Víkurfréttir - 23.08.1984, Page 8
8
Fimmtudagur 23. ágúst 1984
VÍKUR-fréttir
Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri, í yfirheyrslu Víkur-frétta:
„Næst besta svarið er nei“
Páll Jónsson er annar tveggja stjórnenda Sparisjóðsins í Keflavík. Hann er
kvæntur Margréti Jakobsdóttur og á tvo stjúpsyni. Páll býr að Faxabraut 53 í
Keflavík og er borinn og barnfæddur Keflvíkingur, marga ættliði aftur í tímann,
eins og hann segir sjálfur. Páll Jónsson hefur gegnt starfi sparisjóðsstjóra ásamt
Tómasi Tómassyni frá árinu 1974, en Sparisjóðurinn í Keflavík ersá fyrsti sem
ræður tvo menn í starf sparisjóðsstjóra. Palli er því ekki einn i heiminum.
Það er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir að sitja inni á skrifstofu
bankastjóra. Það er því þægilegt að geta hugsað til þess að maður sé þar í öðrum
erindagjörðum en að biðja um lán.
Ég byrja þráðinn á fyrra samtali okkar Páls í síðasta tölublaði, þar sem hann
segir frjálsræði óskynsamlegt á þrengingartímum.
„Það eru augljóslega
þrengingartimar nú í at-
vinnuvegunum og þá held
ég að frjálsræði leysi rián-
ast ekkert af þeim vanda-
málum sem við höfum við
að glíma í peninga- og efna-
hagsmálum, heldur búum
til fleiri," sagði Páll. „Afturá
móti þegar vel gengur í
þjóðfélaginu er frjálsræði
skynsamlegt af því að það
stýrir fjármagninu yfir í arð-
semina. I dag snúast málin
ekki um þá hluti, þar sem
erfiðleikar atvinnulífsins
eru það miklir. Það þarf að
beina fjármagninu til
frumatvinnuveganna og
það gerum við ekki með
frjálsræði á meðan atvinnu-
vegirnir berjast í bökkum."
Heldur þú að vaxtahækk-
anirnar eigi eftir að breyta
einhverju, m.a. auka sparn-
að?
„Þessari spurningu vil ég
svara tvíþætt. í fyrsta lagi
sem sparisjóðsstjóri og um-
boðsmaður sparifjáreig-
enda er ég mjög ánægður
með að sparifjáreigendur
fái hærri vexti. En sem fs-
lendingur efast ég um að
vaxtahækkanir i dag séu
réttar.
Ég vona af heilum hug að
vaxtahækkanirriar verði til
að auka sparriað og verði í
þágu sparifjáreigenda, en
ef þessar breytingar verða
verðbólguhvetjaridi, þá
getur það orðið skaðlegra
en áður var”.
Hverjir eiga sparifé?
„Þetta var góð spurriirig.
Ég er búinn að starfa hér i
Sparisjóðrium á ellefta ár
og ég held að ég hafi ekki
þurft að starfa hér nema í 3
mánuði til þess að gera mér
grein fyrir því að fyrri hug-
myridir míriar um sparifjár-
eigendur voru rangar. I
minni stofnun er það fjöld-
inn, hinn almenni borgari á
Suðurnesjum, sem á spari-
féö. Það eru ekki þeir sem
ég hélt að ættu það áður.
Það eru óeyddu vinnulaun-
in á Suðurnesjum sem
liggja í sparifé í Sparisjóðn-
um".
I opinberum skýrslum
kemur fram að Sparisjóður-
inn í Keflavík er stærsti
sparisjóður á landinu. Hver
er staða hans i dag?
„Mörg undanfarin ár hafa
þrír sparisjóðir verið lang
stærstir, þ.e.a.s. Sparisjóð-
urinri í Keflavík, Hafnarfirði
og Reykjavík. Um siðustu
áramót náðum við fyrsta
sætinu, í fyrsta skipti. Þessir
þrír sparisjóðir eru nánast j
| um það bil helmingurinn af j
i allri sparisjóðsstarfsemi á
! (slandi. Ég held að hlutföll-
i in hafi haldist það sem af er
þessu ári þar sem að inni-
stæðuaukriing er svipuð í
þessum þremur sparisjóð-
um frá áramótum".
