Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 1
Hitaveitan kaupir eignir RARIK á Suðurnesjum: Sameining rafveitnanna á næstu grösum Aðveitustöðin í Njarðvík, sem nú verður í eigu Hitaveitu Suður- nesja. 17. maísl. var undirritað- ur samningur milli Hita- veitu Suðurnesja og iðnaðarráðuneytisins um kaup þess fyrrnefnda á eignum og yfirtöku á rekstri Rafmagnsveitna rík- isins á Suðurnesjum. Kaup- ir HS allar aðflutningslínur og dreifilínur, aðveitu- stöðvar og riðbreytistöðina á Keflavíkurflugvelli. Þá yfirtekur fyrirtækið allan rekstur RARIK á raforku- kerfum á svæðinu, þ.á.m. orkusöluna til Varnarliðs- ins. Að sögn Eiríks Alexand- erssonar hjá SSS, er gert ráð fyrir því að samningur- inn taki gildi 1. júlí n.k., en frá þeim tíma og til ára- móta verður veittur aðlög- unartími til að sameina all- ar rafveiturnar á svæðinu. Hafa öll sveitarfélögin á Suðurnesjum samþykkt að svo skuli vera. Kaupverð HS á eignum RARIK og orkusölusamn- ingnum er hátt í einn millj- arður króna og greiðist kaupverðið á allt að 30 árum. Samfara því sem HS tekur við rekstri rafveitn- anna á svæðinu er gert ráð fyrir því að hlutdeild ríkis- sjóðs í Hitaveitu Suður- nesja lækki úr 40% í 20%. epj. Heimir hf. úrskurðað gjaldþrota Skiptaráðandi tekinn við rekstri fyrirtækisins Sl. föstudag lögðu forráðamenn Heimis hf. í Keflavík fram beiðni í skiptarétti Keflavíkur um að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Að sögn Guðmundar Kristjánsson- ar, aðalfulltrúa bæjarfóget- ans í Keflavík, sem einnig er skiptaráðandi, var fallist á beiðni þessa og fyrirtækið því lýst gjaldþrota. Þegar úrskurðurinn var fallinn var annar bátur fyr- irtækisins á sjó, en hinn í höfn. Sagði Guðmundurað báturinn myndi ljúka sinni veiðiferð, en enn ætti eftir að ákveða hverjar fram- haldsaðgerðir yrðu, en skiptaráðandinn færi með rekstur þess. Hjá fyrirtækinu hafa að undanförnu starfað um 80 manns, en fyrirtækið gerði út tvö fiskveiðiskip, Heimi KE 77, 186 lesta, og Helga S. KE 7, 236 lesta. Hafa bátarnir fiskað með eindæmum vel, en þrátt fyrir það hefur rekstur Helga S. gengið mjög erfið- lega, eins og raunar hefur komið fram hér í blaðinu. Er ástæðan sú, að erfið lega hefur gengið að standa undir greiðslum lána vegna gengisþróunar undanfar- inna ára, og er framundan nauðungaruppboð á bátnum að kröfu Fisk- veiðasjóðs. Eins og greint var frá í síðasta tbl. eru mörg fyrir- tæki í útgerð og fískvinnslu á Suðurnesjum á barmi gjaldþrots, og er það álit • • Olvaður bflslysi á SI. sunnudagskvöld var ekið á mann á móts við íþróttavallarhúsið við Hringbraut í Keflavík. Slasaðist maðurinn mik- ið, þó ekki lífshættulega. Aðdragandi slyssins var sá, að ölvaður ökumaður ók bíl sínum suður Hring- braut og á móts við íþróttavallarhúsið lenti hann á manni sem var á leið inn í bíl sinn er þar stóð. Var höggið það mik- ið að maðurinn kastaðist eina 10 metra áður en hann lenti í götunni. Ökumaðurinn hafði skömmu áður ekið á bíl annars staðar á Hring- brautinni en hélt þó áfram ferð sinni, sýnilega mikið ölvaður að sögn vitna, og munaði oft litlu að hann æki utan í bíla eða annað 14 Heimir KE 77 í Njarðvíkurhöfn. Þessi bátur á stóran þátt í málinu, Helgi S. KE 7. Frystihús Heimis við Básveg í Keflavík ýmissafróðramannaíþess- aðeins tímaspursmál um málum, að ef ekkert hvenær fleiri fyrirtæki fari verði að gert, sé ef til vill eins og Heimir hf. - epj. ökumaður veldur Hringbraut sem á vegi hans varð. Eftir að hafa ekið á manninn hélt hann ferð sinni áfram án þess að stöðva, heim til sín, og þar greip lögreglan hann í bílnum. Er hinn slasaði töluvert meiddur á höfði auk fleiri meiðsla. Var hann fyrst fluttur á Sjúkrahúsið í Keflavík, en síðan á sjúkra- hús í Reykjavík. Ökumaðurinn átti áður en þetta slys varð, yfir höfði sér ökuleyfissviptingu, en því máli var ekki lokið og því hafði svipting ekki farið fram. - epj. Skólastjórastöður lausar - en lítið um umsækjendur Nú í vor eru þrjár skóla- stjórastöður lausar til um- sóknar á Suðurnesjum, og að sögn hafa engar um- sóknir borist ennþá. Það eru grunnskólarnir í Sand- gerði, Garði og Vogum sem eru í boði. Auk þess eru óvenjulega margar kenn- arastöður lausar á Suður- nesjum og hafa m.a. skól- amir í Keflavík auglýst duglega undanfarnar vikur. Ástandið virðist langbest í Grindavík, og einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. En það er nú liðin tíð. Skólanefndir umræddra skóla leita nú logandi ljósi að heppilegum kandídöt- um, helst heimamönnum, en eitthvað mun ganga treg- lega að fá menn til starfans. Vonandi rætist þó úr því sem fyrst. - ehe.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.