Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. nóvember 1983 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 KEFLAVÍK: Einbýlishús og rafihús: Endaraöhús viö Faxabraut ásamt bilskúr, i góöu ástandi ............................... 1.875.000 Raöhús viö Greniteig ásamt bílskúr, vönduö eign 2.100 000 Einbýlishús viö Háaleiti meö bilskúr, nýstandsett 2.800.000 Einbýlishús viö Heiöarbakka, skipti á raöhúsi koma til greina .......,............... 2.300.000 Raöhús viö Heiðarbraut meö bílskúr, 190 m2 .. 1.900.000 Raöhús viö Mávabraut m/stórum bilsk., góö eign 1.900.000 ibúfiir: 5 herb. ibúö viö Hringbraut ásamt nýjum bílskúr 1.550.000 3ja herb. jaröhæö við Austurgötu meö sér inng. 600.000 2ja herb. ibúð i 4ra ibúða húsi viö Hringbraut . 850.000 3ja herb. ibúð viö Mávabraut með sér inngangi, (jarðhæö) ........................... 1.050.000 2ja herb. íbúö við Túngötu ............ 650.000 Fasteignir I smifium i Keflavlk: Úrval af raöhúsum í smiðum viö Heiöarholt, sem skilaö veröur fullfrágengnum aö utan ásamt standsettri lóð. Beðið eftir Húsnæðisstjórnar- láni. Góöir greiösluskilmálar . 1.220-1.270.000 Parhús viö Norðurvelli i smíöum, 157 m2 . 1.500.000 NJARÐVÍK: 3ja herb. íbúðir við Fífumóa og Hjallaveg . 950.000 Einbýlishús við Njarövikurbraut m/bílskúr, laust 1.700.000 SANDGERÐI. Einbýlishús viö Noröurgötu á einni og hálfri hæö, tilvalið fyrir stóra fjölskyldu, stærö 173 m2 .... 1.750.000 Vantar tilfinnanlega 2ja og 3ja herb. íbúðir í Keflavík á söluskrá. Bjarnarvellir 3, Keflavik: Viölagasjóöshús meö hita- veitu. Afgirt lóö. Húsið er riýmálaö að utan. - 1.700.000. Sufiurgata 43, Keflavik: E.h. saml. stofur, 2 herb. og eldhús. N.h. 3 herb. og eld- hús. 2 bilskúrar fylgja hús- inu - 1.950.000 Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 SONY 84 LfNAN ER KOMIN - HLJÓMTÆKJADEILD - Hafnargötu 38 - Keflavik • Simi 3883 Körfuknattleikur - Úrvalsdeild ÍBK-KR 61:97 Voru Keflvíkingar dáleiddir í hálfleik? Enn eitt stórtapið á heimavelli Keflvikingar virðast nú alveg heillum horfnir, ef marka má leik þeirra gegn KR-ingum á föstudags- kvöldið, en þar sýndu þeir einhvern lélegasta leik frá því þeir komust i úrvals- deildina. KR-ingar unnu leikinn með 97 stigum gegn 61 og hefði sigur þeirra allt eins getað orðið stærri, en staðan í hálfleik var 43:35, KR í vil. Strax í upphafi leiksins leit út fyrir að Keflvíkingar myndu fara létt með KR- ingana, því þeir röðuðu hverju skotinu af öðru ofan í körfuna. Steini Bjarna hafði t.d. skorað 8 af 10 fyrstu stigunum úr fjórum skottil- raunum og allt benti til þess aö hann myndi eiga stór- leik. Þegar staðan var 14:8 tók Jón Sig góðan sprett og náðu þá KR-ingar þá að komast yfir i fyrsta skiptið í leiknum, 24:23. Þá þurfti einn úr byrjunarliði KR að yfirgefa leikvanginn vegna meiðsla og héldu þá margir að eftirleikurinn yrði Kefl- víkingum léttur. Svo fór nú ekki, því KR-ingar tvíefld- ust eftir þetta atvik og bættu við forskot sitt. Steini Bjarna virtist alveg hverfa út úr leiknum eftir góða byrjun, enda bætti hann aðeins við sig 2 