Hvernig gengur I dag?
„Fyrstu mánuði ársins
var innstreymi þokkalegt
hér sem og annars staðar,
en núna sl. 2-3 mánuði hef-
ur orðið töluvert mikil breyt-
ing á, vegna þess að sparn-
aður hefur dvínað og er í
lágmarki. Ásamatímahefur
I eftirspurn eftir lánsfé marg-
faldast. Þetta hefur orðið
þess valdandi að við höfum
orðið að minnka mjög veru-
lega útlánin og samtímis
þessu er yfirvofandi aukin
bindiskylda Seðlabankans,
sem hefur miklar breytingar
í för með sér um getu lána-
stofriana til almennra út-
lána. Bindiskylda er til-
færsla úr bönkum og spari-
sjóðum til Seðlabankans,
sem hann notar aftur í útlán
í sjávarútveg. Þetta er stýr-
ing á fjármagni frá okkur til
frumatvinnuveganna".
Geturðu útskýrt þetta
tölulega séð fyrir lesend-
um?
„Bindiskylda í þjóðfélag-
inu í dag er 28%. Það þýðir
um 170 milljón krónur af fé
Sparisjóðsins í Keflavík. Nú
er yfirvofandi 5% aukin
bindiskylda en hvert
prósent sem bindiskyldan
er aukin, þýðir að 6 milljón
krónur eru teknar af Spari-
sjóðnum i þennan sameig-
inlega sjóð. í dag eru teknar
í formi bindiskyldu 28 krón-
ur af hverjum 100 og fluttar
til Reykjavíkur. Við bætast 5
krónur þegar þessi 5% eru
komin í gagnið".
Miðað við erfiða stöðu
nú, hafa þá vanskil aukist?
„Tvímælalaust hafa þau
aukistog beröllum bönkum
og sparisjóðum saman um
það. Þaðeru margarástæð-
ur fyrir því. Fyrir það fyrsta
hefur allflestum lífeyris-
sjóðslánum seinkað, nú er
margra mánaða bið sem
ekki var áður. Veðdeildinni
hefur seinkað í 3 mánuði
miðað við það sem fólk
gerði ráð fyrir. Allt þetta og
það að kaupið hefur staðið í
stað, og mörg önnur atriði,
hefur stuðlað að meiri van-
skilum. Það hefur aldrei
verið okkar sterka hlið í
Sparisjóðnum að vera mjög
harðir gagnvart vanskilum,
við erum þekktir af öðru.
Við skuldbreytum meira og
hjálpum fólki aftur og aftur
ef það kemur í tima, og ég
held ég geti fullyrt að við
reynum að vera eins misk-
unnsamir eins og lög og
kerfi leyfa okkur í þeim
efnum".
Hver er þáttur sparisjóðs-
ins í sjávarútvegsmálum?
„Lengst af var Sparisjóð-
urinn ekkert í sjávarútvegs-
málum, en síðustu árin hef-
ur þetta breyst þannig, að í
dag erum við með um 10%
af okkar útlánum beint til
sjávarútvegsfyrirtækja, auk
fyrrnefndrar bindiskyldu. j
Áftur á móti er skiptingin |
þannig að við erum með um j
70-80% af allri verslun og
iðnaði á Suðurnesjum, nán-
ast allan smáatvinnurekst-
ur og iðnað tengdum sjáv-
arútvegi. í það heila tekiðer
Sparisjóðurinn ávallt með
um það bil 50% í lánum til
húsbyggjenda og einstakl-
atvinnulífið á Suðurnesj-
um“.
Nú stendur Sparisjóður-
inn í stórræðum i bygging-
armálum, hvernig ganga
þau mál?
