Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1983, Side 10

Víkurfréttir - 01.09.1983, Side 10
10 Fimmtudagur 1. september 1983 VÍKUR-fréttir ATVINNA Vegna stöðugt aukinnar framleiðslu óskum við að ráða menn og konur til framleiðslustarfa nú þegar eða síðar. Umsóknum skal skilað skriflega á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu vorri. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 - Keflavík - Sími 3320 NÝ ÞJÓNUSTA SKILTAGERÐ verður opnuð 1. september að Skólavegi 7, Keflavík. Skilti á grafreiti, út- og innihurðir, póst- kassa, nafnspjöld ýmis konar, merkingará báta o.fl. o.fl. - Grafið á plast, ál og tré. Opið fyrst um sinn kl 3-6 s.d. Suðurnesjamenn - verslið heima. ÓLAFUR SIGURÐSSON - Sími 1533 Allt á þakið Eigum til fyrirliggjandi ÞAKJÁRN í lengdum 1.30-6 m. Útvegum einnig eftir máli járn og stál á þök og veggi. ÞAKPAPPI, sænskur og íslenskur. Járn & Skip Víkurbraut Á samnorrænu lelklistarnámskeiði í Þórshöfn í Færeyjum: „Blanda af íslensku, ensku og skandinavísku" - „en það skipti engu máli, það skildu allir hvern annan,“ segja þau Gísli B. Gunnars- son og Sigrún Guðmundsdóttir Dagana 1.-8. ágúst var haldið í Þórshöfn í Færeyj- um samnorrænt leiklistar- námskeið sem 40 ung- menni af öllum Norður- löndunum sóttu. Námskeið- ið var haldiö í glænýju Noröurlandahúsi þeirra Færeyinga, og um alla skipulagningu á námskeið- inu sá Meginfélag ahuga- leikara Föroya. Gísli B. Gunnarsson, for- maður Leikfélags Keflavík- ur, og Sigrún Guðmunds- dóttir úr Keflavík, fóru á þetta námskeið, og þótti því tilvalið aö fá þau í viðtal þar sem þau segja okkur frá Sigrún Guómundsdóttir þessari ferð og ýmsu öðru sem snýr að leiklistinni. Nú voruð þið komin alla leið til Færeyja á lelkllstar- námskeið - hvernig var dag- skrá háttað? „Þessi 40 manna hópur frá öllum Noröurlöndunum kom saman til aö byrja með og var honum skipt niðurí3 smærri hópa sem síðan áttu aö gera uppkast að sýningu sem byggöist á hinu þekkta færeyska danskvæði „Ólav- ur riddararós" (sbr. íslenska Ólaf Liljurós). Hver hópur átti síðan aö sýna sína út- gáfu, en síöasta daginn á námskeiðinu var svo hald- in sýning á verkinu. Máttum viö útfæra sýninguna, þ.e.a.s. hver hópurá hvaða hátt sem var, s.s. gera leik- þátt, söngleik, ballett, eða hvað sem var, og auðvitað voru útfærslurnar hjá hverj- um hóp mjög ólíkar hverri annarri. Nú, sýningin síð- asta daginn tókst mjög vel og voru um 500 áhorfendur viöstaddir hana. Samfara æfingum undir lokadaginn var líka kennd almenn leik- tækni, söngur, öndun, af- slöppun, leikfimi, látbragös leikur, spuni og allt þetta venjulega. Kennarar voru 3, þar af tveir frá íslandi." Hvað með tungumálaerf- iðlelka, þar sem fólk frá 6 löndum var saman komið, voru þelr englr? „Nei, alla vega ekki alvar- legir. Það var blandað sam- an íslensku, ensku og Gisli B. Gunnarsson skandinavísku þannig aö það varö aldrei stórt vanda- mál.“ Þetta hefur þvf verið reynslurfk ferð? „Já, hún var það, alveg tvímælalaust. Það varmargt nýtt sem bar á góma fyrir manni og þetta var því mjög góð reynsla sem við ættum einnig að geta nýtt okkur hér.“ H vað var gert við f ristund- irnar f Færeyjum? „Við skoðuðum okkur heilmikið um, meðal annars fórum við til Klakksvíkur og svo var farið vítt og breitt um eyjarnar í ferjum og í bíl- um. En einn dagur var sér- staklega farinn í skoðun, því alla dagana vorum við á námskeiðinu frá kl. hálf níu til sex í eftirmiðdag. Góð auglýsing gefur góðan arð. Glæsileg raðhús í Keflavík Þessi hús eru í byggingu við Norð- urvelli og við Heiðarholt í Keflavík. Húsunum verður skilað fokheldum en full frágengnum að utan með stéttum og torfi á lóð. Teikningar eru eftir Kjartan Sveins- son. Allar upplýsingar gefur Fasteigna- salan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420, og Viðar Jónsson í síma 2625. Norðurvellir: Stærð m/bílskúr 188.14 ferm. Verð: 1.400.000. ATHUGIÐ: Aðeins eitt hús óselt á þessu verði. Heiðarholt: Stærð m/bílskúr 140 ferm. Verð: 1.200.000.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.