Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 23.05.1985, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. maí 1985 5 ÍBK - ÞÓR 3:1 Góðir sprettir og góð mörk Keflvíkingar sýndu í þessum leik að þeir geta bitið frá sér. Liðið lagði áherslu á sóknarleik og náði góðri baráttu og góð- um leikköflum sem dugðu til sigurs gegn fremur dauf- um norðanmönnum. Ragnar Margeirsson skoraði snemma í leiknum, stórkostlegt mark með þrumufleyg, Gunnar Odds- son skallaði snyrtilega inn annað markið og Ingvar Guðmundsson innsiglaði pakkann með laglegu marki eftir skemmtilegan undirbúning Ragnars og Helga Bents. Eftir þetta slökuðu heimamenn á og gáfu Þórsurum færi á að skora, sem þeir og gerðu. Keflavíkurliðið er ennþá í mótun og á eftir að smella betur saman. Liðið er ekki eins ungt og reynslulaust og af er látið, en hitt er rétt, að sumir eru í framandi stöð- um. Freyr hefur góð áhrif sem aftasti maður. Les leik- inn vel og skilar boltanum örugglega. Sigurjón komst vel frá bakvarðarstöðunni og Gunnar Oddsson lofar góðu. Sigurður Björgvins- son átti stórleik og er í mun betra formi en oft áður. Ragnar var í strangri gæslu að vanda, en það sem gerir honum þó erfiðast fyrir eru dómararnir, sem virðast stundum ekki þekkja mun á orsök og afleiðingum. 1 til 2 andstæðingar er ekki vandamál fyrir Ragga. Freyr Sverrisson gerði hinni nýju stöðu sinni góð skil og lék af yfirvegun og hyggindum. Hann hafði þetta að segja um leikinn: „Þetta var óvenju léttur leikur. Eg átti von á þeim miklu sterkari. Framlínan hjá þeim var afar dauf. Við lékum aftur á móti beturen í leiknum gegn Fram, vörnin hefur lítið leikið saman en það er að mynd- ast betri skilningur okkar á milli og þetta verður enn betra þegar á líður“. Nú leikur þú sem aftasti maður í vörn. Þetta er ný reynsla fyrir þig, ekki satt? ,,Já, ég hef aldrei spilað þarna áður. Það vantaði mannskap og ég var próf- aður þarna. Mér líkar þetta mjög vel, þetta er skemmti- leg staða, en er samt mest ánægður með að vera í lið- inu. Þetta er kannski létt- ari staða, heldur en gamla staðan mín á miðjunni, en ábyrgðin er meiri, mistök dýrkeyptari“, sagði Freyr Sverrisson aðlokum. - ehe. Auglýsingasiminn er4717 MARK! - Gunnar Oddsson, yst til vinstri, hefur skallað og fylgist spenntur með siglingu boltans (sjá ör) í netið. Sænskur og norskur EVERLITE PVC PLÖTUR á þök og veggi. Auðvelt í uppsetningu. Pantað eftir máli. BYGGINGAREFNI í GARÐSTOFUNA GLUGGA- EFNI PÓSTA- EFNI Gagn- vanð GÆÐAPANELL Kaupfélag Suðurnesja JARN & SKIP Víkurbraut 15 - Sími 1505 GANGSTÉTTAR HELLUR 50x50 cm 40x40 cm 25x50 cm KANT-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.