„Núverandi húsakynni
stofnunarinnar að Suður-
götu 6 voru byggð 1955 og
þá voru 3 starfsmenn i
Sparisjóðnum. Þegar við
Tómas Tómasson hófum
hér störf 1974 voru starfs-
mennirnir 12. Umsvifin hafa
svo margfaldast á þessum
tíma að húsnæðiseklan er
griðarlega mikil í dag. Við
höfum stundum haft hér
talningar, hve margir koma
hér í stofnunina á einum
degi, og á föstudögum og
mánudögum koma hér um
2000 manns, hvorn dag fyrir
sig.
Hér liður aldrei sá dagur
að hér komi ekki 1000
manns í heimsókn. Við höf-
um þar af leiðandi gert okk-
ur grein fyrir því lengi, að
þjónusta væri skert miðað
við núverandi húsakynni.
Þetta lagaðist mikið meðtil-
komu útibúanna í Njarðvík
og Garðinum, en húsnæði
útibúsins í Njarðvík er nú
orðið alltof lítið. Fyrir nokkr-
um árum var því farið að
huga að byggingarfram-
kvæmdum sem áttu aðtaka
langan tíma, og þetta er í
annað sinn sem við lokum
þessu stórhýsi hérna (Páll
bendir út um gluggann á
skrifstofu sinni í átt að stór-
hýsi Sparisjóðsins við
Tjarnargötu). Við byggjum
þegar vel gengur en ekki
þegar hallar undan fæti, þá
látum viðeiginframkvæmd-
ir mæta afgangi. Nú erum
við einmitt að stöðva fram-
kvæmdir á stórhýsinu eftir
velgengnisárið i fyrra. Það
eina sem við ætlum að
reyna að Ijúka við er útibúið
í Njarðvíkunum, þar hafa
umsvifin margfaldast og
þrengslin hvað mest. Jafn-
framt mundi það leysa
mörg önnur vandamál og
við gætum flutt ýmsa starf-
| semi úr þessum sparisjóði
inn í Njarðvík".
Svo hafiö þiö sýnt áhuga
á aö reisa útibú í Grindavík?
„Já, á síðastliðnum 6 ár-
um höfum við sótt um leyfi
fyrir útibúi í Grindavík,
árlega og jafnvel tvisvar á
ári. Þaðhefurhingaðtilekki
tekist. Skömmu eftirsl. ára-
mót bauðst okkur að kaupa
hluta í verslunarmiðstöð
sem er í byggingu í Grinda-
vik. Við slógum til en það
eru engar frekari fram-
kvæmdir fyrirhugaðar þar
fyrr en við fáum leyfi".
Viljið þið setja upp fleiri
útibú?
„Markmið okkar er að
setja upp afgreiðslustaði i
öllum byggðakjörnum á
Suðurnesjum. Það er okkar
framtíðar draumsýn: Spari-
sjóðakeðju um Suðurriesja-
svæðið".
í dag ertalin vera 12-15%
veröbóiga. Er það raunveru-
legt og verður þaö varan-
legt?
„Ég get ekki sagt hversu
raunverulegt þetta er í dag,
en mér finnst allt hanga á
bláþræði og það gæti fljót-
lega ýmislegt farið úr bönd-
unum. Það er talað um að
raunávöxtun sé 10% i dág
og ég þekki ekkert þjóðfé-
lag sem skaffar sínum spari-
fjáreigendum svo háa raun-
ávöxtun. Ég óttast að vaxta-
hækkanir núna og óvissan á
svo mcrgum sviðum efna-
hagslífsins geti breytt
þessu mjög fljótlega. Eftir-
spurn eftir lánsfé er meiri en
nokkru sinni fyrr og það
segir að vextir skipta engu
máli í eftirspurninni og þar
af leiðandi að fólk álíti að
þetta uppgefna verðbólgu-
stig í dag sé ekki varanlegt.
Annars væri eftirspurn eftir
lánasfé ekki eins mikil og
raunin hefur verið í seinni
tíð. Fólkið hefur svarað
þessu sjálft".
Hvernig kemur skert út-
lánageta Sparisjóðsins niö-
ur á fólki?
inga, en hin 50% skiptast á
..Markmið okkar er að setja upp algreiðslustaði i öllum byggðakjörnum á Suðurnesjum . . . "