakkir skilið fyrlr sinn hlut. Það sem ungt félag þarfnast síst af öllu eru neikvæð skrif í uþþhafi starfs þeirra, sérstak- lega ef þau eru tilhæfulaus. Neikvæð ummæli geta haft mjög slæm áhrif á framtíðar- áform félagsins, en sem dæmi er áætlunin að gera átak i mál- efnum þeirra sem eru á 50 CC hjólum, en ekki held ég aðeig- endur hjóla fengju mikinn stuðning frá foreldrum, ef fé- lagið fengi illt orö á sig strax í byrjun. Vonumst við til að geta náð sama árangri og skeði á sínum tíma í Reykjavík, en þar minnkaði ónæöi á götum úti en jafnframt fengu hjólagarparnir aukna ánægju á hjólum sínum vegna skipulags á keppnum o.þ.h. er þá varðar. Ætlun mín er ekki sú að hefja hér ritdeilu í anda þeirra er epj. hefur svo oft lent í, en ég gat ekki setið á mér, þvi umrædd grein fékk margan til að trúa því, að A(FS geti ekkí starfað eðlilega og er það verr. Vonast ég til að sjá ekki framar svona skrif. Með von um ánægjulegra samstarf um komandi framtíð. Sigurður Guðleifsson P.S. Þessi grein erekki unnin i samvinnu við aðra í stjórn fé- Framh. á 11. siðu Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarps- sokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 1. og 15. júní kl. 13-15 að Iðavöllum 14b, Keflavík. 39 ÍSLENZKUR AAARKADUR Hf. Gróðurmold Getum útvegað úrvals gróðurmold úr Reykjavík, einnig sandblöndu (sandi bland að í moldina) ef óskað er. Hafnarsandur, Höfnum Sími 91-53594 og 91-86450 KEFLAVÍK Unglingavinna Keflavíkurbær mun starfrækja unglinga- vinnu í sumar fyrir unglinga fædda 1967, 1968, 1969 og 1970. Vinna verður með líku sniði og undanfarin ár. Skráning fer fram þriðjudaginn 31. maí frá kl. 10-12 og 13-17 í i'bróttavallarhúsinu við Hringbraut. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- maður, Helgi Eiríksson, í síma 2730. Bæjarstjórinn í Keflavík HREINN BÆR - OKKUR KÆR KEFLVÍKINGAR Dagana 1 .-16. júní n.k. hefur verið ákveðið að gerasérstakt átak í hreins- un og snyrtingu bæjarins, með því að hreinsa drasl af lóðum og lendum, mála og lagfæra hús, girðingar o.fl. Til þess að auðvelda bæjarbúum þátttöku í verkefni þessu hafa bæjar- yfirvöld samið við málningarverslanir í Keflavík, þ.e. Kaupfélag Suður- nesja og Dropann, um að þær veiti 10% afslátt a málningu sem keypt verður dagana 1.-30. júní. Þá mun bæjarsjóður leggja til ókeypis flutn- ing á tilfallandi drasli og stendur sú þjónusta út júní-mánuð. Hringið í Áhaldahús Keflavíkurbæjar í síma 1552. Bæjarbúar eru hér með hvattir til að taka þátt í verkefni þessu og not- færa sér ofangreinda þjónustu. KEFLVÍKINGAR! FEGRUM UMHVERFIÐ! Bæjarstjórinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.