Víkurfréttir - 27.05.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir
Föstudagur 27. maí 1983
7
Haukur strandaði í Sandgerði
Laust upp úr kl. 13 sl.
föstudag, þegar skuttogar-
inn Haukur GK 25 var á út-
leið frá Sandgerði, varð bil-
un í stýrisútbúnaði skips-
ins með þeim afleiðingum
að togarinn sigldi í strand
um 50 m nær landi en inn-
siglingarrennan er. Mikill
halli kom fljótt á skipið og
flæddi sjór inn um slorlúg-
una og voru því fengnar
dælur úr landi frá Hitaveitu
Suðurnesja og Slökkvilið-
inu í Grindavík.
Björgunarskipið Goðinn
dró síðan Hauk af strand-
stað á flóðinu hálfum sólar-
hring síðar, en skipið er
talið litið skemmt. Vegna
þess hve gott var í sjóinn
yfirgaf áhöfnin ekki skipiöá
strandstað.
B/v Haukur GK 25 er í
eigu Valbjarnar hf. í Sand-
gerði, en skipið var fyrir
nokkrum árum gert út frá
Keflavík og hét þá Fram-
tíðin. - hgg/epj.
Lágt vöruverð
NONNI & BOBBI
Hringbraut 92
Stökkvandi lax viö
bryggju i Vogum
„Er ég ekki örugglega i Vogum?“
Suðurnesjabar opnar
Það hefur lengi verið
draumur margra Suður-
nesjamanna að opna bar.
Nú hefur sá draumur ræst,
þó ekki kannski alveg eins
og flestir hefðu áætlað, því
þessi bar sem Halla Sigurð-
ardóttir hefur opnað er að
visu ekki hér á svæðinu,
heldur á Spáni.
í viðtali sem blaðið átti við
Höllu er hún varstödd hérá
landi fyrir stuttu, sagði hún
að bar þennan hefði hún
tekið í notkun á síðasta ári,
50-60 rúður
brotnar með
grjótkasti
Á sunnudagskvöld voru
brotnar milli 50-60 rúður í
trésmíöaverkstæði Dráttar-
brautar með grjótkasti. Er
ekki vitað hverjir voru þarna
að verki og eru því allir þeir
sem einhverjar upplýsingar
geta gefið, beðnir aö láta
rannsóknarlögregluna vita.
epj.
en þá var nokkur óánægja
með fyrirkomulagið, og þvi
hefði hún nú opnað aftur
eftir gjörbreytingar.
Barinn, sem heitirTinnu-
bar, er á Mallorca, rétt hjá
kinverska staðnum við
Royal Magaluf. Á staðnum
er spiluð íslensk músík og
yfir staðnum er íslenskt yfir-
bragð., bæði myndir og
ýmsir fánar er tengjast
heimahögunum. Á Mall-
orca eru nú staðsettir tveir
íslenskir barir, en þessi
tengist þó okkur Suður-
nesjamönnum betur og
ættu því allir Suðurnesja-
menn að líta þarna inn séu
þeiráferðinni þarsuðurfrá.
Vildi Halla einnig hvetja þá
sem urðu fyrir vonbrigðum í
fyrra með staðinn, að líta nú
inn ef þeir væru þarna ytra á
annaö borð.
Eins og margir vita er
Halla Keflvíkingur en mað-
ur hennar er Spánverji að
nafni Antony Pénalver. Allir
eru velkomnir á Tinnu-bar.
epj.
Bílabúðin.
Radial l\jólbaróar.