Víkurfréttir - 27.09.1984, Síða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 27. september 1984 3
Séó yfir nýjustu brautir Hólmsvallar i Leiru. Nýja klubbhúsiö var ekki alveg fokhelt
þegar þessi mynd var tekin, fyrr i sumar, það er til vinstri á myndinni.
GOLF:
Lúðvík bestur á afmælismótinu
ÚTSALAN
Sandgerði
Opið til kl. 23.30 alla daga.
Golfarar fjölmenntu á af-
mælismót G.S. í Leirunni sl.
laugardag, enda veður með
afbrigðum gott. Jafnhliða
mótinu var „reisugilli" nýju
skálabyggingarinnar og var
gestum sýnt húsið sem er
mjög glæsilegt.
Fulltrúar bæjar- og sveit-
arstjórnanna á Suðurnesj-
um voru meðal gesta, og af-
henti Tómas Tómasson f.h.
Keflavikurbæjar, klúbbn-
um 50.000 kr. í tilefni af
þessum merka áfanga á 20
ára sfmæli golfklúbbsins.
Bárust honum fleiri gjafir,
m.a. gaf Ásta Pálsdóttir list-
málari málverk. Var það
veitt þeim leikmanni sem
sló kúlu sinni næst holu á6.
braut, ,,Stínu", í afmælis-
mótinu. Sá heppni varð Sig-
urður Sigurðsson. Hann sló
kúlu sína2.53 m frá holunni.
Úrslit í afmælismótinu
urðu þessi:
punktar
1. Lúðvík Gunnarsson 40
2. Ögmundur Ögm. . 38
3. Jack Cristwell .... 38
Fleiri aukaverðlaun voru
veitt af ýmsum aðilum. Jón
Ólafur Jónsson sló kúlu
sína 4.67 m frá Bergvíkur-
holunni og fékk að launum
eitt dúsín frá Austurbakka
hf. Bill Cane var næstur
holu á Jóel, 140cmfrá holu,
og fékk mat fyrir 2 á Glóð-
inni. Lúðvík Gunnarsson
fékk regnhlíf frá Austur-
bakka hf. fyrir að vera næst-
ur holu á 15. braut.
Golfvertíð er nú senn að
Ijúka og fá mót eftir. Grind-
víkingar verða með opið
mót á laugardag á Tófta-
velli og eru glæsileg verð-
laun i boði. Leiknar verða 18
holur með Stableford-fyrir-
komulagi. - pket.
Söluferðir
Grindavíkurbáta
Síðustu vikur hafa nokkr-
ir Grindavíkurbátar siglt
með aflann á erlendan
markað.
Hrungnir fór aðra sölu-
ferðina og seldi í Bremen-
haven í Þýskalandi 7. ágúst
rúmlega 87 tonn. Uppistaða
aflans var grálúða og sölu-
verðið 1.355.000, eða 15,60
kr. pr. kg. Hann er nú á veið-
um fyrir þriðju söluferðina.
Höfrungur seldi 29. ágúst
í Hull tæplega 60 tonn fyrir
1.598.795, eða tæplega 27
kr. pr. kg.
Hafbergið seldi 29. ágúsí
í Mallig í Skotlandi 51 tonn
fyrir samtals 1.176.411, eða
23,40 kr. pr. kg.
Albert seldi í Grimsby 3.
sept. 98,6 tonn fyrir
2.651.354, eða 26,89 kr. pr.
kg-
Sama dag seldi Sighvatur
í Hull 65.844 kg, þar af var
um 30 tonn grálúða. Sölu-
verð var 1.471.000 eða 22,70
kr. pr. kg.
Hópsnesið seldi í Grims-
by 13. september 49 tonn
fyrir 1.552.528 eða tæplega
32,00 kr. pr. kg.
Auk þessa hefur einherju
magni af fiski verið landað í
gáma og siðan sent á sölu-
markaði erlendis. - kg.
Tveir Grindavikurbátar
Eignamiðlun Suðurnesja
Hafnargötu 57 - Keflavik - Sfmi 1700, 3868
KEFLAVÍK:
Hugguleg 2ja herb. ibúð við Hring-
braut. 880.000.
Nýleg hugguleg 2ja herb. íbúð við
Birkiteig, ætluð eldra fólki.
1.250.000.
Huggulegar 3ja herb. íbúðir við Heið-
arhvamm og Heiðarból.
1.400.000-1.500.000.
Góð 3ja herb. risíbúð við Vatnsnes-
veg, lausfljótlega. 950.000.
Góð 3ja herb. íbúð við Brekkubraut
ásamt bílskúr. Sér inngangur.
1.550.000.
Hugguleg 160 ferm. íbúð ásamt 60
ferm. bílskúr við Háaleiti.
2.300.000.
118 ferm. endaraðhús við Kirkjuveg,
laust strax. 2.400.000.
Nýlegt 138 ferm. einbýlishús við
Heiðarbakka, ásamt tvöföldum bíl-
skúr, ekki fullgert. 2.750.000.
Gott 140 ferm. raðhús við Greniteig,
hugguleg eign. 2.500.000.
NJARÐVÍK:
Sérlega glæsileg 3ja herb. íbúð við
Fífumóa. Allt sérsmíðað inn í íbúð-
ina. ' 1.500.000.
Góðar 3ja herb. íbúðir við Hjallaveg
og Fífumóa. 1.300.000-1.350.000.
Góð 4ra herb. íbúð við Hólagötu. Sér
inngangur. 1.400.000.
SANDGERÐI:
Glæsilegt 137 ferm. raðhús við Ása-
braut. Vönduðeign. 2.600.000.
Fallegt 96 ferm. raðhús viö Ásabraut,
fullgert. 1.750.000.
Eignamiðlun
Suðurnesja
Fasteignaviðskipti:
Hannes Arnar Ragnarsson
Sölustjóri:
Siguröur Vignir Ragnarsson
Reykjanesvegur 56, Njarðvik:
3ja herb. íbúð á neðri hæð, ásamt bil-
skúr. Ýmisleg skipti möguleg. Laus
strax. 850.000.
Brekkustígur 17, efri hæð, Njarðvík:
Hugguleg 140 ferm. 5 herb. íbúð. Á-
kveðin sala. 1.580.000.
Hliðarvegur 74, Njarðvik:
Huggulegt 134 ferm. raðhús ásamt
bílskúr. Góðurstaður. 2.600.000.
Sunnubraut 17, Garöi:
110 ferm. einbýlishús ásamt tvöföld-
um bílskúr. Skipti á ódýrara í Kefla-
vík möguleg. 1.800.000.
Faxabraut 33B, Keflavík:
Hugguleg 5 herb. íbúð, skipti á ódýr-
ari möguleg. 1.650.000.
ATH: Opið alla laugardaga
frá kl. 10:00 - 15:00.
Ásabraut 5, neðri hæð, Keflavík:
Rúmgóð 2ja herb. íbúð, mikiðendur-
nýjuð. Sér inng. 950.000.