Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. nóvember 1983 9 (ÞRÓTTAHÚS KEFLAVÍKUR 3JA ÁRA: „Hefur verið geysileg upplyfting fyrir íþróttahreyfinguna“ - segir Jón Jóhannsson, umsjónarmaður hússins Með tilkomu íþróttahúss Keflavikur má segja að straumhvörf hafi orðið i iþróttalifi bæjarins. Ástandiö fyrir var nánast óbærilegt i íþróttahúsi Barnaskól- ans bæði vegna smæðar salarins, auk þess sem ekki var lengur hægt að koma öll- um æfingum og ástundun þarfyrirsem þurfti. Það máþó ekkigleymast, aðgamla húsið hefur staðið fyrir sinu þrátt fyrir ýmsa vankanta og margur stigið sin fyrstu spor i iþróttum þar inni. En timarnir breytast og 8. nóvember 1980 var tekið inotk- un nýtt og glæsilegt iþróttahús við Sunnubraut iKeflavik og er það þvirétt 3ja ára i dag. Umsjónarmaður hússins er enginn annar en Jón Jóhannsson, eða „Marka- Jón“, eins og kappinn var kallaður á sinum yngri árum þegar hann hrelldi mark- verði i knattspyrnunni. Við fengum hann i stutt spjall. SÓLBAÐSSTOFAN Hafnargötu 32 - Keflavík og Þórustíg 1 - Njarðvík OPIÐ: mánudag föstudag kl. 7 -23. laugardaga og sunnudaga kl. 9 - 21. Síman í Keflavík 2390 í Njarðvík 1243 Salurinn i húsinu leyfir kappleiki i aiþjóðiegum keppnum, öðrum greinum. „Tilkoma hússins var geysileg upplyfting fyrir íþróttalíf hér í bæ,“ sagði Jón, og að sjálfsögðu mest fyrir íþróttafélögin og skól- ana. Auk þess er hér alltaf eitthvað um að vera og því stöðugur straumur fólks hér í húsinu. Þetta mátti því ekki vera seinna vænna að við fengjum gott íþrótta- hús hérna í Keflavík, og hefði auðvitað átt að vera komið löngu fyrr.“ Hvernig er nýtingin á húsinu? „Hún er mjög góð, því húsið er í stöðugri notkun frákl. 8.15ámorgnanatilkl. 23.30, og þá eru matartímar meðtaldir. Skólarnir eru hér til kl. 17.30en eftir það hefur íþróttahreyfingin húsið til umráða. Um helgar fara hér svo fram bæði æfingar og kappleikir." Nú er framkvæmdum við húsið ekki full lokið, hvað verður farið í næst? „Það hefur ekki verið ákveöið ennþá. Spurningin er sú, hvort eigi að fara í sundlaugarbygginguna næst eða næsta skref við húsið, en það eru gaflarnir, viðbygging við þá.“ Hvaða hlutverki munu þessir 2 viðbótarsalir þá gegna? „Nú, fyrir það fyrsta þá vantar tilfinnanlega orðið áhaldageymslur og í teikn- ingu er gert ráð fyrir þeim í þessum sölum. Kaffitería kæmi sterklega til greina, en það er orðið mjög vin- sælt nú orðið í stórum iþróttahúsum. Hvað varöar íþróttir þá má nefna frúar- leikfimi, borðtennis, júdó og jafnvel squash eða vegg- tennis í íslenskri þýðingu, það kæmi vel til greina og hefur reynst vel t.d. í Hafn- arfirði. Almenn notkun, leikfimi, gæti einnig farið þarna fram. Eins og þú Framh. á 12. siðu Jón Jóhannsson, umsjónarmaður fþróttahúss Keflavikur, i þrekþjálfunarherberginu. hvort sem er i handbolta eða

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.