Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 17.11.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. nóvember 1983 7 Slökkviliðsmenn á Keflavíkur- flugvelli fá viðurkenningu 8. nóv. sl. afhenti aðmír- állinn á Keflavíkurflugvelli, Ronald E. Narmi, 16 starfs- mönnum Slökkviliðs Kefla- vikurflugvallar viðurkenn- ingu fyrir frábæra frammi- stöðu er þeir náðu að ráða niðurlögum elds er kom upp í herflugvél C-118 i stærsta flugskýli varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli þann 1. okt. sl. Meðskjótum viðbrögðum afstýrðu þeir einnig mögulegum skemmdum á öðrum vélum og flugskýlinu sem þær voru staðsettar í. ( bréfi frá varnarliðinu segir einnig að með frammistöðu þessari hafi þeir undirstrikað enn fremur þann hróðurerferaf slökkviliðmu ,,sem þvi besta í heiminum". Aðstoðarslökkviliðsstjóri Halldór Marteinsson, fékk sérstakt viðurkenningar- skjal fyrir sinn þátt í björg- uninni og auk þess 15 aðrir sem tóku þátt í henni. Þeir voru: Njáll Skarphéðinsson, Sigurður Magnússon, Guð- mundur Halldórsson, Reynir Markússon, Ingi- mundur Eiríksson, Árni Sig- urðsson, Guðmundur Gunnarsson, Einar Einars- son, Finnbogi Ingólfsson, Ólafur Eggertsson, Björg- úlfur Stefánsson, Eðvald Lúðvíksson, Rúnar Guð- brandsson, Emil Kristjáns- son og Raymond Newman. pket Aöstoðarslökkviliðsstjórinn, Halldór Marteinsson, tekur við viður- kenningarskjali sinu. Guömundur Halldórsson, einn al 16 slökkviliðsmönnum sem fengu viðurkenningarskjöl. Dekkin komin fram í næst síðasta blaði var sagt frá þjófnaði á mjög sjaldgæfum dekkjum við Sólningu hf. Var hér um til- finnanlegt tjón að ræða fyrir eiganda þeirra, og því var skorað á alla er upplýsing- ar gætu látið í té að koma þeim til réttra aðila. ( síðustu viku fundust dekkin út í vegkanti Grinda- víkurvegar, en þar höfðu þau ekki legið lengi er af þeim var látið vita. Eigandi dekkjanna er Páll Eggertsson og vill hann koma þeim skilaboðum til þjófanna, aö þeir geti náð í klippurnar, sem þeir skildu eftir þegar dekkjunum var stolið, til sín ef þeir vilja. epj. Skákfélag Gerðahrepps endurvakið Fimmtudaginn 3. nóvem- ber sl. var Skákfélag Gerða- hrepps endurvakið. Var það stofnað árið 1945, en hefur ekki starfað í nokkuð mörg ár. Töluverður áhugi var þó á skák í Garðinum, og er Helgarskákmót var haldið þar um mánaðamótin okt,- nóv., stóðust menn ekki mátið lengur og ákveðið var að endurreisa gamla skák- félagið. Fundur var haldinn í barnaskólanum og komu 30 manns á þann fund. Var kosið í stjórn, og hana skipa: Vilhjálmur Halldórsson formaöur, Gísli Heiðarsson varaformaður, Ólafur Tryggvason gjaldkeri, Vil- helm Guðmundsson áhalda vörður, T ryggvi Þór Tryggvason ritari. Einnig voru samþykkt ný lög fyrir félagið. Verður nú hafist handa við að raða i flokka, og ákveðið hefur verið að halda styrkleikamót í barna- skólanum 3 næstu fimmtu- daga, þ.e. 18. og 25. nóv. og 1. des. Hefst taflmennskan kl. 20 stundvíslega. Allir eru velkomnir! Stjórnin HAGKAUP E. Höfum stækkað hjá okkur verslunina og þar meö aukið vöruúrvalið til muna, t.d.: Úrval af öllum jólavörum: Jólatré - Jólatrésfætur - Seríur - Jólakerti Aðventuljós - Jólapappír - Jólakort o.m.fl. Einnig mikið úrval af nýkomnum fatnaði fyrir alla fjölskylduna. ALLT ER ÞETTA Á HAGKAUPS-VERÐI. SÍMI 3655 HAGKAUP TOMMI TOMMI TOMMI íitimi íitiini jzznn ilIZTZI í rriM^ n irJIIIÍ li'Hrii íitiiiim^ cu | íiHTIIMg Hcl »ii:i:nB«= n I ií'I^iHII ii'iini írnnr li'iinr Tommi - Suöurnesjum 2ja ára AFMÆLISTILBOÐ laugardaginn 19. nóvember á Tomma Fitjum. Hamborgarar, franskar og gos á kr. 80. Stanslaus afmælisstemmning allan daginn. Allir krakkar fá ís og leikfang - ' og boösmiöa aö auki. Ef veöur leyfir veröur meiri háttar uppákoma á svæöinu (nánar auglýst í útvarpinu á laugardag). Tommi - Suðurnesjum 2 ára TommiFitjum limnr .i-nnr linni linni li'imi ii‘i:r:i íinnr linnr íinnr TOMMI TOM :mrtonnn TOMM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.