stigum úr vítum það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og staðan i hálfleik var 43:35 fyrir KR. I seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar eitthvert léleg- asta afbrigði af körfuknatt- leik sem um getur og engu líkara en að þeir hafi verið dáleiddir i hálfleik, enda færðu KR-ingarsérþað vel í nyt. Eftir 5 mín. var staöan orðin 51:41, en þá kom sögufrægur kafli sem sennilega líður Keflvíking- um seint úr minni. Næstu 8 mín. var eins og þeir hefðu aldrei spilað körfuknattleik áöur og væri gjörsamlega forboðið að hitta í körfuna, enda skoruöu KR-ingar þá 24 stig í röð og breyttu stöð- unni í 75:41. Er þetta senni- lega met í úrvalsdeildinni hjá Keflvikingum, að skora aðeins 6 stig i heilar 13 mín- útur og það á sínum eigin heimavelli! KR-ingar héldu síðan uppteknum hætti og varð munurinn mestur 41 stig, 91:50, en Keflvíkingar réttu aðeins úr kútnum á síðustu mínútum leiksins og lokatölurnar urðu 97:61. Ekki er hægt að segja að neinn Keflvíkingur hafi skarað fram úr í þessum leik, því allir áttu þeir léleg- an dag. En hvort það hefur verið viljaleysið eða eitt- hvað annað sem varð til þessarar hörmungar, þá verða þeir að fara að taka sig til í andlitinu og gera eitthvaö í þessu.ef þeirætla að halda sæti sínu í deild- inni. Áhorfendur koma ekki til þess að sjá leikleysu sem þessa og ef þeir fara að láta sig vanta, en þeir virka oft sem 6. maður, þá er útlitið ekki gott. Stig IBK: Óskar 14, Jón Kr. 14, Þorsteinn 14, Björn V. 9, Guðjón 4, Pétur 4, Hrannar 2. KR-ingar með Jón Sig. í fararbroddi, skipa nú á sterku liði. Hefur afturkoma Geirs Þorsteinssonar styrkt þá mjög, enda stór og sterkur leikmaður. Jón Sig. var besti maður þeirra og stjórnaði hann liði sínu eins og herforingi, auk þesssem Færa árs- hátíðina fram Undanfarin ár hafa Snæ- fellingar og Hnappdælir á Suðurnesjum haldið árshá- tíð sína í byrjun febrúar, en þar sem sá tími er orðinn hann var stigahæstur með 21 stig. Leikinn dæmdu þeir Kristbjörn Albertsson og Ingi Gunnarsson og dæmdu þeir af mikilli rögg- semi. Voru þeir ósparir á að gefa leikmönnum tæknivíti ef þéir voru með einhvern munnsöfnuð. Áhorfendur voru að þessu sinni á 5. hundrað, en ekki fengu þeir mikið fyrir aurana sína af Keflvíkinga hálfu, þó þeir hafi hvatt þá fram til leiks- loka. - val. þéttsetinn af ýmsum árs- hátíðum og þorrablótum, hefur stjórn félagsins nú ákveðið að færa árshátíðina fram, og verður hún því í Stapa, föstudaginn 2. des. n.k. Nánar er greint frá því í auglýsingu annars staðar í blaðinu. - epj. „Hvaða kvenmaður er þetta . . . ?“ á Glóðinni Föstudag 18. nóvember kl. 21. Sýning fyrir matargesti. Borðapantanir á Glóðinni í síma 1777. Sunnudag 20. nóvember kl. 20.30. Veitingar seldar fyrir sýningu og í hléi. Miðar seldir sunnudag kl. 19.30 við inn- ganginn og einnig í Eintak sf., sími 3772. LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR Hart barist, en só tekiö miO af sóknarnýtingu IBK iseinni hálfleik, hefur þessi bolti ekki rataO rétta leiO . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.